Tuttugu börn voru alveg laus í bílum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. desember 2019 10:11 57 leikskólar víða um land voru heimsóttir og athuguðu starfsmenn Landsbjargar og Samgöngustofu hvernig búið var um börn í bílum þegar komið var með þau til skólans. vísir/vilhelm Könnun sem Landsbjörg og Samgöngustofa gerður fyrr á árinu um öryggi barna í bílum leiddi í ljós að alls voru tuttugu börn alveg laus í bílum og þar af leiðandi í mikilli hættu. Þá voru 83 börn einungis í öryggisbeltum sem telst ekki fullnægjandi búnaður með tilliti til hæðar og þyngdar barnsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Samgöngustofu. Í ár var gerð könnun á 2088 börnum. 57 leikskólar víða um land voru heimsóttir og athuguðu sjálfboðaliðar úr slysavarnadeildum og björgunarsveitum víðs vegar um landið og starfsmenn Samgöngustofu hvernig búið var um börn í bílum þegar komið var með þau til skólans. „Könnunin staðfestir mjög góðan árangur sem helst má sjá í því að árið 1985 voru 80% barna í engum búnaði – ekki einu sinni öryggisbeltum – en nú á þessu ári eru þau aðeins 1%. 10 ára meðaltal alvarlega slasaðra barna og látinna í umferðinni er nú 17,5 en árið 1996 var meðaltalið 39,6. Þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun er það hins vegar áhyggjuefni að 20 börn voru alveg laus í bílum og 83 voru í öryggisbeltum sem telst ekki nægjanlega öruggur búnaður með tilliti til hæðar þeirra og þyngdar. Vitnisburður um þær áherslur sem lagðar á öryggi barna í bílum í dag er að á Meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans fer ekkert foreldri heim með barn sitt nema að undangenginni fræðslu um rétta notkun öryggisbúnaðar í bílum. Sú fræðsla felst m.a. í því að kenna foreldrum að festa beltin rétt, að þess sé gætt að þau séu ekki snúin, að þau séu ekki of slök eða of strekkt, að stóllinn sé ekki skaddaður eða of gamall o.s.frv. Þessi fræðsla er tryggð öllum foreldrum sama hverrar þjóðar þeir eru,“ segir í tilkynningu Samgöngustofu en niðurstöður rannsóknarinnar má nálgast hér. Börn og uppeldi Umferðaröryggi Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Könnun sem Landsbjörg og Samgöngustofa gerður fyrr á árinu um öryggi barna í bílum leiddi í ljós að alls voru tuttugu börn alveg laus í bílum og þar af leiðandi í mikilli hættu. Þá voru 83 börn einungis í öryggisbeltum sem telst ekki fullnægjandi búnaður með tilliti til hæðar og þyngdar barnsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Samgöngustofu. Í ár var gerð könnun á 2088 börnum. 57 leikskólar víða um land voru heimsóttir og athuguðu sjálfboðaliðar úr slysavarnadeildum og björgunarsveitum víðs vegar um landið og starfsmenn Samgöngustofu hvernig búið var um börn í bílum þegar komið var með þau til skólans. „Könnunin staðfestir mjög góðan árangur sem helst má sjá í því að árið 1985 voru 80% barna í engum búnaði – ekki einu sinni öryggisbeltum – en nú á þessu ári eru þau aðeins 1%. 10 ára meðaltal alvarlega slasaðra barna og látinna í umferðinni er nú 17,5 en árið 1996 var meðaltalið 39,6. Þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun er það hins vegar áhyggjuefni að 20 börn voru alveg laus í bílum og 83 voru í öryggisbeltum sem telst ekki nægjanlega öruggur búnaður með tilliti til hæðar þeirra og þyngdar. Vitnisburður um þær áherslur sem lagðar á öryggi barna í bílum í dag er að á Meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans fer ekkert foreldri heim með barn sitt nema að undangenginni fræðslu um rétta notkun öryggisbúnaðar í bílum. Sú fræðsla felst m.a. í því að kenna foreldrum að festa beltin rétt, að þess sé gætt að þau séu ekki snúin, að þau séu ekki of slök eða of strekkt, að stóllinn sé ekki skaddaður eða of gamall o.s.frv. Þessi fræðsla er tryggð öllum foreldrum sama hverrar þjóðar þeir eru,“ segir í tilkynningu Samgöngustofu en niðurstöður rannsóknarinnar má nálgast hér.
Börn og uppeldi Umferðaröryggi Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira