Cristoph Zimmermann fékk boltann í höndina og dæmd var vítaspyrna. Á punktinn steig Pierre-Emerick Aubameyang en Tim Krul varði frá honum við mikinn fögnuð leikmanna Norwich.
VAR kíkti þó á vítaspyrnuna aftur og við það kom í ljós að leikmenn Norwich voru komnir inn í vítateiginn áður en Aubameyang sparkaði boltanum á markið.
Því var spyrnan endurtekin og aftur fór Aubameyang á punktinn en í síðara skiptin skoraði hann. Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports, leist ekkert á þetta og tjáði sig um málið á Twitter:
That’s a disgrace !
— Gary Neville (@GNev2) December 1, 2019
Fyrrum samherij hans hjá Manchester United, Luis Saha, var þó á öðru máli.
„Þetta eru reglurnar og mér líkar vel við það þegar haldið er sig við reglurnar í leiknum.“