Liverpool komst í 2-0 eftir stundarfjórðung með mörkum frá Divock Origi og Xherdan Shaqiri en Michael Keane minnkaði muninn á 21. mínútu.
Divock Origi og Sadio Mane komu Liverpool svo í 4-1 fyrir hlé en Richarlison lagaði stöðuna fyrir þá bláklæddu áður en liðin gengu til búningsherbergja.
Það var athyglisverð tölfræði sem birtist hjá tölfræðiveitunni OptaJoe í hálfleik á leiknum í gær en öll sex skot fyrri hálfleiksins fóru í netið.
6 - All six shots on target in the first half of Liverpool's game with Everton were scored. Glorious. pic.twitter.com/R6sT20oZvF
— OptaJoe (@OptaJoe) December 4, 2019
Liverpool átti fjögur skot á markið hjá Everton sem fóru öll beint í netið og sömu sögu má segja af þeim tveimur skotum sem Everton átti á markið.
Liverpool eftir sigurinn áfram taplaust á toppi deildarinnar en liðið er með átta stiga forskot á Leicester sem er í öðru sætinu.
Everton er komið í fallsæti en liðið er með fjórtán stig eftir fimmtán leiki.