Lífið

Fjögurra kynslóða konunglegur búðingur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Georg prins var afar einbeittur.
Georg prins var afar einbeittur. Getty/Chris Jackson

Það var kátt í höllinni, Buckingham-höllinni í London, í vikunni þegar Elísabet II Bretlandsdrottning og þeir þrír sem efstir eru í erfðaröðinni að bresku krúnuninni komu saman til að baka búðing, allt fyrir gott málefni.

Á myndum sem konungsfjölskyldan hefur dreift á samfélagsmiðlum má sjá hinn sex ára gamla George prins, langömmubarn Elísabetar, hræra í gómsætan búðing undir vökulum augum Elísabetar, afa síns Karls prins og pabba síns, Vilhjálms prins.

Það vill svo til að þetta er í eitt af örfáum skiptum þar sem mynd næst af Bretlandsdrottningu og þeim þremur sem efstir eru í erfðaröðinni. Karl er krónprins Breta og tekur við af móður sinni þegar hún fellur frá. Þegar Karl fetar í sömu fótspor tekur sonur hans Vilhjálmur við krúnunni. Georg, elsta barn hans, mun svo taka við af föður sínum og verða Bretlandskonungur þegar fram líða stundir.

Ef marka má myndirnar var mikið stuð við eldamennskuna en hún er til styrktar góðs málefnis. Afraksturinn mun verða miðpunktur sérstakra jólaskemmtana á næsta ári, hvorki meira né minna.

Elísabet og Karl eitthvað að skipta sér af.Getty/Chris Jackson.
Allt fyrir gott málefni.Getty/Chris Jackson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×