Icelandair lagt í mikla vinnu við að skoða Hvassahraun Kristján Már Unnarsson skrifar 3. desember 2019 13:27 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Mynd/Vilhelm. Icelandair hefur á eigin vegum lagt mikla vinnu í að skoða kosti nýs alþjóðaflugvallar í Hvassahrauni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að þegar horft sé á málið áratugi fram í tímann sé það engin spurning að hagkvæmt sé fyrir þjóðfélagið og ferðaþjónustuna að hafa einn sameiginlegan innanlands- og millilandaflugvöll á suðvesturhorni landsins. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar.Ein útfærslan á innanlands- og millilandaflugvelli í Hvassahrauni. Flugbrautir eru teiknaðar í brautarstefnu til að snúa beint upp í erfiðustu vindáttir, miðað við niðurstöður sem þegar liggja fyrir úr veðurfarsrannsóknum. Hér er norðvestur-suðaustur flugbraut sýnd sunnan við flugstöðTeikning/Goldberg Partners International.Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var greint frá því að ráðamenn Icelandair vilja að haldið verði áfram að skoða þann möguleika að gert verði ráð fyrir millilandaflugvelli í Hvassahrauni. Sjá hér: Icelandair vill skoða Hvassahraun fyrir bæði innanlands- og millilandaflug „Horfandi marga áratugi fram í tímann þá held ég að það sé engin spurning að það sé hagkvæmt fyrir þjóðfélagið og ferðaþjónustuna að hafa sameiginlegan völl hér á suðvesturhorninu fyrir innanlands- og millilandaflug, þar sem er hægt að tengja þessi flug betur saman, - koma ferðamönnum betur út á land. Þannig að þessi þjónusta okkar, eigum við að segja, verði smurðari,“ segir Bogi Nils. „Ég held að það sé engin spurning að til lengri tíma þá er það þjóðhagslega hagkvæmt, ef við horfum til tuga ára. En þetta er mjög stór ákvörðun og fjárfesting sem þarf að fara mjög vandlega yfir.“Flugvöllur í Hvassahrauni yrði um 20 kílómetra frá miðborg Reykjavíkur. Fjær má sjá álverið í Straumsvík og byggðina í Hafnarfirði. Norðvestur-suðaustur flugbraut er hér sýnd norðan við flugstöð.Mynd/Goldberg Partners International.Athygli vakti í frétt Stöðvar 2 að búið er leggja talsverða vinnu í að teikna upp hvernig flugvöllur í Hvassahrauni gæti litið út. „Við höfum unnið talsverða vinnu hér innanhúss á undanförnum árum og niðurstöður þeirrar vinnu eru alltaf sú að þetta er hagkvæmur kostur, sem við eigum að skoða frekar. En ég ítreka enn og aftur: Þetta er mjög stór fjárfesting, stór ákvörðun, og á sama tíma erum við að fjárfesta í Keflavík. Þannig að þetta er mjög erfitt og flókið viðfangsefni,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hér má heyra frétt Bylgjunnar: Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Hafnarfjörður Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Vogar Tengdar fréttir Hvassahraun skoðað undir alþjóðaflugvöll Nýr flugvöllur í Hvassahrauni, sem myndi þjóna bæði millilanda- og innanlandsflugi, er nú til ítarlegrar skoðunar á vegum Rögnunefndar. 11. apríl 2015 19:45 Icelandair vill sameiginlegan innanlands- og alþjóðaflugvöll Það er mat Icelandair Group að best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu til langs tíma litið. 2. desember 2019 14:30 Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30 Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Icelandair hefur á eigin vegum lagt mikla vinnu í að skoða kosti nýs alþjóðaflugvallar í Hvassahrauni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að þegar horft sé á málið áratugi fram í tímann sé það engin spurning að hagkvæmt sé fyrir þjóðfélagið og ferðaþjónustuna að hafa einn sameiginlegan innanlands- og millilandaflugvöll á suðvesturhorni landsins. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar.Ein útfærslan á innanlands- og millilandaflugvelli í Hvassahrauni. Flugbrautir eru teiknaðar í brautarstefnu til að snúa beint upp í erfiðustu vindáttir, miðað við niðurstöður sem þegar liggja fyrir úr veðurfarsrannsóknum. Hér er norðvestur-suðaustur flugbraut sýnd sunnan við flugstöðTeikning/Goldberg Partners International.Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var greint frá því að ráðamenn Icelandair vilja að haldið verði áfram að skoða þann möguleika að gert verði ráð fyrir millilandaflugvelli í Hvassahrauni. Sjá hér: Icelandair vill skoða Hvassahraun fyrir bæði innanlands- og millilandaflug „Horfandi marga áratugi fram í tímann þá held ég að það sé engin spurning að það sé hagkvæmt fyrir þjóðfélagið og ferðaþjónustuna að hafa sameiginlegan völl hér á suðvesturhorninu fyrir innanlands- og millilandaflug, þar sem er hægt að tengja þessi flug betur saman, - koma ferðamönnum betur út á land. Þannig að þessi þjónusta okkar, eigum við að segja, verði smurðari,“ segir Bogi Nils. „Ég held að það sé engin spurning að til lengri tíma þá er það þjóðhagslega hagkvæmt, ef við horfum til tuga ára. En þetta er mjög stór ákvörðun og fjárfesting sem þarf að fara mjög vandlega yfir.“Flugvöllur í Hvassahrauni yrði um 20 kílómetra frá miðborg Reykjavíkur. Fjær má sjá álverið í Straumsvík og byggðina í Hafnarfirði. Norðvestur-suðaustur flugbraut er hér sýnd norðan við flugstöð.Mynd/Goldberg Partners International.Athygli vakti í frétt Stöðvar 2 að búið er leggja talsverða vinnu í að teikna upp hvernig flugvöllur í Hvassahrauni gæti litið út. „Við höfum unnið talsverða vinnu hér innanhúss á undanförnum árum og niðurstöður þeirrar vinnu eru alltaf sú að þetta er hagkvæmur kostur, sem við eigum að skoða frekar. En ég ítreka enn og aftur: Þetta er mjög stór fjárfesting, stór ákvörðun, og á sama tíma erum við að fjárfesta í Keflavík. Þannig að þetta er mjög erfitt og flókið viðfangsefni,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hér má heyra frétt Bylgjunnar:
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Hafnarfjörður Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Vogar Tengdar fréttir Hvassahraun skoðað undir alþjóðaflugvöll Nýr flugvöllur í Hvassahrauni, sem myndi þjóna bæði millilanda- og innanlandsflugi, er nú til ítarlegrar skoðunar á vegum Rögnunefndar. 11. apríl 2015 19:45 Icelandair vill sameiginlegan innanlands- og alþjóðaflugvöll Það er mat Icelandair Group að best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu til langs tíma litið. 2. desember 2019 14:30 Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30 Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Hvassahraun skoðað undir alþjóðaflugvöll Nýr flugvöllur í Hvassahrauni, sem myndi þjóna bæði millilanda- og innanlandsflugi, er nú til ítarlegrar skoðunar á vegum Rögnunefndar. 11. apríl 2015 19:45
Icelandair vill sameiginlegan innanlands- og alþjóðaflugvöll Það er mat Icelandair Group að best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu til langs tíma litið. 2. desember 2019 14:30
Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30
Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13