Fjölþætt verkefni - Ekkert fjármagn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 17. desember 2019 17:00 Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, hefur um margra ára skeið unnið í þágu dómþola og aðstandenda þeirra. Starfið hefur að langmestu leyti verið á herðum sjálfboðaliða og með vitundarvakningu í málaflokknum hefur verkefnum fjölgað gríðarlega milli ára og keyrt um þverbak í ár, á sama tíma og félagið er að laga sig að breyttu tekjumódeli en Afstaða reiðir sig nú eingöngu á styrki og rukkar engin félagsgjöld. En þrátt fyrir að félagið vinni stöðugt með skjólstæðinga sveitarfélaga landsins og sinni í raun störfum einnig fyrir Fangelsismálastofnun, ráðuneytin, skólakerfið og lögreglu þá styður hvorki ríkið né langflest sveitarfélög Afstöðu á nokkurn hátt. Og það þrátt fyrir síendurtekin og fögur fyrirheit. Á það skal bent að Afstaða mætti auknum verkefnum með því að opna skrifstofu snemma árs 2018 þar sem aðstaða er fyrir viðtöl við sérfræðinga sem félagið hefur leitað til og að auki þrjú herbergi sem hugsuð voru sem neyðargistiaðstaða fyrir þá sem ekki höfðu þak yfir höfuðið að lokinni afplánun. Á skrifstofunni hafa viðtöl verið veitt og unnið ötullega að ýmsum verkefnum sem snúa að réttindamálum fanga og aðstandenda þeirra. Aðstandendum sem leita til Afstöðu hefur sérstaklega fjölgað en hjá félaginu hljóta þeir ráðgjöf og fá upplýsingar um málefni ættingja í fangelsum. Þetta er þjónusta sem ekki annars er í boði. Þá heldur félagið út heimasíðu og er virkt á helstu samfélagsmiðlum þar sem fram koma mikilvægar upplýsingar fyrir þá sem vilja fylgjast með því helsta sem er að gerast í málaflokknum. Fyrrverandi fangar hafa getað komið á skrifstofuna vegna atvinnumála en samstarf hefur verið við Vinnumálastofnun um aðstoð við atvinnuleit, starfsþjálfun og að finna námskeið við hæfi. Sama á við húsnæðismál en óskandi er að framhald verði á því starfi sem í bígerð er varðandi búsetuúrræði fyrrverandi fanga. Þar strandar á fjármögnun. Lögmenn eiga flestir í góðu sambandi við Afstöðu og hefur félagið oft aðstoðað vegna mála sem snerta stjórnsýslu fangelsanna. Fréttamenn hringja stundum oft á dag og stundum því miður ekki nógu oft. Þá óska þingmenn stjórnarandstöðunnar - hverju sinni - reglulega eftir fundum til að fara yfir hvað þurfi að bæta og um hvað ætti að spyrja ráðherra. Fulltrúar Afstöðu sækja fangelsin heim og vinna að brýnum verkefnum fyrir einstaka fanga og hópinn í heild sinni. Að sama skapi er fundað með Fangelsismálastjóra í hverjum mánuði, fulltrúum Verndar reglulega og einnig Rauða krossinum. Reynslan innan félagsins er dýrmæt og hagsmunaaðilar átta sig á því. Umboðsmaður Alþingis hefur sett sig í samband við félagið bæði vegna einstakra tilvika og frumkvæðisathugunar embættisins. Þá skilar Afstaða inn umsögnum og greinargerðum til Alþingis - og einstakra þingmanna - vegna frumvarpa og þingsályktunartillaga. Sú vinna hefur einmitt aukist verulega undanfarin misseri vegna breytinga á lögum sem tengjast fangelsismálum. Fulltrúar Afstöðu hafa einnig haldið fyrirlestra um fangelsismál við hin ýmsu tilefni, t.d. skólum, morgunverðafundum og við ráðstefnur. Sem áður segir þá hefur þeim sem leita til Afstöðu fjölgað verulega. Fulltrúar félagsins eru hvern dag í samskiptum við fanga í afplánun og á sama tíma að vinna pappírsvinnu fyrir aðra. Og er þá ónefndur neyðarsími Afstöðu en þangað hringja fangar, fyrrverandi fangar og aðstandendur þegar þau þurfa, sérstaklega í angist, ringulreið og sjálfsvígshugleiðingum. Til þess að ná utan um öll verkefnin þarf fólk með hugsjón og innan Afstöðu starfar hugsjónarfólk. En það þarf einnig fjármagn og þar eiga ríki og sveitarfélög að gera betur. Gera eitthvað!Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, hefur um margra ára skeið unnið í þágu dómþola og aðstandenda þeirra. Starfið hefur að langmestu leyti verið á herðum sjálfboðaliða og með vitundarvakningu í málaflokknum hefur verkefnum fjölgað gríðarlega milli ára og keyrt um þverbak í ár, á sama tíma og félagið er að laga sig að breyttu tekjumódeli en Afstaða reiðir sig nú eingöngu á styrki og rukkar engin félagsgjöld. En þrátt fyrir að félagið vinni stöðugt með skjólstæðinga sveitarfélaga landsins og sinni í raun störfum einnig fyrir Fangelsismálastofnun, ráðuneytin, skólakerfið og lögreglu þá styður hvorki ríkið né langflest sveitarfélög Afstöðu á nokkurn hátt. Og það þrátt fyrir síendurtekin og fögur fyrirheit. Á það skal bent að Afstaða mætti auknum verkefnum með því að opna skrifstofu snemma árs 2018 þar sem aðstaða er fyrir viðtöl við sérfræðinga sem félagið hefur leitað til og að auki þrjú herbergi sem hugsuð voru sem neyðargistiaðstaða fyrir þá sem ekki höfðu þak yfir höfuðið að lokinni afplánun. Á skrifstofunni hafa viðtöl verið veitt og unnið ötullega að ýmsum verkefnum sem snúa að réttindamálum fanga og aðstandenda þeirra. Aðstandendum sem leita til Afstöðu hefur sérstaklega fjölgað en hjá félaginu hljóta þeir ráðgjöf og fá upplýsingar um málefni ættingja í fangelsum. Þetta er þjónusta sem ekki annars er í boði. Þá heldur félagið út heimasíðu og er virkt á helstu samfélagsmiðlum þar sem fram koma mikilvægar upplýsingar fyrir þá sem vilja fylgjast með því helsta sem er að gerast í málaflokknum. Fyrrverandi fangar hafa getað komið á skrifstofuna vegna atvinnumála en samstarf hefur verið við Vinnumálastofnun um aðstoð við atvinnuleit, starfsþjálfun og að finna námskeið við hæfi. Sama á við húsnæðismál en óskandi er að framhald verði á því starfi sem í bígerð er varðandi búsetuúrræði fyrrverandi fanga. Þar strandar á fjármögnun. Lögmenn eiga flestir í góðu sambandi við Afstöðu og hefur félagið oft aðstoðað vegna mála sem snerta stjórnsýslu fangelsanna. Fréttamenn hringja stundum oft á dag og stundum því miður ekki nógu oft. Þá óska þingmenn stjórnarandstöðunnar - hverju sinni - reglulega eftir fundum til að fara yfir hvað þurfi að bæta og um hvað ætti að spyrja ráðherra. Fulltrúar Afstöðu sækja fangelsin heim og vinna að brýnum verkefnum fyrir einstaka fanga og hópinn í heild sinni. Að sama skapi er fundað með Fangelsismálastjóra í hverjum mánuði, fulltrúum Verndar reglulega og einnig Rauða krossinum. Reynslan innan félagsins er dýrmæt og hagsmunaaðilar átta sig á því. Umboðsmaður Alþingis hefur sett sig í samband við félagið bæði vegna einstakra tilvika og frumkvæðisathugunar embættisins. Þá skilar Afstaða inn umsögnum og greinargerðum til Alþingis - og einstakra þingmanna - vegna frumvarpa og þingsályktunartillaga. Sú vinna hefur einmitt aukist verulega undanfarin misseri vegna breytinga á lögum sem tengjast fangelsismálum. Fulltrúar Afstöðu hafa einnig haldið fyrirlestra um fangelsismál við hin ýmsu tilefni, t.d. skólum, morgunverðafundum og við ráðstefnur. Sem áður segir þá hefur þeim sem leita til Afstöðu fjölgað verulega. Fulltrúar félagsins eru hvern dag í samskiptum við fanga í afplánun og á sama tíma að vinna pappírsvinnu fyrir aðra. Og er þá ónefndur neyðarsími Afstöðu en þangað hringja fangar, fyrrverandi fangar og aðstandendur þegar þau þurfa, sérstaklega í angist, ringulreið og sjálfsvígshugleiðingum. Til þess að ná utan um öll verkefnin þarf fólk með hugsjón og innan Afstöðu starfar hugsjónarfólk. En það þarf einnig fjármagn og þar eiga ríki og sveitarfélög að gera betur. Gera eitthvað!Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar