Joey Barton vill minni mörk og léttari bolta í kvennaknattspyrnu Anton Ingi Leifsson skrifar 12. desember 2019 09:00 Joey Barton er að gera fína hluti með Fleetwood í ensku C-deildinni. vísir/getty Joey Barton, knattspyrnustjóri Fleetwood Town, er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og lét enn eina ferðina gamminn geisa er hann ræddi um kvennaknattspyrnu á dögunum. Barton, sem lék á sínum tíma með Manchester City og Newcastle, segir að breytingar þurfa að verða á kvennaknattspyrnu ef áfram eigi ekki að líta niður til íþróttarinnar. „Þetta er önnur íþrótt í kjarnann og það ætti að koma til móts við konur í kvennafótboltanum lífeðlisfræðilega og líffræðilega,“ sagði Barton í samtali við Football, Geminism og Everything in Between. „Það ætti að breyta stærðinni á markinu og fá léttari bolta. Ef við ætlum að gera kvennaknattspyrnu betri og að íþrótt fyrir áhorfandann muntu alltaf fá samanburðinn við karlaknattspyrnu. Þar eru karlarnir stærri, sterkari og fljótari en stelpurnar.“ Joey Barton sparks controversy by claiming that women's football will always be 'inferior' if smaller balls, pitches and goals aren't introduced to suit their 'physiological state' https://t.co/AwhKmZ3epYpic.twitter.com/mfzXfmcl5w— MailOnline Sport (@MailSport) December 12, 2019 „Ef þú myndir breyta þessu þá gæti kvennaknattspyrna tekið stór skref bæði hvað varðar tekníska hlutann og taktísklega hlutann. Horfum raunsætt á hlutina. Ef boltanum yrði breytt úr stærð fimm í fjögur, myndi einhver taka eftir því?“ „Nei. En ég get lofað þér því að sendingarnar og sendingarnar sem þær geta sent myndi henta meira þeirra líkamlega atgervi því boltinn væri minni og myndi henta þeim betur,“ sagði Barton. Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea, sagði fyrr á árinu að henni litist vel á hugmyndir um að minnka markið en hún sagði mikinn mun vera á líkamlegu atgervi kvenna og karla. Enski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Fleiri fréttir Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Joey Barton, knattspyrnustjóri Fleetwood Town, er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og lét enn eina ferðina gamminn geisa er hann ræddi um kvennaknattspyrnu á dögunum. Barton, sem lék á sínum tíma með Manchester City og Newcastle, segir að breytingar þurfa að verða á kvennaknattspyrnu ef áfram eigi ekki að líta niður til íþróttarinnar. „Þetta er önnur íþrótt í kjarnann og það ætti að koma til móts við konur í kvennafótboltanum lífeðlisfræðilega og líffræðilega,“ sagði Barton í samtali við Football, Geminism og Everything in Between. „Það ætti að breyta stærðinni á markinu og fá léttari bolta. Ef við ætlum að gera kvennaknattspyrnu betri og að íþrótt fyrir áhorfandann muntu alltaf fá samanburðinn við karlaknattspyrnu. Þar eru karlarnir stærri, sterkari og fljótari en stelpurnar.“ Joey Barton sparks controversy by claiming that women's football will always be 'inferior' if smaller balls, pitches and goals aren't introduced to suit their 'physiological state' https://t.co/AwhKmZ3epYpic.twitter.com/mfzXfmcl5w— MailOnline Sport (@MailSport) December 12, 2019 „Ef þú myndir breyta þessu þá gæti kvennaknattspyrna tekið stór skref bæði hvað varðar tekníska hlutann og taktísklega hlutann. Horfum raunsætt á hlutina. Ef boltanum yrði breytt úr stærð fimm í fjögur, myndi einhver taka eftir því?“ „Nei. En ég get lofað þér því að sendingarnar og sendingarnar sem þær geta sent myndi henta meira þeirra líkamlega atgervi því boltinn væri minni og myndi henta þeim betur,“ sagði Barton. Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea, sagði fyrr á árinu að henni litist vel á hugmyndir um að minnka markið en hún sagði mikinn mun vera á líkamlegu atgervi kvenna og karla.
Enski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Fleiri fréttir Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Sjá meira