Líkir gagnrýni á Liverpool liðið í dag við fræga gagnrýni á „Hvítu plötu“ Bítlanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 09:00 Til vinstri John Lennon og Paul McCartney en til hægri sést þegar Jürgen Klopp tók Mohamed Salah af velli um helgina. Samsett/Getty Enskur knattspyrnuspekingur minnist „Hvítu plötu“ Bítlanna frá árinu 1968 þegar hann skrifar um topplið ensku úrvalsdeildarinnar en Liverpool vann enn einn nauma sigurinn um helgina. Liverpool liðið er ekki sannfærandi þessi misserin en vinnur alla leiki. Liverpool er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og hefur náð í 40 af 42 stigum í boði fyrstu fjóra mánuði tímabilsins. Það er ekki hægt að gagnrýna stigasöfnun liðsins en sumir hafa áhyggjur af ekki alltof sannfærandi spilamennsku liðsins. Pistahöfundur Telegraph veltir nefnilega fyrir sér gengi Liverpool liðsins sem hefur ekki verið alltof sannfærandi þrátt fyrir þrettán sigra í fyrstu fjórtán deildarleikjum ensku úrvalsdeildarinnar og öruggt forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. „Það er eitthvað að hjá Liverpool liðinu. Að skrifa þessa setningu virðist vera alveg fáránlegt ef við lítum á þrettán sigra í fjórtán leikjum og það að Liverpool er með ellefu stiga forskot á Manchester City sem er það lið sem Liverpool óttast mest að geta komist á viðlíka sigurgöngu,“ byrjar Chris Bascombe pistil sinn í Telegraph.Perfectly imperfect Liverpool keep finding new ways to make winning run dramatic @_ChrisBascombe#LFChttps://t.co/P10xqAMGvV — Telegraph Football (@TeleFootball) December 1, 2019„Upp í hugann kemur því fræg gagnrýni í New York Times frá árinu 1968 þegar gagnrýnandi blaðsins fann að „Hvítu plötu“ Bítlanna og lýsti því yfir að þeir hefðu gert svo miklu betur á öðrum plötum sínum. Hann var þá að gagnrýna þá plötu í dag sem er að mörgum talin vera eitt mesta listræn afrek í popptónlist,“ skrifaði Chris Bascombe. Hann rifjar líka upp frægt svar John Lennon við þessari gagnrýni en þar sagðist Lennon að honum þætt leitt að gagnrýnandinn væri svona hrifinn af gamla efninu þeirra því að Bítlarnir hefðu fullorðnast: „I am sorry you like the old moptops and A Hard Day’s Night, dear, but I have grown up.“ Bascombe hefur smá samvisku þegar hann finnur að frammistöðu Liverpool að undanförnu en það fer ekkert fram hjá honum né öðrum að Liverpool leikmennirnir hafa margir verið ólíkir sjálfum sér á þessari leiktíð. Chris Bascombe heldur áfram að afsaka sig að þurfa að gagnrýna leik Liverpool liðsins. „Það þarf líklega að vera með meirapróf í dónaskap að velta því upp af hverju þeir fremstu þrír ná ekki eins vel saman og áður eða hvernig liði eins og Brighton tókst að stjórna stórum hluta leiksins á Anfield,“ skrifar Bascombe. Hann nefnir einnig til kuldaleg viðbrögð Mohamed Salah gagnvart Jürgen Klopp þegar Egyptinn var tekinn af velli eftir einn eina slöku frammistöðuna. Bascombe bendir síðan á það að sjö af þrettán sigrum Liverpool í vetur hafa verið 2-1 sigrar. Liðið hefur ekki haldið marki sínu hreinu síðan í september. „Liðið hefur verið sannkallað kameljón og dottið niður á getustig andstæðinganna hvort sem það eru Manchester City, Brighton eða Crystal Palace. Liðið hefur aðeins gert það sem þarf til að vinna,“ skrifar Chris Bascombe. Liverpool vann oft áður leiki með sannfærandi hætti þar sem liðið raðaði inn mörkum. Það hefur verið lítið um það í vetur en Chris Bascombe skrifar að sú staðreynd að Liverpool þarf ekki lengur slíka frammistöðu til þess að krækja í öll þrjú stigin ætti að gefa Jürgen Klopp tækifæri til að rifja upp frægt svar John Lennon með því að svara af sama meiði: „I am sorry you like the old 5-4 wins, dear, but Liverpool have grown up.“ eða „Mér þykir leitt að þú sé svona hrifinn af gömlu 5-4 sigrunum en Liverpool liðið hefur fullorðnast.“ Það má finna allan pistil Chris Bascombe með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Enskur knattspyrnuspekingur minnist „Hvítu plötu“ Bítlanna frá árinu 1968 þegar hann skrifar um topplið ensku úrvalsdeildarinnar en Liverpool vann enn einn nauma sigurinn um helgina. Liverpool liðið er ekki sannfærandi þessi misserin en vinnur alla leiki. Liverpool er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og hefur náð í 40 af 42 stigum í boði fyrstu fjóra mánuði tímabilsins. Það er ekki hægt að gagnrýna stigasöfnun liðsins en sumir hafa áhyggjur af ekki alltof sannfærandi spilamennsku liðsins. Pistahöfundur Telegraph veltir nefnilega fyrir sér gengi Liverpool liðsins sem hefur ekki verið alltof sannfærandi þrátt fyrir þrettán sigra í fyrstu fjórtán deildarleikjum ensku úrvalsdeildarinnar og öruggt forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. „Það er eitthvað að hjá Liverpool liðinu. Að skrifa þessa setningu virðist vera alveg fáránlegt ef við lítum á þrettán sigra í fjórtán leikjum og það að Liverpool er með ellefu stiga forskot á Manchester City sem er það lið sem Liverpool óttast mest að geta komist á viðlíka sigurgöngu,“ byrjar Chris Bascombe pistil sinn í Telegraph.Perfectly imperfect Liverpool keep finding new ways to make winning run dramatic @_ChrisBascombe#LFChttps://t.co/P10xqAMGvV — Telegraph Football (@TeleFootball) December 1, 2019„Upp í hugann kemur því fræg gagnrýni í New York Times frá árinu 1968 þegar gagnrýnandi blaðsins fann að „Hvítu plötu“ Bítlanna og lýsti því yfir að þeir hefðu gert svo miklu betur á öðrum plötum sínum. Hann var þá að gagnrýna þá plötu í dag sem er að mörgum talin vera eitt mesta listræn afrek í popptónlist,“ skrifaði Chris Bascombe. Hann rifjar líka upp frægt svar John Lennon við þessari gagnrýni en þar sagðist Lennon að honum þætt leitt að gagnrýnandinn væri svona hrifinn af gamla efninu þeirra því að Bítlarnir hefðu fullorðnast: „I am sorry you like the old moptops and A Hard Day’s Night, dear, but I have grown up.“ Bascombe hefur smá samvisku þegar hann finnur að frammistöðu Liverpool að undanförnu en það fer ekkert fram hjá honum né öðrum að Liverpool leikmennirnir hafa margir verið ólíkir sjálfum sér á þessari leiktíð. Chris Bascombe heldur áfram að afsaka sig að þurfa að gagnrýna leik Liverpool liðsins. „Það þarf líklega að vera með meirapróf í dónaskap að velta því upp af hverju þeir fremstu þrír ná ekki eins vel saman og áður eða hvernig liði eins og Brighton tókst að stjórna stórum hluta leiksins á Anfield,“ skrifar Bascombe. Hann nefnir einnig til kuldaleg viðbrögð Mohamed Salah gagnvart Jürgen Klopp þegar Egyptinn var tekinn af velli eftir einn eina slöku frammistöðuna. Bascombe bendir síðan á það að sjö af þrettán sigrum Liverpool í vetur hafa verið 2-1 sigrar. Liðið hefur ekki haldið marki sínu hreinu síðan í september. „Liðið hefur verið sannkallað kameljón og dottið niður á getustig andstæðinganna hvort sem það eru Manchester City, Brighton eða Crystal Palace. Liðið hefur aðeins gert það sem þarf til að vinna,“ skrifar Chris Bascombe. Liverpool vann oft áður leiki með sannfærandi hætti þar sem liðið raðaði inn mörkum. Það hefur verið lítið um það í vetur en Chris Bascombe skrifar að sú staðreynd að Liverpool þarf ekki lengur slíka frammistöðu til þess að krækja í öll þrjú stigin ætti að gefa Jürgen Klopp tækifæri til að rifja upp frægt svar John Lennon með því að svara af sama meiði: „I am sorry you like the old 5-4 wins, dear, but Liverpool have grown up.“ eða „Mér þykir leitt að þú sé svona hrifinn af gömlu 5-4 sigrunum en Liverpool liðið hefur fullorðnast.“ Það má finna allan pistil Chris Bascombe með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira