Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2019 12:48 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir að miðað við þær tillögur sem nú er unnið útfrá gæti miðhálendisþjóðgarður orðið sá stærsti eða næststærsti í Evrópu. Vísir/vilhelm Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu nái fyrirliggjandi tillögur fram að ganga. Umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fékk í gær í hendur skýrslu nefndar sem vann tillögur að því hvernig mætti standa að stofnun miðhálendisþjóðgarðs á Íslandi. Nefndin var skipuð fulltrúum allra flokka á þingi og fulltrúum sveitarfélaga og ráðuneyta. „Þetta eru þá þeirra tillögur um hvernig megi standa að því, yfir hve stórt svæði hann eigi að ná, hvers konar stjórnfyrirkomulag eigi að vera og svo framvegis,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég tel þetta vera þjóðgarð á miðhálendinu, geta orðið okkar stærsta framlag til náttúruverndar fyrr og síðar á Íslandi.“ Hann muni byggja lagafrumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á tillögum nefndarinnar. Tillögurnar nýtist svo áfram í framhaldinu. Í gær var framlengdur umsagnarfrestur í samráðsgátt stjórnvalda um áform um frumvarp til laga um hálendisþjóðgarð framlengdur til 9. desember. Þegar hafa borist bæði jákvæðar og neikvæðar umsagnir um áformin. Meðal þeirra sem lýsa efasemdum er sveitarfélagið Skagafjörður sem segir í umsögn sinni að með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu sé verið að skerða skipulagsvald sveitarfélaganna. Því kveðst ráðherra ósammála. „Ég tel svo ekki vera. Því að stjórnfyrirkomulagið sem við erum að koma upp er með þeim hætti að þar er í rauninni bæði ríki og sveitarfélög sem koma að allri stefnumótun og að auki við það líka félagasamtök, aðilar í ferðaþjónustu og frá bændum eins og þetta er lagt fram í gegnum sérstök svæðisráð sem eiga að móta stjórnunar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann líti svo á að stofnun þjóðgarðs sé gott stjórntæki og slíkt skref væri ekki aðeins jákvætt í þágu náttúruverndar heldur einnig efnahagslega. „Rannsóknir hérna heima á Íslandi hafa sýnt að fyrir hverja krónu sem hið opinbera er að setja inn í þjóðgarða og friðlýst svæði séu 23 að skila sér til þjóðarbúsins til baka,“ segir Guðmundur Ingi. Miðað við fyrirliggjandi tillögur er um nokkuð stórt svæði að ræða. „Svæðið er sem að þarna er lagt til um 33% af landinu og nú þegar er reyndar helmingurinn af því innan Vatnajökulsþjóðgarðs og annarra friðlýstra svæða á hálendinu og mér skilst að þetta yrði sá stærsti í Evrópu, og ef ekki þá sá næst stærsti. Við skulum hafa þann varann á,“ segir Guðmundur Ingi. Alþingi Loftslagsmál Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu nái fyrirliggjandi tillögur fram að ganga. Umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fékk í gær í hendur skýrslu nefndar sem vann tillögur að því hvernig mætti standa að stofnun miðhálendisþjóðgarðs á Íslandi. Nefndin var skipuð fulltrúum allra flokka á þingi og fulltrúum sveitarfélaga og ráðuneyta. „Þetta eru þá þeirra tillögur um hvernig megi standa að því, yfir hve stórt svæði hann eigi að ná, hvers konar stjórnfyrirkomulag eigi að vera og svo framvegis,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég tel þetta vera þjóðgarð á miðhálendinu, geta orðið okkar stærsta framlag til náttúruverndar fyrr og síðar á Íslandi.“ Hann muni byggja lagafrumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á tillögum nefndarinnar. Tillögurnar nýtist svo áfram í framhaldinu. Í gær var framlengdur umsagnarfrestur í samráðsgátt stjórnvalda um áform um frumvarp til laga um hálendisþjóðgarð framlengdur til 9. desember. Þegar hafa borist bæði jákvæðar og neikvæðar umsagnir um áformin. Meðal þeirra sem lýsa efasemdum er sveitarfélagið Skagafjörður sem segir í umsögn sinni að með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu sé verið að skerða skipulagsvald sveitarfélaganna. Því kveðst ráðherra ósammála. „Ég tel svo ekki vera. Því að stjórnfyrirkomulagið sem við erum að koma upp er með þeim hætti að þar er í rauninni bæði ríki og sveitarfélög sem koma að allri stefnumótun og að auki við það líka félagasamtök, aðilar í ferðaþjónustu og frá bændum eins og þetta er lagt fram í gegnum sérstök svæðisráð sem eiga að móta stjórnunar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann líti svo á að stofnun þjóðgarðs sé gott stjórntæki og slíkt skref væri ekki aðeins jákvætt í þágu náttúruverndar heldur einnig efnahagslega. „Rannsóknir hérna heima á Íslandi hafa sýnt að fyrir hverja krónu sem hið opinbera er að setja inn í þjóðgarða og friðlýst svæði séu 23 að skila sér til þjóðarbúsins til baka,“ segir Guðmundur Ingi. Miðað við fyrirliggjandi tillögur er um nokkuð stórt svæði að ræða. „Svæðið er sem að þarna er lagt til um 33% af landinu og nú þegar er reyndar helmingurinn af því innan Vatnajökulsþjóðgarðs og annarra friðlýstra svæða á hálendinu og mér skilst að þetta yrði sá stærsti í Evrópu, og ef ekki þá sá næst stærsti. Við skulum hafa þann varann á,“ segir Guðmundur Ingi.
Alþingi Loftslagsmál Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira