Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. nóvember 2019 18:30 Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í gær að fíkniefnið Spice, hafi fundist í rafrettum hjá unglingum á höfuðborgarsvæðinu nýverið. „Þetta hefst í rauninni á því að skólayfirvöld hafa samband við barnavernd með einhver torkennileg efni og það er rannsakað og efnagreint hjá háskólanum og þar kemur í ljós að um er að ræða svokallað Spice,“ segir Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Jóhann K.Spice yfirleitt fundist í fangelsum en ekki í almennri dreifinguFréttastofan greindi frá því í lok október að óvenju mikið af fíkniefninu hafi fundist við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Í fangelsinu hafa fangaverðir fundið efnið í miklu mæli frá árinu 2017. „Þetta hefur yfirleitt loðað við fangelsi bæði hér heima og erlendis og þróunin erlendis hefur sýnt að efnin færast meira og meira út á almennan markað,“ segir Leifur Gauti. Leifur segir að sé mikið áhyggjuefni að efnið sé í almennri dreifingu og hvað þá á meðal barna og ungmenna. hann segir að þetta sé í fyrsta skipti sem fíkniefnið finnist í rafrettuvökva á Íslandi.Ekki ljóst í hve mikilli dreifingu Spice er á almennum markaði. Hæpið að þetta sé eina tilfellið „Nei, við vitum það ekki að svo stöddu,“ segir Leifur. Spice var sett í reglugerð um ávana- og fíkniefni haustið 2018 en í dag eru fimm afleiður efnisins ólöglegar hér á landi. Lögreglan vill hvetja forráðamenn barna og unglinga til þess að vera á varðbergi. Efnið sé nær lyktarlaust og geta aukaverkanir við neyslu þess verið meðal annars aukinn hjartsláttur ofskynjanir, ofsóknaræði, kvíðaköst og árásargirni. Leifur segir að ætla megi að efnið sé í meiri dreifingu en áður hefur verið haldið. „Það er frekar hæpið að þetta sé einstakt tilfelli. Við höfum af þessu miklar áhyggjur. Erlendis er verið að selja þetta efni sem vape, sem THC upplausn og eitthvað álíka, sem það er alls ekki, þetta er miklu miklu hættulegra og skaðlegra efni,“ segir Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fíkniefnavandinn Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Íslenskir unglingar veipuðu spice Fíkniefnið spice fannst nýverið í rafrettum hjá unglingum á höfuðborgarsvæðinu. 19. nóvember 2019 17:50 Spice ólíkt öllum öðrum fíkniefnum Spice er eitt erfiðasta efni sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við. Notendurnir tala um að fara í froskinn, þegar þeir fá krampaköst af ofneyslu og margítrekað hefur þurft að kalla til sjúkrabíl. 9. nóvember 2019 17:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í gær að fíkniefnið Spice, hafi fundist í rafrettum hjá unglingum á höfuðborgarsvæðinu nýverið. „Þetta hefst í rauninni á því að skólayfirvöld hafa samband við barnavernd með einhver torkennileg efni og það er rannsakað og efnagreint hjá háskólanum og þar kemur í ljós að um er að ræða svokallað Spice,“ segir Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Jóhann K.Spice yfirleitt fundist í fangelsum en ekki í almennri dreifinguFréttastofan greindi frá því í lok október að óvenju mikið af fíkniefninu hafi fundist við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Í fangelsinu hafa fangaverðir fundið efnið í miklu mæli frá árinu 2017. „Þetta hefur yfirleitt loðað við fangelsi bæði hér heima og erlendis og þróunin erlendis hefur sýnt að efnin færast meira og meira út á almennan markað,“ segir Leifur Gauti. Leifur segir að sé mikið áhyggjuefni að efnið sé í almennri dreifingu og hvað þá á meðal barna og ungmenna. hann segir að þetta sé í fyrsta skipti sem fíkniefnið finnist í rafrettuvökva á Íslandi.Ekki ljóst í hve mikilli dreifingu Spice er á almennum markaði. Hæpið að þetta sé eina tilfellið „Nei, við vitum það ekki að svo stöddu,“ segir Leifur. Spice var sett í reglugerð um ávana- og fíkniefni haustið 2018 en í dag eru fimm afleiður efnisins ólöglegar hér á landi. Lögreglan vill hvetja forráðamenn barna og unglinga til þess að vera á varðbergi. Efnið sé nær lyktarlaust og geta aukaverkanir við neyslu þess verið meðal annars aukinn hjartsláttur ofskynjanir, ofsóknaræði, kvíðaköst og árásargirni. Leifur segir að ætla megi að efnið sé í meiri dreifingu en áður hefur verið haldið. „Það er frekar hæpið að þetta sé einstakt tilfelli. Við höfum af þessu miklar áhyggjur. Erlendis er verið að selja þetta efni sem vape, sem THC upplausn og eitthvað álíka, sem það er alls ekki, þetta er miklu miklu hættulegra og skaðlegra efni,“ segir Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Fíkniefnavandinn Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Íslenskir unglingar veipuðu spice Fíkniefnið spice fannst nýverið í rafrettum hjá unglingum á höfuðborgarsvæðinu. 19. nóvember 2019 17:50 Spice ólíkt öllum öðrum fíkniefnum Spice er eitt erfiðasta efni sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við. Notendurnir tala um að fara í froskinn, þegar þeir fá krampaköst af ofneyslu og margítrekað hefur þurft að kalla til sjúkrabíl. 9. nóvember 2019 17:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15
Íslenskir unglingar veipuðu spice Fíkniefnið spice fannst nýverið í rafrettum hjá unglingum á höfuðborgarsvæðinu. 19. nóvember 2019 17:50
Spice ólíkt öllum öðrum fíkniefnum Spice er eitt erfiðasta efni sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við. Notendurnir tala um að fara í froskinn, þegar þeir fá krampaköst af ofneyslu og margítrekað hefur þurft að kalla til sjúkrabíl. 9. nóvember 2019 17:15