Horfum til stjarnanna! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 24. nóvember 2019 09:00 Þrjár helstu birtingarmyndir ADHD eru athyglisbrestur, hvatvísi og ofvirkni. Þar undir leynast ótal undirflokkar. Sjálfur kýs ég að kalla þetta eiginleika, suma daga eiga þeir til að flækjast örlítið fyrir mér en nýtast mér til góðra verka aðra daga. Hér eru dæmi um eiginleika sem „athyglisbrestir“ kannast eflaust vel við:Ofurfókus (e. hyperfocus): Væntanlega kemur sumum spánskt fyrir sjónir að einhver með athyglisbrest geti haldið 150% athygli í ákveðnu verkefni. Þessi eiginleiki ADHD er þó vel þekktur og getur svo sannanlega nýst vel undir réttum kringumstæðum. Kannski er kúnstin að velja sér áreiti. Sjálfur nota ég gjarnan ákveðna tegund af tónlist eða sæki í hæfilegt skvaldur á kaffihúsi þar sem ég þekki hvert hljóð og þarf ekki að velta þeim frekar fyrir mér.Seigla: Auðvitað flækist ADHD fyrir manni af og til. Fyrir vikið erum við athyglisbrestirnir þaulvön að yfirstíga hindranir, finna nýjar leiðir og gera helst betur en upp var lagt með. Sterkir persónleikar: Stundum er sagt að við athyglisbrestir séum upp til hópa orkumiklir, skemmtilegir og fluggáfaðir einstaklingar. Ekki ætla ég að draga það í efa. Við gerum hiklaust grín að eigin mistökum, vitum enda manna best hversu fullkomnunarhugtakið er stórlega ofmetið. Fyrir vikið höfum við mögulega öðlast ákveðna auðmýkt og virðingu fyrir manneskjunni sem býr innra með öllum. Þetta er eiginleiki sem skapar gott andrúmsloft og getur lýst upp daginn hjá öðrum.Örlæti og rík réttlætiskennd: Einstaklingur með ADHD má sjaldnast aumt sjá og vill hjálpa öðrum. Að sjálfsögðu verður allt að vera innan skynsamlegra marka, en um leið gefum við mikið af okkur. Við þekkjum líka af eigin raun hvað það er að berjast móti straumnum, að vera öðruvísi og tökum iðulega upp hanskann fyrir aðra í svipaðri stöðu.Hugvitsöm og skapandi: Í stormi hugmyndaflugsins sér einstaklingur með ADHD gjarnan lausnir sem öðrum kæmi ekki til hugar. Einmitt þess vegna má finna í okkar hópi fjöldan allan af listamönnum, frumkvöðlum og hönnuðum sem blómstra í l starfi og leik. Allt fólk sem hugsar út fyrir kassann.Hvatvís og tökum áhættu: Að taka áhættu og láta slag standa er ekki öllum gefið. Auðvitað getur hvatvísin komið manni í koll, en stundum þarf að leggja undir til að ná árangri.Hreinskilin og hispurslaus: Einstaklingar með ADHD koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Eflaust stuðar maður einhverja fyrir vikið en um leið er ótvíræður kostur að þeir sem umgangast athyglisbresti vita iðulega hvar þeir hafa þá.Samskipti: Fólk með ADHD á gjarnan auðvelt með samskipti við ólíka einstaklinga og hópa. Við erum fljót að átta okkur á aðstæðum og tengjum fólk saman.Stóra myndin: Athyglisbrestur er í raun rangnefni. Þessi eiginleiki ADHD snýst fyrst og fremstum að við tökum eftir öllu – og þá meina ég öllu! Þegar tekist er á við flókin verkefni finnst manni í fyrstu allt vera í einum graut. En á einhverjum tímapunkti er líkt og þyrla takist á loft – maður öðlast algera yfirsýn og skilning á ótrúlegust smáatriðum. Á þessari stundu er blessaður athyglisbresturinn eitthvert það besta verkfæri sem völ er á.„Öll liggjum við í ræsinu, en sum okkar horfa til stjarnanna“ skrifaði Oscar Wilde fyrir margt löngu. Frá því sjónarhorni er augljóst að við athyglisbrestirnir þurfum kannski fyrst og fremst að huga að eigin styrkleikum og leyfa þeim að blómstra. Ykkur hinum er velkomið að horfa í sömu átt, það gerir bara gott betra.Höfundur er varaformaður ADHD samtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þrjár helstu birtingarmyndir ADHD eru athyglisbrestur, hvatvísi og ofvirkni. Þar undir leynast ótal undirflokkar. Sjálfur kýs ég að kalla þetta eiginleika, suma daga eiga þeir til að flækjast örlítið fyrir mér en nýtast mér til góðra verka aðra daga. Hér eru dæmi um eiginleika sem „athyglisbrestir“ kannast eflaust vel við:Ofurfókus (e. hyperfocus): Væntanlega kemur sumum spánskt fyrir sjónir að einhver með athyglisbrest geti haldið 150% athygli í ákveðnu verkefni. Þessi eiginleiki ADHD er þó vel þekktur og getur svo sannanlega nýst vel undir réttum kringumstæðum. Kannski er kúnstin að velja sér áreiti. Sjálfur nota ég gjarnan ákveðna tegund af tónlist eða sæki í hæfilegt skvaldur á kaffihúsi þar sem ég þekki hvert hljóð og þarf ekki að velta þeim frekar fyrir mér.Seigla: Auðvitað flækist ADHD fyrir manni af og til. Fyrir vikið erum við athyglisbrestirnir þaulvön að yfirstíga hindranir, finna nýjar leiðir og gera helst betur en upp var lagt með. Sterkir persónleikar: Stundum er sagt að við athyglisbrestir séum upp til hópa orkumiklir, skemmtilegir og fluggáfaðir einstaklingar. Ekki ætla ég að draga það í efa. Við gerum hiklaust grín að eigin mistökum, vitum enda manna best hversu fullkomnunarhugtakið er stórlega ofmetið. Fyrir vikið höfum við mögulega öðlast ákveðna auðmýkt og virðingu fyrir manneskjunni sem býr innra með öllum. Þetta er eiginleiki sem skapar gott andrúmsloft og getur lýst upp daginn hjá öðrum.Örlæti og rík réttlætiskennd: Einstaklingur með ADHD má sjaldnast aumt sjá og vill hjálpa öðrum. Að sjálfsögðu verður allt að vera innan skynsamlegra marka, en um leið gefum við mikið af okkur. Við þekkjum líka af eigin raun hvað það er að berjast móti straumnum, að vera öðruvísi og tökum iðulega upp hanskann fyrir aðra í svipaðri stöðu.Hugvitsöm og skapandi: Í stormi hugmyndaflugsins sér einstaklingur með ADHD gjarnan lausnir sem öðrum kæmi ekki til hugar. Einmitt þess vegna má finna í okkar hópi fjöldan allan af listamönnum, frumkvöðlum og hönnuðum sem blómstra í l starfi og leik. Allt fólk sem hugsar út fyrir kassann.Hvatvís og tökum áhættu: Að taka áhættu og láta slag standa er ekki öllum gefið. Auðvitað getur hvatvísin komið manni í koll, en stundum þarf að leggja undir til að ná árangri.Hreinskilin og hispurslaus: Einstaklingar með ADHD koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Eflaust stuðar maður einhverja fyrir vikið en um leið er ótvíræður kostur að þeir sem umgangast athyglisbresti vita iðulega hvar þeir hafa þá.Samskipti: Fólk með ADHD á gjarnan auðvelt með samskipti við ólíka einstaklinga og hópa. Við erum fljót að átta okkur á aðstæðum og tengjum fólk saman.Stóra myndin: Athyglisbrestur er í raun rangnefni. Þessi eiginleiki ADHD snýst fyrst og fremstum að við tökum eftir öllu – og þá meina ég öllu! Þegar tekist er á við flókin verkefni finnst manni í fyrstu allt vera í einum graut. En á einhverjum tímapunkti er líkt og þyrla takist á loft – maður öðlast algera yfirsýn og skilning á ótrúlegust smáatriðum. Á þessari stundu er blessaður athyglisbresturinn eitthvert það besta verkfæri sem völ er á.„Öll liggjum við í ræsinu, en sum okkar horfa til stjarnanna“ skrifaði Oscar Wilde fyrir margt löngu. Frá því sjónarhorni er augljóst að við athyglisbrestirnir þurfum kannski fyrst og fremst að huga að eigin styrkleikum og leyfa þeim að blómstra. Ykkur hinum er velkomið að horfa í sömu átt, það gerir bara gott betra.Höfundur er varaformaður ADHD samtakanna
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun