Körfubolti

Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leonard var öflugur gegn Lakers.
Leonard var öflugur gegn Lakers. vísir/getty

Los Angeles Clippers vann granna sína í Los Angeles Lakers, 106-111, í stórleik næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta.

Kawhi Leonard skoraði 35 stig fyrir Clippers, þar af ellefu í 4. leikhluta. Hann tók einnig tólf fráköst.



Kyle Kuzma var stigahæstur í liði Lakers með 25 stig. Þrátt fyrir að hafa tapað fjórum leikjum í röð er Lakers enn á toppi Vesturdeildarinnar.

Fjórir aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í gær og nótt.

Philadelphia 76ers varð aðeins fimmta liðið til að vinna Milwaukee Bucks á tímabilinu. Lokatölur 121-109, Philadelphia í vil.

Joel Embiid var með 31 stig og ellefu fráköst hjá Philadelphia sem hefur unnið þrjá leiki í röð. Philadelphia skoraði 21 þriggja stiga körfu sem er met í leik á jóladag.



Khris Middleton skoraði 31 stig fyrir Milwaukee en Giannis Antetokounmpo náði sér ekki á strik og skoraði aðeins 18 stig. Milwaukee er með besta árangurinn í NBA á tímabilinu; 27 sigra og fimm töp.

Jaylen Brown skoraði 30 stig þegar Boston Celtics vann meistara Toronto Raptors, 102-118. Þetta var fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015.

Boston hefur unnið fjóra leiki í röð og er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Toronto er í því sjötta.



Golden State Warriors, neðsta lið Vesturdeildarinnar, vann óvæntan sigur á Houston Rockets, 116-104. Þetta var þriðji sigur Golden State í röð.

Damion Lee skoraði 22 stig fyrir Golden State og tók 15 fráköst. Russell Westbrook var með 30 stig og tólf fráköst hjá Houston.



Þá bar New Orleans Pelicans sigurorð af Denver Nuggets, 100-112. Brandon Ingram var stigahæstur í liði New Orleans með 31 stig. Hann setti niður sjö þriggja stiga skot sem er met á jóladag.



Úrslitin:

LA Lakers 106-111 LA Clippers

Philadelphia 121-109 Milwaukee

Toronto 102-118 Boston

Golden State 116-108 Houston

Denver 100-112 New Orleans

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×