Telur að líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2019 07:45 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, segist taka ábendingum um fjárhagsvanda kirkjugarðanna alvarlega. vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, telur að bæði líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila. Slíkur rekstur þurfi ekki endilega að vera innan kirkjugarðanna sjálfra. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag var fjallað um fjárhagsvanda kirkjugarðanna í Reykjavík og rætt við Þórstein Ragnarsson, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Þar kom fram að hann treysti sér ekki til þess að reka áfram bálstofu og líkhús í Fossvogi vegna skorts á fjármagni. Fyrir tveimur árum var rekstrarvandinn orðinn svo alvarlegur að Þórsteinn hugðist leggja til að loka Fossvogskirkju, kapellu, bænhúsi og líkhúsi, en ákveðið var að reyna til þrautar. „En nú er svo komið að ég kynnti það á vetrarfundi núna fyrir hálfum mánuði að ég treysti mér ekki til að halda áfram að reka áfram þessar deildir, það er bálstofuna og líkhúsið. Það stefnir í algjört óefni,“ sagði Þórsteinn. Bálstofan í Fossvogi er sú eina á landinu og orðin 72 ára gömul. Þá er líkhúsið, sem þjónar í raun öllu landinu, litlu yngra. Starfsemi bálstofunnar og líkhússins er rekin á undanþágum hjá Vinnueftirlitinu og Heilbrigðiseftirlitinu en undanfarin ár hefur verulega verið dregið úr viðhaldi mannvirkja kirkjugarðanna.Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma segir mikinn fjárhagsvanda hjá stofnuninni.vísir/vilhelmLosnar um allt að 100 milljónir með nýju samkomu milli ríkis og kirkju Innt eftir viðbrögðum við orðum Þórsteins segir Áslaug Arna að hún taki auðvitað öllum ábendingum alvarlega. „Það er aftur á móti svo að það voru settar auka 40 milljóna króna framlag í síðustu fjárlögum á milli 2018 og 2019 þar sem framlögin hækkuðu þá um 10 prósent til kirkjugarðanna. Síðan er auðvitað með nýju samkomulagi milli ríkis og kirkju frá því í september ljóst að þá hætta kirkjugarðar að greiða til presta vegna útfara. Þá mun losna um 90 til 100 milljónir króna að sama skapi. Það er auðvitað ekki alltaf þannig að lausnin felist í auknum fjármunum heldur þarf stundum að finna líka nýjar lausnir á gamalkunnum vandamálum eins og þessum,“ segir Áslaug.En teljið þið jafnvel að það færi kannski betur á því að einkaaðili sæi um bálfarir hér á landi? „Já, ég held að bæði líkhús og bálfarir gætu verið á höndum einkaaðila og þurfa ekki endilega að vera á höndum kirkjugarðanna. Það er auðvitað ljóst að kirkjugarðarnir eigi kannski að hafa það forgangsatriði, umönnun og staða garðanna sjálfra og annað gæti verið í höndum annarra.“Viðtal Birgis Olgeirssonar, fréttamanns, við dóms- og kirkjumálaráðherra, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, telur að bæði líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila. Slíkur rekstur þurfi ekki endilega að vera innan kirkjugarðanna sjálfra. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag var fjallað um fjárhagsvanda kirkjugarðanna í Reykjavík og rætt við Þórstein Ragnarsson, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Þar kom fram að hann treysti sér ekki til þess að reka áfram bálstofu og líkhús í Fossvogi vegna skorts á fjármagni. Fyrir tveimur árum var rekstrarvandinn orðinn svo alvarlegur að Þórsteinn hugðist leggja til að loka Fossvogskirkju, kapellu, bænhúsi og líkhúsi, en ákveðið var að reyna til þrautar. „En nú er svo komið að ég kynnti það á vetrarfundi núna fyrir hálfum mánuði að ég treysti mér ekki til að halda áfram að reka áfram þessar deildir, það er bálstofuna og líkhúsið. Það stefnir í algjört óefni,“ sagði Þórsteinn. Bálstofan í Fossvogi er sú eina á landinu og orðin 72 ára gömul. Þá er líkhúsið, sem þjónar í raun öllu landinu, litlu yngra. Starfsemi bálstofunnar og líkhússins er rekin á undanþágum hjá Vinnueftirlitinu og Heilbrigðiseftirlitinu en undanfarin ár hefur verulega verið dregið úr viðhaldi mannvirkja kirkjugarðanna.Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma segir mikinn fjárhagsvanda hjá stofnuninni.vísir/vilhelmLosnar um allt að 100 milljónir með nýju samkomu milli ríkis og kirkju Innt eftir viðbrögðum við orðum Þórsteins segir Áslaug Arna að hún taki auðvitað öllum ábendingum alvarlega. „Það er aftur á móti svo að það voru settar auka 40 milljóna króna framlag í síðustu fjárlögum á milli 2018 og 2019 þar sem framlögin hækkuðu þá um 10 prósent til kirkjugarðanna. Síðan er auðvitað með nýju samkomulagi milli ríkis og kirkju frá því í september ljóst að þá hætta kirkjugarðar að greiða til presta vegna útfara. Þá mun losna um 90 til 100 milljónir króna að sama skapi. Það er auðvitað ekki alltaf þannig að lausnin felist í auknum fjármunum heldur þarf stundum að finna líka nýjar lausnir á gamalkunnum vandamálum eins og þessum,“ segir Áslaug.En teljið þið jafnvel að það færi kannski betur á því að einkaaðili sæi um bálfarir hér á landi? „Já, ég held að bæði líkhús og bálfarir gætu verið á höndum einkaaðila og þurfa ekki endilega að vera á höndum kirkjugarðanna. Það er auðvitað ljóst að kirkjugarðarnir eigi kannski að hafa það forgangsatriði, umönnun og staða garðanna sjálfra og annað gæti verið í höndum annarra.“Viðtal Birgis Olgeirssonar, fréttamanns, við dóms- og kirkjumálaráðherra, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Sjá meira