150 þúsund hafa pantað nýjan rafpallbíl Tesla á tveimur dögum 23. nóvember 2019 22:45 Elon Musk drekkur í sig fagnaðarlætin eftir að Cybertruck var afhjúpaður. Getty/ FREDERIC J. BROWN Elon Musk, forstjóri Teslu, segir að fyrirtækinu hafi borist 150 þúsund pantanir á rafpallbíl fyrirtækisins sem kynntur var á fimmtudaginn. Bíllinn, sem nefnist Cybertruck, var kynntur með mikilli viðhöfn en rafpallbíllinn hefur vakið mikla athygli fyrir óvenjulegt og framtíðarlegt útlit. Er hann klæddur ryðfríu stáli og líkist helst „brynvörðum framtíðarbíl,“ líkt og greinandi Guardian orðaði það er bíllinn var kynntur. Pallbílar eru mest seldu bílarnir í Norður-Ameríku og er Cybertruck fyrsta tilraun Tesla til að hasla sér völl á þeim markaði. Bendir Musk á að pantanirnar 150 þúsund hafi borist fyrirtækinu þrátt fyrir að bíllinn hafi ekkert verið formlega auglýstur.With no advertising & no paid endorsement — Elon Musk (@elonmusk) November 23, 2019 Ef marka má kynninguna á fimmtudaginn þá á ódýrasta útgáfa Cybertruck að vera sex sæta og um 6 sekúndur að ná 100 kílómetra hraða, með rúmlega 3,5 tonna dráttargetu og næstum 1600 kílóa burðargetu. Hann er afturhjóladrifinn og á að geta komist rúmlega 400 kílómetra á einni hleðslu. Ódýrasta útgáfan kostar frá 39,900 bandaríkjadölum, tæplega 5 milljónum króna á gengi dagsins í dag, og er forsalan þegar hafin. Greinendur á markaði segja ljóst að kynningin hafi vakið mikla athygli þó þeir setji spurningamerki við hönnun bílsins, segja þeir óvíst hvort að hún muni höfða til fjöldans. Kynningu bílsins verður líklega helst minnst fyrir heldur vandræðlega tilraun til að sýna fram á höggþol bílsins. Eftir að hafa barið hurð hans með sleggju, án þess að nokkuð sæist á henni, var komið að rúðum bílsins. Aðstoðarmaður Musk gerði sér lítið fyrir og braut báðar rúðurnar sem hann prófaði, eftir yfirlýsingar um að þær væru óbrjótanlegar. Bílar Tesla Tengdar fréttir Rúðubrot skyggði á pallbílakynningu Tesla Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, kynnti í gærkvöldi nýjan pallbíl fyrirtækisins. 22. nóvember 2019 06:56 Tesla kynnir pallbíl Elon Musk, framkvæmdastjóri bandaríksa rafbílaframleiðandas Tesla hefur sagt að pallbíll verði kynntur 21. nóvember næstkomandi. Pallbíllinn hefur fengið vinnuheitið Cybertruck. 7. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Elon Musk, forstjóri Teslu, segir að fyrirtækinu hafi borist 150 þúsund pantanir á rafpallbíl fyrirtækisins sem kynntur var á fimmtudaginn. Bíllinn, sem nefnist Cybertruck, var kynntur með mikilli viðhöfn en rafpallbíllinn hefur vakið mikla athygli fyrir óvenjulegt og framtíðarlegt útlit. Er hann klæddur ryðfríu stáli og líkist helst „brynvörðum framtíðarbíl,“ líkt og greinandi Guardian orðaði það er bíllinn var kynntur. Pallbílar eru mest seldu bílarnir í Norður-Ameríku og er Cybertruck fyrsta tilraun Tesla til að hasla sér völl á þeim markaði. Bendir Musk á að pantanirnar 150 þúsund hafi borist fyrirtækinu þrátt fyrir að bíllinn hafi ekkert verið formlega auglýstur.With no advertising & no paid endorsement — Elon Musk (@elonmusk) November 23, 2019 Ef marka má kynninguna á fimmtudaginn þá á ódýrasta útgáfa Cybertruck að vera sex sæta og um 6 sekúndur að ná 100 kílómetra hraða, með rúmlega 3,5 tonna dráttargetu og næstum 1600 kílóa burðargetu. Hann er afturhjóladrifinn og á að geta komist rúmlega 400 kílómetra á einni hleðslu. Ódýrasta útgáfan kostar frá 39,900 bandaríkjadölum, tæplega 5 milljónum króna á gengi dagsins í dag, og er forsalan þegar hafin. Greinendur á markaði segja ljóst að kynningin hafi vakið mikla athygli þó þeir setji spurningamerki við hönnun bílsins, segja þeir óvíst hvort að hún muni höfða til fjöldans. Kynningu bílsins verður líklega helst minnst fyrir heldur vandræðlega tilraun til að sýna fram á höggþol bílsins. Eftir að hafa barið hurð hans með sleggju, án þess að nokkuð sæist á henni, var komið að rúðum bílsins. Aðstoðarmaður Musk gerði sér lítið fyrir og braut báðar rúðurnar sem hann prófaði, eftir yfirlýsingar um að þær væru óbrjótanlegar.
Bílar Tesla Tengdar fréttir Rúðubrot skyggði á pallbílakynningu Tesla Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, kynnti í gærkvöldi nýjan pallbíl fyrirtækisins. 22. nóvember 2019 06:56 Tesla kynnir pallbíl Elon Musk, framkvæmdastjóri bandaríksa rafbílaframleiðandas Tesla hefur sagt að pallbíll verði kynntur 21. nóvember næstkomandi. Pallbíllinn hefur fengið vinnuheitið Cybertruck. 7. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Rúðubrot skyggði á pallbílakynningu Tesla Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, kynnti í gærkvöldi nýjan pallbíl fyrirtækisins. 22. nóvember 2019 06:56
Tesla kynnir pallbíl Elon Musk, framkvæmdastjóri bandaríksa rafbílaframleiðandas Tesla hefur sagt að pallbíll verði kynntur 21. nóvember næstkomandi. Pallbíllinn hefur fengið vinnuheitið Cybertruck. 7. nóvember 2019 14:00