Skráningar úr Þjóðkirkjunni ekki haft áhrif á kirkjusókn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. desember 2019 18:30 Messusókn á aðfangadag var afar góð í ár og víða var fullt út úr dyrum. Þótt þeim hafi fækkað sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna hefur þeim ekki farið fækkandi sem sækja jólamessu. Sóknarprestur segir skráningar úr kirkjunni þó koma niður á þjónustunni. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðkirkjunni var messusókn á aðfangadag afar góð í ár. Bústaðakirkja er þar engin undantekning en þar hefur jafnframt verið gestkvæmt á aðventunni. „Það eru búnir að koma hérna utan við jólin rétt tæplega sjö þúsund manns, svo hefur náttúrlega fjölgað vel núna þessa tvo jóladaga sem liðnir eru,“ segir Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju. Þeim hefur fjölgað á undanförnum árum sem skrá sig úr Þjóðkirkjunni. Hátt í 232.600 manns eru skráðir nú og hefur þeim fækkað um um það bil sextán hundruð milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar.Sjá einnig: Biskup þakkaði björgunarsveitunum „Það er einkennilegt með það að fólk vill hafa sóknina sína sterka, vill taka þátt í kirkjunni, en áttar sig kannski ekki á því að með því að skrá sig úr kirkjunni þá erum við að missa gjaldendur sem að gerir ekkert annað en að við þurfum að draga úr starfinu og það er miður,“ segir Pálmi. Hann hvetji fólk til að hafa þetta í huga. „Það er kannski að segja sig úr einhverju apparati sem það kallar Þjóðkirkju en það vill tilheyra sókninni. Og segir gjarnan, „ég á mitt sæti hérna, börnin mín verða hérna“ og allt það en það áttar sig ekki á samhenginu. Vegna þess að það eru sóknargjöldin sem standa undir öllum rekstri og viðhaldi á kirkjunni.“En hver er afstaða hans til aðskilnaðar ríkis og kirkju?„Það er um tvær leiðir að velja. Annað hvort að fara í fýlu og segja að allt sé ómögulegt eða að líta á þetta sem tækifæri sem ég vil gera og ég er sannfærður um það að þetta verði kirkjunni til heilla og kirkjan verði miklu sterkari eftir en áður,“ svarar Pálmi. Jól Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Messusókn á aðfangadag var afar góð í ár og víða var fullt út úr dyrum. Þótt þeim hafi fækkað sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna hefur þeim ekki farið fækkandi sem sækja jólamessu. Sóknarprestur segir skráningar úr kirkjunni þó koma niður á þjónustunni. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðkirkjunni var messusókn á aðfangadag afar góð í ár. Bústaðakirkja er þar engin undantekning en þar hefur jafnframt verið gestkvæmt á aðventunni. „Það eru búnir að koma hérna utan við jólin rétt tæplega sjö þúsund manns, svo hefur náttúrlega fjölgað vel núna þessa tvo jóladaga sem liðnir eru,“ segir Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju. Þeim hefur fjölgað á undanförnum árum sem skrá sig úr Þjóðkirkjunni. Hátt í 232.600 manns eru skráðir nú og hefur þeim fækkað um um það bil sextán hundruð milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar.Sjá einnig: Biskup þakkaði björgunarsveitunum „Það er einkennilegt með það að fólk vill hafa sóknina sína sterka, vill taka þátt í kirkjunni, en áttar sig kannski ekki á því að með því að skrá sig úr kirkjunni þá erum við að missa gjaldendur sem að gerir ekkert annað en að við þurfum að draga úr starfinu og það er miður,“ segir Pálmi. Hann hvetji fólk til að hafa þetta í huga. „Það er kannski að segja sig úr einhverju apparati sem það kallar Þjóðkirkju en það vill tilheyra sókninni. Og segir gjarnan, „ég á mitt sæti hérna, börnin mín verða hérna“ og allt það en það áttar sig ekki á samhenginu. Vegna þess að það eru sóknargjöldin sem standa undir öllum rekstri og viðhaldi á kirkjunni.“En hver er afstaða hans til aðskilnaðar ríkis og kirkju?„Það er um tvær leiðir að velja. Annað hvort að fara í fýlu og segja að allt sé ómögulegt eða að líta á þetta sem tækifæri sem ég vil gera og ég er sannfærður um það að þetta verði kirkjunni til heilla og kirkjan verði miklu sterkari eftir en áður,“ svarar Pálmi.
Jól Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira