Getur misst aleiguna á einungis örfáum mínútum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. desember 2019 20:00 Slökkviliðsmenn sem munu vinna yfir jól og áramót vonast eftir útkallslausri hátíð en eru þó við öllu búnir komi upp hættuástand. Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu biður fólk um að huga að eldvörnum heimilisins, eins og reykskynjurum og slökkvitækjum, sem geta skipt sköpum komi upp eldur. „Við höfum alltaf áhyggjur á þessum tíma. Þetta er jú hátíð ljóss og friðar og kertin er eitthvað sem við höfum alltaf áhyggjur af ef ekki er rétt með farið,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri. „Það sem við höfum svona helst séð er að kerti í gluggum, sem fólk lætur loga í gluggakistum þar sem eru gluggatjöld. Það er eitthvað sem hefur komið fyrir að það kvikni í gluggatjöldum og kerti í kertaskreytingum er eitthvað sem kemur reglulega upp þar sem kertið getur fallið til hliðar og nær niður í brennanlegt efni sem býr til skreytinguna og þarna þarf fólk að passa sig og lykilatriðið er að fara aldrei út úr rými þar sem er logandi kerti,“ segir Pétur. Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Árnessýslu settu upp aðstæður þar sem slíkt gerist og á myndbandi sést að á innan við tíu mínútum er herbergi orðið alelda og ekki við neitt ráðið. Pétur segir húsbrunar hafi breyst á síðustu þrjátíu árum þar sem efnasamsetning húsgagna sé önnur en áður. „Í dag erum við með miklu léttari efni sem eru auðbrennanleg og brunahraðinn og brunaofsinn verður svo margfalt meiri í dag en hann var fyrir þrjátíu eða fjörutíu árum síðan.“ „Við höfum séð dæmi þess að fólk varla eða jafnvel ekki nær að forða sér út úr húsum sem kviknar í, jafnvel þó það sé reykskynjari. Þannig að það er full ástæða til þess að sýna ítrustu varkárni,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Áramót Jól Slökkvilið Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Slökkviliðsmenn sem munu vinna yfir jól og áramót vonast eftir útkallslausri hátíð en eru þó við öllu búnir komi upp hættuástand. Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu biður fólk um að huga að eldvörnum heimilisins, eins og reykskynjurum og slökkvitækjum, sem geta skipt sköpum komi upp eldur. „Við höfum alltaf áhyggjur á þessum tíma. Þetta er jú hátíð ljóss og friðar og kertin er eitthvað sem við höfum alltaf áhyggjur af ef ekki er rétt með farið,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri. „Það sem við höfum svona helst séð er að kerti í gluggum, sem fólk lætur loga í gluggakistum þar sem eru gluggatjöld. Það er eitthvað sem hefur komið fyrir að það kvikni í gluggatjöldum og kerti í kertaskreytingum er eitthvað sem kemur reglulega upp þar sem kertið getur fallið til hliðar og nær niður í brennanlegt efni sem býr til skreytinguna og þarna þarf fólk að passa sig og lykilatriðið er að fara aldrei út úr rými þar sem er logandi kerti,“ segir Pétur. Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Árnessýslu settu upp aðstæður þar sem slíkt gerist og á myndbandi sést að á innan við tíu mínútum er herbergi orðið alelda og ekki við neitt ráðið. Pétur segir húsbrunar hafi breyst á síðustu þrjátíu árum þar sem efnasamsetning húsgagna sé önnur en áður. „Í dag erum við með miklu léttari efni sem eru auðbrennanleg og brunahraðinn og brunaofsinn verður svo margfalt meiri í dag en hann var fyrir þrjátíu eða fjörutíu árum síðan.“ „Við höfum séð dæmi þess að fólk varla eða jafnvel ekki nær að forða sér út úr húsum sem kviknar í, jafnvel þó það sé reykskynjari. Þannig að það er full ástæða til þess að sýna ítrustu varkárni,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.
Áramót Jól Slökkvilið Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira