Staðfesta niðurfellingu á máli ungu konunnar sem lést eftir handtöku lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2019 15:55 Réttarmeinafræðingur taldi handtökuaðferðir lögreglu hafa átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. Vísir/vilhelm Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara að fella niður mál ungrar konu sem lést í apríl síðastliðnum eftir að hafa verið handtekin af lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta staðfestir Einar Tryggvason saksóknari hjá ríkissaksóknara í svari við fyrirspurn fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Tveir lögreglumenn höfðu réttarstöðu sakbornings í málinu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í ágúst þar sem fram kom að lögreglumennirnir hafi haft afskipti af ungu konunni sem var í geðrofi. Þeir hafi elt hana inn í bakgarð í miðbæ Reykjavíkur þar sem þeir handtóku hana. Skömmu síðar hafi hún verið með skerta meðvitund. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var konan úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Aðeins eitt vitni var að handtökunni en það var statt innan við glugga og sá atburðinn óglöggt. Vitnið sagði lögreglumennina hafa haldið stúlkunni niðri á mjög „agressívan“ hátt. Vitnið kvaðst hafa heyrt bæld öskur en þó ekki séð lögreglumennina halda fyrir munn hennar.Látnir sviðsetja handtökuna Konan hafði verið í samkvæmi um kvöldið þar sem mikið var um fíkniefni og mældist hún með amfetamín, kókaín og fleiri lyf í blóði. Í skýrslu réttarmeinarfræðings kom fram að þegar átökin við lögreglu stóðu yfir hafi konan verið með óráði vegna fíkniefnaneyslu. Líkamlegt álag hafi aukist til muna vegna átaka við lögreglu. Þvinguð lega hennar á grúfu við handtökuna, með þrýstingi á brjóstkassa í langan tíma, gæti hafa hamlað öndunargetu hennar. Saman hefðu þessi þættir getað hafa leitt til dauða hennar. Við rannsóknina voru lögreglumennirnir látnir sviðsetja handtökuna. Þeir sem annast kennslu lögreglumanna voru meðal viðstaddra og var það mat þeirra að viðurkenndum handtökuaðferðum hefði verið beitt. Réttarmeinafræðingurinn var einnig viðstaddur sviðsetninguna og skilaði viðbótaráliti og var niðurstaðan afgerandi. Þar er staðhæft að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. Þvinguð lega hennar hafi haft áhrif á öndunargetu.Engar upptökur til Þá mælti réttarmeinafræðingurinn með ítarlegri greiningu aðgerðarsérfræðings á atburðarásinni. Eftir því sem fréttastofa kemst næst fór slík greining ekki fram á meðan málið var á borði héraðssaksóknara en ekki er fjallað um hana í úrskurðinum. Í rökstuðningi héraðssaksóknara fyrir niðurfellingunni í ágúst sagði að engar upptökur væru til af atvikum, einungis eitt vitni hefði séð atvikið óljóst. Lögreglumennirnir tveir segi aðferðirnar hafa verið viðurkenndar og vísað er í fyrrnefnt mat sérfræðings lögreglunnar á sviðsetningunni. Málið var ekki talið líklegt til sakfellis og fellt niður af héraðssaksóknara. Sú ákvörðun hefur verið staðfest.Frétt Stöðvar 2 frá því í ágúst má sjá hér að neðan. Fíkniefnavandinn Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur segir lögreglu hafa átt þátt í dauða ungrar konu Foreldrar ungrar konu sem lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni í apríl síðastliðnum hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins til ríkissaksóknara. Tveir lögreglumenn voru sakborningar í málinu. Í skýrslu réttarmeinarfræðings segir að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. 24. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara að fella niður mál ungrar konu sem lést í apríl síðastliðnum eftir að hafa verið handtekin af lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta staðfestir Einar Tryggvason saksóknari hjá ríkissaksóknara í svari við fyrirspurn fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Tveir lögreglumenn höfðu réttarstöðu sakbornings í málinu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í ágúst þar sem fram kom að lögreglumennirnir hafi haft afskipti af ungu konunni sem var í geðrofi. Þeir hafi elt hana inn í bakgarð í miðbæ Reykjavíkur þar sem þeir handtóku hana. Skömmu síðar hafi hún verið með skerta meðvitund. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var konan úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Aðeins eitt vitni var að handtökunni en það var statt innan við glugga og sá atburðinn óglöggt. Vitnið sagði lögreglumennina hafa haldið stúlkunni niðri á mjög „agressívan“ hátt. Vitnið kvaðst hafa heyrt bæld öskur en þó ekki séð lögreglumennina halda fyrir munn hennar.Látnir sviðsetja handtökuna Konan hafði verið í samkvæmi um kvöldið þar sem mikið var um fíkniefni og mældist hún með amfetamín, kókaín og fleiri lyf í blóði. Í skýrslu réttarmeinarfræðings kom fram að þegar átökin við lögreglu stóðu yfir hafi konan verið með óráði vegna fíkniefnaneyslu. Líkamlegt álag hafi aukist til muna vegna átaka við lögreglu. Þvinguð lega hennar á grúfu við handtökuna, með þrýstingi á brjóstkassa í langan tíma, gæti hafa hamlað öndunargetu hennar. Saman hefðu þessi þættir getað hafa leitt til dauða hennar. Við rannsóknina voru lögreglumennirnir látnir sviðsetja handtökuna. Þeir sem annast kennslu lögreglumanna voru meðal viðstaddra og var það mat þeirra að viðurkenndum handtökuaðferðum hefði verið beitt. Réttarmeinafræðingurinn var einnig viðstaddur sviðsetninguna og skilaði viðbótaráliti og var niðurstaðan afgerandi. Þar er staðhæft að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. Þvinguð lega hennar hafi haft áhrif á öndunargetu.Engar upptökur til Þá mælti réttarmeinafræðingurinn með ítarlegri greiningu aðgerðarsérfræðings á atburðarásinni. Eftir því sem fréttastofa kemst næst fór slík greining ekki fram á meðan málið var á borði héraðssaksóknara en ekki er fjallað um hana í úrskurðinum. Í rökstuðningi héraðssaksóknara fyrir niðurfellingunni í ágúst sagði að engar upptökur væru til af atvikum, einungis eitt vitni hefði séð atvikið óljóst. Lögreglumennirnir tveir segi aðferðirnar hafa verið viðurkenndar og vísað er í fyrrnefnt mat sérfræðings lögreglunnar á sviðsetningunni. Málið var ekki talið líklegt til sakfellis og fellt niður af héraðssaksóknara. Sú ákvörðun hefur verið staðfest.Frétt Stöðvar 2 frá því í ágúst má sjá hér að neðan.
Fíkniefnavandinn Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur segir lögreglu hafa átt þátt í dauða ungrar konu Foreldrar ungrar konu sem lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni í apríl síðastliðnum hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins til ríkissaksóknara. Tveir lögreglumenn voru sakborningar í málinu. Í skýrslu réttarmeinarfræðings segir að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. 24. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Réttarmeinafræðingur segir lögreglu hafa átt þátt í dauða ungrar konu Foreldrar ungrar konu sem lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni í apríl síðastliðnum hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins til ríkissaksóknara. Tveir lögreglumenn voru sakborningar í málinu. Í skýrslu réttarmeinarfræðings segir að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. 24. ágúst 2019 19:00