Samherji segir upp öllum skipverjum á stærsta línuveiðiskipinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2019 10:27 Átján skipverjar á Önnu EA305 eru án vinnu. Vísir/SigurjónÓ Öllum átján skipverjum Önnu EA 305, stærsta línuveiðiskipi Samherja, var sagt upp í gær. Skipstjórinn segir aldrei gaman að fá slík tíðindi en sumir hverjir hafi átt von á þessu. Mikið viðhald og lagfæringar á skipinu eru nauðsynlegar en engar ákvarðarnir höfðu verið teknar um að ráðast í þær. Smári Rúnar Hjálmtýsson, skipstjóri á Önnu EA 305, var um borð í skipinu að setja upp jólaseríu með vélstjóranum þegar blaðamaður náði af honum tali. Hann segir tíðindin hafa borist í gær en þá kom Anna til hafnar á Akureyri þar sem landað var. „Það þarf að gera stórar lagfæringar á skipinu, laga stöðugleikann og svo liggur fyrir vélarúttekt. Þannig að það eru stórir póstar fram undan í viðhaldi og lagfæringum,“ segir Smári Rúnar. Kostnaður upp á að minnsta kosti tugi milljóna króna. Yfirmenn hjá Samherja hafi hins vegar ekki tekið neinar ákvarðanir um breytingar á skipinu.Anna EA 305 á siglingu í Eyjafirði.SamherjiAnna EA 305 er línuveiðiskip, 52 metra langt og 11 metra breitt en það var smíðað í Noregi árið 2001. Smári segir allan fókus hafa verið á grálúðu undanfarin tvö ár. Það sé meðal annars þess vegna sem gera þurfi breytingar á skipinu, svo það henti betur við slíkar veiðar. Skipið hefur mest verið við veiðar fyrir Austfjörðum þar sem landað hefur verið á Neskaupstað. Misjafnt sé hve langur uppsagnarfrestur skipverjanna sé, það fari eftir starfstíma hvers og eins. „Það er aldrei gaman að fá uppsagnir en svona er þetta,“ segir Smári. Þeir hafi sumir hverjir allt eins átt von á tíðindunum enda hafði ekkert heyrst frá yfirmönnum Samherja varðandi nauðsynlegar lagfæringar. Ekki náðist í Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóra Samherja, við vinnslu fréttarinnar. Samherji hefur verið í kastljósinu undanfarnar vikur vegna ásakana um mútugreiðslur til að komast yfir kvóta í Namibíu. Þorsteinn Már Baldvinsson steig úr stóli forstjóra á meðan málið er til rannsóknar. Sex embættismenn hafa verið ákærðir í Namibíu vegna málsins. Það er á borði héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra hér á landi. Akureyri Samherjaskjölin Sjávarútvegur Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Öllum átján skipverjum Önnu EA 305, stærsta línuveiðiskipi Samherja, var sagt upp í gær. Skipstjórinn segir aldrei gaman að fá slík tíðindi en sumir hverjir hafi átt von á þessu. Mikið viðhald og lagfæringar á skipinu eru nauðsynlegar en engar ákvarðarnir höfðu verið teknar um að ráðast í þær. Smári Rúnar Hjálmtýsson, skipstjóri á Önnu EA 305, var um borð í skipinu að setja upp jólaseríu með vélstjóranum þegar blaðamaður náði af honum tali. Hann segir tíðindin hafa borist í gær en þá kom Anna til hafnar á Akureyri þar sem landað var. „Það þarf að gera stórar lagfæringar á skipinu, laga stöðugleikann og svo liggur fyrir vélarúttekt. Þannig að það eru stórir póstar fram undan í viðhaldi og lagfæringum,“ segir Smári Rúnar. Kostnaður upp á að minnsta kosti tugi milljóna króna. Yfirmenn hjá Samherja hafi hins vegar ekki tekið neinar ákvarðanir um breytingar á skipinu.Anna EA 305 á siglingu í Eyjafirði.SamherjiAnna EA 305 er línuveiðiskip, 52 metra langt og 11 metra breitt en það var smíðað í Noregi árið 2001. Smári segir allan fókus hafa verið á grálúðu undanfarin tvö ár. Það sé meðal annars þess vegna sem gera þurfi breytingar á skipinu, svo það henti betur við slíkar veiðar. Skipið hefur mest verið við veiðar fyrir Austfjörðum þar sem landað hefur verið á Neskaupstað. Misjafnt sé hve langur uppsagnarfrestur skipverjanna sé, það fari eftir starfstíma hvers og eins. „Það er aldrei gaman að fá uppsagnir en svona er þetta,“ segir Smári. Þeir hafi sumir hverjir allt eins átt von á tíðindunum enda hafði ekkert heyrst frá yfirmönnum Samherja varðandi nauðsynlegar lagfæringar. Ekki náðist í Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóra Samherja, við vinnslu fréttarinnar. Samherji hefur verið í kastljósinu undanfarnar vikur vegna ásakana um mútugreiðslur til að komast yfir kvóta í Namibíu. Þorsteinn Már Baldvinsson steig úr stóli forstjóra á meðan málið er til rannsóknar. Sex embættismenn hafa verið ákærðir í Namibíu vegna málsins. Það er á borði héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra hér á landi.
Akureyri Samherjaskjölin Sjávarútvegur Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira