Truflar ekki fjármálaráðherra þó einhverjir hafi hagnast á kvótakerfinu Sylvía Hall skrifar 24. nóvember 2019 13:30 Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson voru gestir á Sprengisandi í morgun. Vísir/Sigurjón „Það truflar mig persónulega ekki að einhverjir hafi hagnast á þessari vegferð, vegna þess að það er miklu betra en það sem áður var þar sem menn voru að tapa,“ sagði Bjarni Benediktsson í umræðum um kvótakerfið í þættinum Sprengisandi í dag. Bjarni var þar gestur ásamt Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar. Meðal þess sem var rætt voru orð Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, í ræðu sinni á haustfundi miðstjórnar Framsóknar á Akureyri. Þar sagði Sigurður Ingi að kvótakerfið hefði ekki verið búið til svo fáir einstaklingar gætu orðið ofurríkir. „Kvótakerfið var ekki búið til svo nokkrir einstaklingar gætu orðið ofurríkir. Það var ekki búið til svo þeir fjármunir sem urðu til við aukna verðmætasköpun færu á flakk milli reikninga á aflandseyjum. Það var búið til svo Íslendingar gætu allir notið hagsbóta af öflugum, íslenskum sjávarútvegi,“ sagði Sigurður Ingi. Bjarni sagði lykilsetningu í ræðu Sigurðar Inga vera að íslenska þjóðin ætti að njóta góðs af fiskveiðum við landið. Hann nefndi að sjávarútvegurinn hefði sett met í útflutningi á síðasta ári sem skilaði sér í þjóðarbúið. „Þegar kvótakerfið var hins vegar búið til, þá var staðan allt öðruvísi og í upphafi voru það ýmsir opinberir aðilar, ekki síst sveitastjórnir sem fengu úthlutað aflaheimildum í upphafi af því að þeir höfðu verið að veiða. Svo voru það hinar ýmsu bæjarstjórnir vítt og breitt um landið sem vildu losa sig út úr þessum erfiða rekstri sem hjálpuðu til að auka framleiðni í greininni,“ sagði Bjarni og benti áhugasömum á ræðu Halldórs Ásgrímssonar um frjálst framsal aflaheimilda. Þá sagði hann vera ljóst að megintilgangi kvótakerfisins hefði verið náð og það gengi í raun frábærlega. Þegar rætt væri um svokallaðar skuggahliðar þess sagði Bjarni það ekki trufla sig að einhverjir hefðu hagnast á framsalinu þó það væri mikilvægt að heimildirnar væru ekki hjá fámennum hópi. „Það er rétt að ef heimildirnar safnast um of á fárra hendur, þá er það eitthvað sem við verðum að hafa skoðun á og það eru viðmið í lögunum sem setja þök á þetta og þau hafa dugað vel til þess að takmarka söfnun,“ sagði Bjarni en bætti við að honum þætti ekki ástæða að hafa önnur viðmið um tengda aðila í sjávarútvegi en í öðrum atvinnugreinum hér á landi.Sjávarútvegurinn öðruvísi en aðrar atvinnugreinar Logi svaraði þeim orðum Bjarna og sagði fiskveiðistjórnunarkerfið allt annað en aðrar atvinnugreinar. Um væri að ræða takmarkaðar auðlindir sem hefði verið deilt út með ákveðnum hætti. „Það er ekki einu sinni þannig að sjávarútvegsfyrirtækin treysti sér til þess að bjóða bara í heimildirnar þannig það finnist þá rétt verð og Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur sem kennir sig gjarnan við markaðslögmálið, vill ekki og þorir ekki einu sinni með okkur í þá vegferð. Ég held að það sé nú kannski það fyrsta sem við þurfum að breyta,“ sagði Logi. Hann segir ræðu Sigurðar Inga vera til marks um það að Sigurður hafi færst nær stefnu Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum og frá Sjálfstæðisflokknum. Það myndi hafa áhrif á umræðu næstu daga. „Klárlega mun þetta rata inn á fund formanna flokkanna um stjórnarskrána vegna þess að eitt af því sem við höfum haldið á lofti er að það þurfi að koma inn í ákvæðið sjálft, ákvæðið um tímabundnar heimildir sem Sigurður nefndi, og síðan auðvitað eitthvað um eðlilegt gjald eða gjald þannig það sé hafið yfir allan vafa að þetta sé bara til eignar og sé verið að gefa örfáum aðilum þetta,“ sagði Logi. „Heiðrún Lind talaði um sjálfbærni áðan og Bjarni Benediktsson talaði líka um það. Menn þurfa þá að átta sig á því hvað hugtakið sjálfbærni er. Það er auðvitað efnahagsleg stoð, það er umhverfisstoð, við höfum að einhverju leyti náð því þó þannig að við höfum ekki tryggt það að efnahagslega stoðin skili arði til þjóðarinnar heldur til nokkra fjölskyldna í landinu. En félagslega stoðin, hún er ennþá mjög veik og ég held að þetta mál hljóti að verða prófsteinn á hverskonar land við erum og Heiðrún spurði áðan: Hverju á sjávarútvegskerfið að skila? Og ég spyr á móti: Hverjum á sjávarútvegskerfið að skila arði?“Fyrirséð að heimildir myndu safnast saman Bjarni sagði að við breytingu á kerfinu hafði legið ljóst fyrir að heimildirnar gætu safnast saman á hendur fárra. Það hafi verið sérstaklega rætt á sínum tíma en markmiðið hafi verið að auka hagkvæmni. Bann hafi verið lagt við innflutningi á nýjum fiskiskipum, úreldingarsjóður fiskiskipa settur á laggirnar og lagt upp með að fækka skipum og stækka einstaka aðila. „Þetta hefur allt gengið eftir, þetta var allt fyrirséð og var um það rætt á sínum tíma. En að segja að það séu einungis þessir örfáu sem síðan njóti góðs af, þetta er auðvitað alveg með ólíkindum röng nálgun á málið. Skoðið bara einhverja hluti eins og hagtölur fyrir Ísland, hvaða stoðir, á hverju lifa Íslendingar?“ Bjarni sagðist oft vera spurður á alþjóðlegum vettvangi hvernig þessi litla þjóð í norðri komist af. Hans svar sé yfirleitt á sama veg, að það sé sjávarútveginum að þakka. „Í fyrsta lagi þá lifum við á sjávarútvegi. Það hefur verið okkar sterkasta stoð í gegnum tíðina til þess að skapa okkur útflutningstekjur til þess að kaupa hluti eins og þennan míkrófón sem ég er að tala í sem við erum ekki að framleiða sjálf. Í öðru lagi er það ferðaþjónustan og í þriðja lagi er það orkufrekur iðnaður og svo er stoðunum sífellt að fjölga.“ Sjávarútvegur Sprengisandur Tengdar fréttir Skráning sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöll geti aukið traust Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á markað gæti verið lykillinn að auknu trausti og sátt milli almennings og atvinnugreinarinnar. 24. nóvember 2019 12:12 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Það truflar mig persónulega ekki að einhverjir hafi hagnast á þessari vegferð, vegna þess að það er miklu betra en það sem áður var þar sem menn voru að tapa,“ sagði Bjarni Benediktsson í umræðum um kvótakerfið í þættinum Sprengisandi í dag. Bjarni var þar gestur ásamt Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar. Meðal þess sem var rætt voru orð Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, í ræðu sinni á haustfundi miðstjórnar Framsóknar á Akureyri. Þar sagði Sigurður Ingi að kvótakerfið hefði ekki verið búið til svo fáir einstaklingar gætu orðið ofurríkir. „Kvótakerfið var ekki búið til svo nokkrir einstaklingar gætu orðið ofurríkir. Það var ekki búið til svo þeir fjármunir sem urðu til við aukna verðmætasköpun færu á flakk milli reikninga á aflandseyjum. Það var búið til svo Íslendingar gætu allir notið hagsbóta af öflugum, íslenskum sjávarútvegi,“ sagði Sigurður Ingi. Bjarni sagði lykilsetningu í ræðu Sigurðar Inga vera að íslenska þjóðin ætti að njóta góðs af fiskveiðum við landið. Hann nefndi að sjávarútvegurinn hefði sett met í útflutningi á síðasta ári sem skilaði sér í þjóðarbúið. „Þegar kvótakerfið var hins vegar búið til, þá var staðan allt öðruvísi og í upphafi voru það ýmsir opinberir aðilar, ekki síst sveitastjórnir sem fengu úthlutað aflaheimildum í upphafi af því að þeir höfðu verið að veiða. Svo voru það hinar ýmsu bæjarstjórnir vítt og breitt um landið sem vildu losa sig út úr þessum erfiða rekstri sem hjálpuðu til að auka framleiðni í greininni,“ sagði Bjarni og benti áhugasömum á ræðu Halldórs Ásgrímssonar um frjálst framsal aflaheimilda. Þá sagði hann vera ljóst að megintilgangi kvótakerfisins hefði verið náð og það gengi í raun frábærlega. Þegar rætt væri um svokallaðar skuggahliðar þess sagði Bjarni það ekki trufla sig að einhverjir hefðu hagnast á framsalinu þó það væri mikilvægt að heimildirnar væru ekki hjá fámennum hópi. „Það er rétt að ef heimildirnar safnast um of á fárra hendur, þá er það eitthvað sem við verðum að hafa skoðun á og það eru viðmið í lögunum sem setja þök á þetta og þau hafa dugað vel til þess að takmarka söfnun,“ sagði Bjarni en bætti við að honum þætti ekki ástæða að hafa önnur viðmið um tengda aðila í sjávarútvegi en í öðrum atvinnugreinum hér á landi.Sjávarútvegurinn öðruvísi en aðrar atvinnugreinar Logi svaraði þeim orðum Bjarna og sagði fiskveiðistjórnunarkerfið allt annað en aðrar atvinnugreinar. Um væri að ræða takmarkaðar auðlindir sem hefði verið deilt út með ákveðnum hætti. „Það er ekki einu sinni þannig að sjávarútvegsfyrirtækin treysti sér til þess að bjóða bara í heimildirnar þannig það finnist þá rétt verð og Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur sem kennir sig gjarnan við markaðslögmálið, vill ekki og þorir ekki einu sinni með okkur í þá vegferð. Ég held að það sé nú kannski það fyrsta sem við þurfum að breyta,“ sagði Logi. Hann segir ræðu Sigurðar Inga vera til marks um það að Sigurður hafi færst nær stefnu Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum og frá Sjálfstæðisflokknum. Það myndi hafa áhrif á umræðu næstu daga. „Klárlega mun þetta rata inn á fund formanna flokkanna um stjórnarskrána vegna þess að eitt af því sem við höfum haldið á lofti er að það þurfi að koma inn í ákvæðið sjálft, ákvæðið um tímabundnar heimildir sem Sigurður nefndi, og síðan auðvitað eitthvað um eðlilegt gjald eða gjald þannig það sé hafið yfir allan vafa að þetta sé bara til eignar og sé verið að gefa örfáum aðilum þetta,“ sagði Logi. „Heiðrún Lind talaði um sjálfbærni áðan og Bjarni Benediktsson talaði líka um það. Menn þurfa þá að átta sig á því hvað hugtakið sjálfbærni er. Það er auðvitað efnahagsleg stoð, það er umhverfisstoð, við höfum að einhverju leyti náð því þó þannig að við höfum ekki tryggt það að efnahagslega stoðin skili arði til þjóðarinnar heldur til nokkra fjölskyldna í landinu. En félagslega stoðin, hún er ennþá mjög veik og ég held að þetta mál hljóti að verða prófsteinn á hverskonar land við erum og Heiðrún spurði áðan: Hverju á sjávarútvegskerfið að skila? Og ég spyr á móti: Hverjum á sjávarútvegskerfið að skila arði?“Fyrirséð að heimildir myndu safnast saman Bjarni sagði að við breytingu á kerfinu hafði legið ljóst fyrir að heimildirnar gætu safnast saman á hendur fárra. Það hafi verið sérstaklega rætt á sínum tíma en markmiðið hafi verið að auka hagkvæmni. Bann hafi verið lagt við innflutningi á nýjum fiskiskipum, úreldingarsjóður fiskiskipa settur á laggirnar og lagt upp með að fækka skipum og stækka einstaka aðila. „Þetta hefur allt gengið eftir, þetta var allt fyrirséð og var um það rætt á sínum tíma. En að segja að það séu einungis þessir örfáu sem síðan njóti góðs af, þetta er auðvitað alveg með ólíkindum röng nálgun á málið. Skoðið bara einhverja hluti eins og hagtölur fyrir Ísland, hvaða stoðir, á hverju lifa Íslendingar?“ Bjarni sagðist oft vera spurður á alþjóðlegum vettvangi hvernig þessi litla þjóð í norðri komist af. Hans svar sé yfirleitt á sama veg, að það sé sjávarútveginum að þakka. „Í fyrsta lagi þá lifum við á sjávarútvegi. Það hefur verið okkar sterkasta stoð í gegnum tíðina til þess að skapa okkur útflutningstekjur til þess að kaupa hluti eins og þennan míkrófón sem ég er að tala í sem við erum ekki að framleiða sjálf. Í öðru lagi er það ferðaþjónustan og í þriðja lagi er það orkufrekur iðnaður og svo er stoðunum sífellt að fjölga.“
Sjávarútvegur Sprengisandur Tengdar fréttir Skráning sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöll geti aukið traust Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á markað gæti verið lykillinn að auknu trausti og sátt milli almennings og atvinnugreinarinnar. 24. nóvember 2019 12:12 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Skráning sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöll geti aukið traust Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á markað gæti verið lykillinn að auknu trausti og sátt milli almennings og atvinnugreinarinnar. 24. nóvember 2019 12:12
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent