Litla föndurhornið: Jólapinnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. desember 2019 13:00 Mynd/Vísir Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 11. desember sýnir hún hvernig á að gera krúttlega jólapinna. Við gefum Kristbjörgu orðið. Áður en þú lest lengra, þá er rétt að vara þig við. Það er glimmer sem fylgir þessu föndri, mikið glimmer. Þú getur að vísu sleppt því, en endanlega útkoman er miklu krúttlegri með smá glimmeri. En ef þú hefur hugrekkið til að halda áfram, gjörðu svo vel, þú munt ekki sjá eftir því. Ef það eru öryggismyndavélar í Tiger þá vil ég ekki sjá upptökuna af því þegar ég fann þetta apaspil. Ég hef aldrei spilað þetta spil, þetta gæti verið skemmtilegasta spil í heimi, en það var ekki ástæðan fyrir gleðidansinum mínum í miðri búðinni. Ástæðan fyrir honum var að ég vissi að þessir diskar væru fullkomnir i föndrið mitt. Ég byrjaði á að mála þá hvíta, held að það hafi tekið þrjár umferðir svo að apinn hætti að brosa á móti manni. Svo bað ég Google frænda um lollipop munstur, fann rétta munstrið og prentaði það út þannig að myndin var jafn stór disknum. Ég krassaði svo með blýanti aftan á myndina, lagði myndina yfir diskinn og fór með blýantinum yfir línurnar. Núna hljótið þið vera farin að þekkja þessa aðferð. Svo málaði ég annað hvert svæði rautt, og núna þurfti ég bara eina umferð. Þegar allt var orðið vel þurrt þá tók ég límlakkið mitt og fínan málingapensil og fór yfir öll rauðu svæðin. Og, hugrekkið munið þið, áður en lakkið þornaði þá stráði ég rauðu glimmeri yfir. Svo beið ég og beið og beið á meðan lakkið þornaði. Þá burstaði ég allt lausa glimmerið af, og vegna þess að það voru nokkrir helgidagar hjá mér þá endurtók ég þetta tvisvar í viðbót. Svo þegar rauðu svæðin eru þakin glimmeri þá er enn ein umferð af límlakki til að festa allt vel niður. Það næsta sem ég gerði var að taka fínan bor og boraði lítið gat í diskinn, Ég klippti niður grillpinna, setti smá trélím í gatið á diskinum og stakk pinnanum í gatið. Og, til að setja punktinn yfir i-ið, þá endaði ég á smá sellófani og rauðum og hvítum spotta. Svo krúttlegt ekki satt? Og alveg þess virði að leggja í hið stórhættulega efni, glimmer. Föndur Jól Litla föndurhornið Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 11. desember sýnir hún hvernig á að gera krúttlega jólapinna. Við gefum Kristbjörgu orðið. Áður en þú lest lengra, þá er rétt að vara þig við. Það er glimmer sem fylgir þessu föndri, mikið glimmer. Þú getur að vísu sleppt því, en endanlega útkoman er miklu krúttlegri með smá glimmeri. En ef þú hefur hugrekkið til að halda áfram, gjörðu svo vel, þú munt ekki sjá eftir því. Ef það eru öryggismyndavélar í Tiger þá vil ég ekki sjá upptökuna af því þegar ég fann þetta apaspil. Ég hef aldrei spilað þetta spil, þetta gæti verið skemmtilegasta spil í heimi, en það var ekki ástæðan fyrir gleðidansinum mínum í miðri búðinni. Ástæðan fyrir honum var að ég vissi að þessir diskar væru fullkomnir i föndrið mitt. Ég byrjaði á að mála þá hvíta, held að það hafi tekið þrjár umferðir svo að apinn hætti að brosa á móti manni. Svo bað ég Google frænda um lollipop munstur, fann rétta munstrið og prentaði það út þannig að myndin var jafn stór disknum. Ég krassaði svo með blýanti aftan á myndina, lagði myndina yfir diskinn og fór með blýantinum yfir línurnar. Núna hljótið þið vera farin að þekkja þessa aðferð. Svo málaði ég annað hvert svæði rautt, og núna þurfti ég bara eina umferð. Þegar allt var orðið vel þurrt þá tók ég límlakkið mitt og fínan málingapensil og fór yfir öll rauðu svæðin. Og, hugrekkið munið þið, áður en lakkið þornaði þá stráði ég rauðu glimmeri yfir. Svo beið ég og beið og beið á meðan lakkið þornaði. Þá burstaði ég allt lausa glimmerið af, og vegna þess að það voru nokkrir helgidagar hjá mér þá endurtók ég þetta tvisvar í viðbót. Svo þegar rauðu svæðin eru þakin glimmeri þá er enn ein umferð af límlakki til að festa allt vel niður. Það næsta sem ég gerði var að taka fínan bor og boraði lítið gat í diskinn, Ég klippti niður grillpinna, setti smá trélím í gatið á diskinum og stakk pinnanum í gatið. Og, til að setja punktinn yfir i-ið, þá endaði ég á smá sellófani og rauðum og hvítum spotta. Svo krúttlegt ekki satt? Og alveg þess virði að leggja í hið stórhættulega efni, glimmer.
Föndur Jól Litla föndurhornið Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira