„Mikilvægt að gera ekki allt fyrir börnin sín“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. desember 2019 07:00 Þjálfarinn og rithöfundurinn Bjarni Fritzson er menntaður í vinnusálfræðisálfræði sem kemur sér vel í að efla sjálfstraust hjá börnum og einnig íþróttamönnunum sem hann þjálfar. Vísir/Vilhelm „Ég hef frá unga aldri haft trú á mér og því sem ég hef tekið mér fyrir hendur,“ segir þjálfarinn og rithöfundurinn Bjarni Fritzson. Bók hans um Orra óstöðvandi seldist upp um síðustu jól og virðist framhaldssagan vera að slá jafn mikið í gegn í jólabókaflóðinu í ár. Bjarni er menntaður í sálfræði og segir að það sé margt sem foreldrar geti gert til að efla börnin sín, hvort sem það er inni á íþróttavellinum eða utan hans. „Ég var að lesa fyrir lokaprófið í sálfræði þegar ég var á lokaári í Kvennó og ég alveg sökk inn í námsefnið og þá eiginlega fann ég að þetta var eitthvað fyrir mig,“ segir Bjarni um augnablikið sem hann ákvað að hann ætlaði að verða sálfræðingur. Hann segist nota sálfræðimenntun sína mikið bæði í starfi sínu sem þjálfari og á sjálfstyrkingarnámskeiðunum sem hann heldur fyrir stráka. „Ég nota sálfræðimenntunina svakalega mikið, til dæmis þegar ég er að búa til rétt spennustig hjá liðinu fyrir leikinn sem er fram undan, þegar ég er þarf að byggja upp sjálfstraust hjá leikmanni, skerpa á einbeitingu í hópnum, setja markmið fyrir veturinn, styrkja liðsheildina, þegar ég á í samskiptum við leikmenn, meta frammistöðu þeirra og svo framvegis,“ segir Bjarni en hann þjálfar nú meistaraflokk ÍR í handbolta karla og er sjálfur fyrrum landsliðsmaður og atvinnumaður í íþróttagreininni. Aldrei gefast upp „Í hreinskilni þá bara man ég ekki eftir tíma þar sem ég var ekki sjúklega áhugasamur um íþróttir. Þegar ég var yngri þá langaði mig að æfa nánast allt en veskið hjá foreldrum mínum var nú ekki alveg sammála því. Þannig að ég var mest í handbolta og fótbolta en fyrir utan það þá hef ég stundað snjóbretti, hjólabretti, badminton, körfubolta og lyftingar.“ Hann hvetur foreldra íþróttakrakka til að kenna þeim að leggja hart að sér, hafa trú á sér og gefast aldrei upp. Íþróttir hafa alltaf skipað stóran sess í sjálfsmynd Bjarna og hefur hann ávallt verið með mjög jákvæða sjálfsmynd í íþróttum. „Ég tel að það hafi hjálpað mér svakalega í að ná árangri á öðrum sviðum eins og í sálfræðináminu, fyrirtækjarekstri eða bókaskrifum. Ég er með svakalegt keppnisskap og mikinn metnað og hef því oft sett töluverða pressu á sjálfan mig. Stundum hefur ekki gengið eins og ég vonaðist eftir og þá getur það haft áhrif á mann. En ég er svo heppinn að eiga yndislega konu og frábæra fjölskyldu og vini sem hafa ávallt staðið þétt við bakið á mér.“ Bjarni er giftur æskuástinni sinni Tinnu Baldurs og saman eiga þau þrjú börn. „Ef ég hugsa til baka þá hefur allt sem ég hef gengið í gegnum nýst mér vel og hjálpað mér að verða að þeim manni sem ég er í dag og ég er bara nokkuð sáttur með hann.“ Bjarni segir að hann noti sína sálfræðimenntun mikið í starfinu sem þjálfari.Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Ekki nógu skemmtileg bók Bjarni segir að það passi vel saman, bókaskrifin og þjálfunin, þó auðvitað sé mjög mikið að gera þessa dagana. „Persónulega þá finnst mér það ganga frekar vel, auðvitað kemur tímabil yfir árið eins og nóvember mánuður þar sem dagarnir voru ansi langir en ég er svo heppinn að hafa ótrúlega gaman af því sem ég er að gera og það auðveldar þetta mikið. Svo fæ ég mikinn stuðning heima fyrir frá Tinnu minni og strákunum mínum.“ Hann hefur áður gefið út bækur um stráka og sjálfstraust en hugmyndin að Orra óstöðvandi bókinni kom eftir áhugavert samtal. „Fyrir nokkrum árum þá gaf ég út sjálfstyrkingabókina Öflugir strákar og sonur minn sem þá var níu ára var svona að reyna lesa hana en hann komast ekkert áfram í henni. Ég spurði hann þá af hverju hann væri ekki duglegri að lesa bókina og þá svaraði hann mér varfærnislega: „Pabbi bókin er mjög góð en hún mætti vera skemmtilegri.“ Á þeirri stundu kviknaði hugmyndin af því að skrifa sjúklega fyndna bók þar sem ég myndi kenna sjálfstyrkinguna í gegnum skemmtilegar sögur.“ Fyrri bókin kom út árið 2018 og seldist hún upp fyrir jól, sem kom Bjarna skemmtilega á óvart. „Í raun gerðist það bara svona hægt og rólega á nokkrum dögum þannig að það var ekkert eitthvað „vá“ augnablik. Ég man betur eftir því þegar ég frétti fyrst að bókin væri orðin ein af mest seldu bókum landsins. Þá var ég að staulast hálfsjóveikur út úr Herjólfi á leiðinni í leik við ÍBV og ýtti á viðtalið við hana Bryndísi um nýjasta bókalistann og trúði vart mínum eigin augum þegar ég sá að ég var í 7. sæti yfir mest seldu bækur landsins. Það var augnablik sem ég gleymi seint.“ Önnur bókin um Orra óstöðvandi er ofarlega á bóksölulistunum fyrir þessi jól. Sjá sig í persónunum Hann var frá byrjun með góða tilfinningu fyrir annarri bókinni um Orra sem kom út fyrir þessi jól og var bjartsýnn eftir frábært gengi í fyrra. Viðtökurnar hafa þó farið fram úr björtustu vonum Bjarna en þegar þetta er skrifað er bókin sú fjórða mest selda á landinu og í öðru sæti yfir mest seldu barnabækurnar. Bjarni segir að það séu margar ástæður fyrir því að bækurnar virðast ná til íslenskra barna. „Ég held að margir krakkar sjái sig í Orra og Möggu og eigi auðvelt með að tengjast því sem er að gerast og setja sig í þeirra spor. Ég reyni að gera bækurnar fyndnar og skemmtilegar. Síðast en ekki síst þá eru þær skemmtilega uppsettar og frábærlega myndskreyttar af honum Dodda vini mínum, sem er algjör snillingur.“ Bjarni telur að einn helsti styrkleiki bókanna um þau Orra og Möggu Messi sé að þær nái til mjög breiðs aldurshóps en þær eru hugsaðar fyrr börn í 2. til 7. bekk og foreldra þeirra. Hann segist leggja mikið upp úr því að gera bækurnar foreldravænar. „Orri er ósköp venjulegur íþróttastrákur sem dreymir um að ná langt í íþróttum. Hann er uppátækjasamur, fyndinn, jákvæður, heiðarlegur og á það til að vera hræddur við eitt og annað en þá reyni hann yfirleitt að finna hugrekki til að yfirstíga óttann. Magga Messi er hrikalega uppátækjasöm, hvatvís og hugrökk. Magga er ekkert að velta sér of mikið upp úr hlutunum og tekur sig alls ekki of hátíðlega. Hún er algjör fótboltasnillingur og frábær vinur sem hægt er að treysta á.“ Sögupersónan Orri verður Orri óstöðvandi í bókunum. Bjarni segir að Orri óstöðvandi sé alveg eins og Orri og sé ekki í neinum búningi eða neitt slíkt. Það er samt eitt lykilatriði sem er ólíkt með þeim. „Eini munurinn á honum og Orra er sá að hann hefur meiri trú á sjálfum sér og þorir að gera ýmislegt sem Orri myndi ekki þora að gera. Ég lauma sjálfstyrkingunni inn í skemmtilegar og fyndnar sögur en meðal þess sem ég kem afar lúmskt inn á er hvernig þú getur byggt upp sjálfstraustið þitt, sett þér markmið, tekið ábyrgð á sjálfum þér og að dvelja ekki við hluti sem þú getur ekki stjórnað. Einnig hvernig hægt sé að nota hugrekki til að vinna á óttanum við mistök og svo framvegis.“ Alltaf að gera það auðvelda og þægilega Sjálfur hefur Bjarni alltaf verið með gott sjálfstraust og haft trú á sjálfum sér í þeim verkefnum sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. „Systir mín hafði nú oft orð á því að ég hefði helst til mikið sjálfstraust þegar við vorum lítil. En auðvitað þá flökti það aðeins á unglingsárunum eins og hjá flest öllum.“ Hann er eigandi sjálfstyrkingarfyrirtækisins Út fyrir kassann en nafnið kemur út frá því að það sé gott fyrir krakka að fara reglulega út fyrir þægindarammann. „Þegar ég var að stofna sjálfstyrkingarfyrirtækið mitt og var að leita að nafni á það, þá hugsaði ég til baka hvað hefði styrkt mig hvað mest og þá kom alltaf upp í hugann minningar þar sem ég hafði farið út fyrir þægindarammann og reynt á mig. Þaðan kom Út fyrir kassann nafnið. Málið er nefnilega að ef við erum alltaf að gera það sem okkur finnst auðvelt og þægilegt þá er svo mikil hætta á því að við stöðnum, festumst í sama farinu og þetta á jafnt við um börn og fullorðna. Við þurfum nefnilega að fara annað slagið út fyrir kassann, láta aðeins reyna á okkur til þess að halda áfram að vaxa og eflast.“ Bjarni heldur reglulega sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stráka þar sem hann meðal annars hvetur þá til þess að fara út fyrir kassann. „Ég hef eiginlega alveg frá því að ég byrjaði í sálfræðinni haft áhuga og áhyggjur af stöðu stráka, svo fékk Kristín Tómasdóttir mig til að skrifa bókina Strákar með sér fyrir nokkrum árum og í kjölfarið af því þá fór ég að halda námskeið og fyrirlestra og svo hefur þetta svona undið upp á sig. Námskeiðin mín eru í fjögur skipti og legg ég áherslu á mismunandi hluti í hvert sinn. Ég fer til dæmis yfir það hvernig strákar geta byggt upp jákvæðari sjálfsmynd.“ Bjarni segir að kvíði geti hamlað börnum mikið og því sé mikilvægt að kenna þeim að dvelja ekki of lengi við neikvæðar hugsanir. Vísir/Vilhelm Einbeiting lykilatriði í árangri Bjarni segist líka hjálpa strákum að finna út hvað þeir vilji standa fyrir. „Vegna þess að gildin okkar er sterkur og stöðugur grunnur sem byggja má á og þau virka eins og áttaviti fyrir okkur í lífinu. Því ef þú veist fyrir hvað þú stendur verður auðveldara að taka erfiðar ákvarðanir og fylgja eigin sannfæringu, standa með sjálfum sér.” Hann segir líka gott að kenna strákum um árangur og mikilvægi þess að einbeita sér að því sem skiptir máli „Því augnablikið sem er í gangi núna er það eina sem við getum haft áhrif á, því þurfum við að setja alla okkar orku og kraft í það. Mér finnst eftirfarandi orðatiltæki draga þetta vel saman. „Yesterday is history. Tomorrow is a mystery. Today is a gift, that´s why we call it present.“ Svo er einbeiting náttúrulega lykilatriði í árangri í því sem þú ert að stunda.“ Bjarni segir að markmið séu frábær og það eigi að kenna börnum að setja sér markmið, en mikilvægt sé að muna að þau eru alls ekki eini mælikvarðinn á árangur. „Því það að ná markmiðunum er ekki alltaf undir stjórn barnsins, við könnumst nú líklega öll við að fara í ósanngjarnt stærðfræðipróf eða að hafa sett sér markmið sem var aðeins of háleitt. Þá getur það að hafa sett sér markmið farið að hafa neikvæð áhrif á mann. Þess vegna er ekki síður mikilvægt að kenna þeim að gera ávallt sitt allra besta, það er eitthvað sem börnin okkar geta alltaf gert.“ Það getur verið mjög einstaklingsbundið hvenær börn eru tilbúin að setja sér markmið en það er gott að byrja á skammtímamarkmiðum áður en langtímamarkmið eru sett. „Það sem þú gerir dag frá degi skiptir mestu máli.“ Fyrirmyndir fyrir börnin Hann ræðir líka við krakka um áhrif þess að dvelja of mikið við neikvæðar hugsanir. „Fylgifiskar þess að dvelja of mikið við neikvæðar hugsanir eru oftar en ekki aukinn kvíði og neikvæð sjálfsmynd. Að vera smá kvíðinn er í sjálfu sér alveg í góðu, en þegar kvíðinn verður of mikill þá getur hann orðið hamlandi og haldið aftur af börnunum okkar.“ Ef börn eru mjög virk geta foreldrar aukið einbeitingu þeirra með því að þjálfa upp skynfærin með alls konar skemmtilegum núvitundaræfingum. Svo er einnig sniðugt að kenna þeim létta hugleiðslu. „Svo förum við á námskeiðunum vel yfir samskipti og þægindarammann. Að lokum þá tvinna ég leiki og fjör í þessa vinnu okkar enda legg ég mikla áherslu á að hafa gaman.“ Bjarni segir að það sé mjög margt sem foreldrar geti gert til þess að efla börnin sín og heldur því líka fyrirlestra fyrir foreldra um það viðfangsefni. „En svona til að koma með einhver dæmi þá finnst mér mjög mikilvægt að foreldrar hugsi til þess að vera góðar fyrirmyndir fyrir börnin sín enda er máltækið „Börn læra það sem fyrir þeim er haft“ í miklu uppáhaldi hjá mér. Svo er mikilvægt að gera ekki allt fyrir börnin sín, því ef við foreldrar gerum allt fyrir börnin okkar, þá gera börnin okkar ekki neitt og þá læra þau ekki neitt,“ segir Bjarni að lokum. Börn og uppeldi Helgarviðtal Íþróttir Viðtal Tengdar fréttir Bjarni Fritzson óstöðvandi í bóksölunni Nýr bóksölulisti er fyrirliggjandi. 4. desember 2019 11:23 Bjarni: Ánægður með sjálfstraustið og hugrekkið í liðinu Þjálfari ÍR var hæstánægður með frammistöðu sinna manna gegn ÍBV. 10. nóvember 2019 18:50 Nýr bóksölulisti: Dóri DNA nýstirni ársins í bóksölunni Björgvin Páll virðist ætla að eiga ævisöguna þetta árið. 17. desember 2019 13:15 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
„Ég hef frá unga aldri haft trú á mér og því sem ég hef tekið mér fyrir hendur,“ segir þjálfarinn og rithöfundurinn Bjarni Fritzson. Bók hans um Orra óstöðvandi seldist upp um síðustu jól og virðist framhaldssagan vera að slá jafn mikið í gegn í jólabókaflóðinu í ár. Bjarni er menntaður í sálfræði og segir að það sé margt sem foreldrar geti gert til að efla börnin sín, hvort sem það er inni á íþróttavellinum eða utan hans. „Ég var að lesa fyrir lokaprófið í sálfræði þegar ég var á lokaári í Kvennó og ég alveg sökk inn í námsefnið og þá eiginlega fann ég að þetta var eitthvað fyrir mig,“ segir Bjarni um augnablikið sem hann ákvað að hann ætlaði að verða sálfræðingur. Hann segist nota sálfræðimenntun sína mikið bæði í starfi sínu sem þjálfari og á sjálfstyrkingarnámskeiðunum sem hann heldur fyrir stráka. „Ég nota sálfræðimenntunina svakalega mikið, til dæmis þegar ég er að búa til rétt spennustig hjá liðinu fyrir leikinn sem er fram undan, þegar ég er þarf að byggja upp sjálfstraust hjá leikmanni, skerpa á einbeitingu í hópnum, setja markmið fyrir veturinn, styrkja liðsheildina, þegar ég á í samskiptum við leikmenn, meta frammistöðu þeirra og svo framvegis,“ segir Bjarni en hann þjálfar nú meistaraflokk ÍR í handbolta karla og er sjálfur fyrrum landsliðsmaður og atvinnumaður í íþróttagreininni. Aldrei gefast upp „Í hreinskilni þá bara man ég ekki eftir tíma þar sem ég var ekki sjúklega áhugasamur um íþróttir. Þegar ég var yngri þá langaði mig að æfa nánast allt en veskið hjá foreldrum mínum var nú ekki alveg sammála því. Þannig að ég var mest í handbolta og fótbolta en fyrir utan það þá hef ég stundað snjóbretti, hjólabretti, badminton, körfubolta og lyftingar.“ Hann hvetur foreldra íþróttakrakka til að kenna þeim að leggja hart að sér, hafa trú á sér og gefast aldrei upp. Íþróttir hafa alltaf skipað stóran sess í sjálfsmynd Bjarna og hefur hann ávallt verið með mjög jákvæða sjálfsmynd í íþróttum. „Ég tel að það hafi hjálpað mér svakalega í að ná árangri á öðrum sviðum eins og í sálfræðináminu, fyrirtækjarekstri eða bókaskrifum. Ég er með svakalegt keppnisskap og mikinn metnað og hef því oft sett töluverða pressu á sjálfan mig. Stundum hefur ekki gengið eins og ég vonaðist eftir og þá getur það haft áhrif á mann. En ég er svo heppinn að eiga yndislega konu og frábæra fjölskyldu og vini sem hafa ávallt staðið þétt við bakið á mér.“ Bjarni er giftur æskuástinni sinni Tinnu Baldurs og saman eiga þau þrjú börn. „Ef ég hugsa til baka þá hefur allt sem ég hef gengið í gegnum nýst mér vel og hjálpað mér að verða að þeim manni sem ég er í dag og ég er bara nokkuð sáttur með hann.“ Bjarni segir að hann noti sína sálfræðimenntun mikið í starfinu sem þjálfari.Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Ekki nógu skemmtileg bók Bjarni segir að það passi vel saman, bókaskrifin og þjálfunin, þó auðvitað sé mjög mikið að gera þessa dagana. „Persónulega þá finnst mér það ganga frekar vel, auðvitað kemur tímabil yfir árið eins og nóvember mánuður þar sem dagarnir voru ansi langir en ég er svo heppinn að hafa ótrúlega gaman af því sem ég er að gera og það auðveldar þetta mikið. Svo fæ ég mikinn stuðning heima fyrir frá Tinnu minni og strákunum mínum.“ Hann hefur áður gefið út bækur um stráka og sjálfstraust en hugmyndin að Orra óstöðvandi bókinni kom eftir áhugavert samtal. „Fyrir nokkrum árum þá gaf ég út sjálfstyrkingabókina Öflugir strákar og sonur minn sem þá var níu ára var svona að reyna lesa hana en hann komast ekkert áfram í henni. Ég spurði hann þá af hverju hann væri ekki duglegri að lesa bókina og þá svaraði hann mér varfærnislega: „Pabbi bókin er mjög góð en hún mætti vera skemmtilegri.“ Á þeirri stundu kviknaði hugmyndin af því að skrifa sjúklega fyndna bók þar sem ég myndi kenna sjálfstyrkinguna í gegnum skemmtilegar sögur.“ Fyrri bókin kom út árið 2018 og seldist hún upp fyrir jól, sem kom Bjarna skemmtilega á óvart. „Í raun gerðist það bara svona hægt og rólega á nokkrum dögum þannig að það var ekkert eitthvað „vá“ augnablik. Ég man betur eftir því þegar ég frétti fyrst að bókin væri orðin ein af mest seldu bókum landsins. Þá var ég að staulast hálfsjóveikur út úr Herjólfi á leiðinni í leik við ÍBV og ýtti á viðtalið við hana Bryndísi um nýjasta bókalistann og trúði vart mínum eigin augum þegar ég sá að ég var í 7. sæti yfir mest seldu bækur landsins. Það var augnablik sem ég gleymi seint.“ Önnur bókin um Orra óstöðvandi er ofarlega á bóksölulistunum fyrir þessi jól. Sjá sig í persónunum Hann var frá byrjun með góða tilfinningu fyrir annarri bókinni um Orra sem kom út fyrir þessi jól og var bjartsýnn eftir frábært gengi í fyrra. Viðtökurnar hafa þó farið fram úr björtustu vonum Bjarna en þegar þetta er skrifað er bókin sú fjórða mest selda á landinu og í öðru sæti yfir mest seldu barnabækurnar. Bjarni segir að það séu margar ástæður fyrir því að bækurnar virðast ná til íslenskra barna. „Ég held að margir krakkar sjái sig í Orra og Möggu og eigi auðvelt með að tengjast því sem er að gerast og setja sig í þeirra spor. Ég reyni að gera bækurnar fyndnar og skemmtilegar. Síðast en ekki síst þá eru þær skemmtilega uppsettar og frábærlega myndskreyttar af honum Dodda vini mínum, sem er algjör snillingur.“ Bjarni telur að einn helsti styrkleiki bókanna um þau Orra og Möggu Messi sé að þær nái til mjög breiðs aldurshóps en þær eru hugsaðar fyrr börn í 2. til 7. bekk og foreldra þeirra. Hann segist leggja mikið upp úr því að gera bækurnar foreldravænar. „Orri er ósköp venjulegur íþróttastrákur sem dreymir um að ná langt í íþróttum. Hann er uppátækjasamur, fyndinn, jákvæður, heiðarlegur og á það til að vera hræddur við eitt og annað en þá reyni hann yfirleitt að finna hugrekki til að yfirstíga óttann. Magga Messi er hrikalega uppátækjasöm, hvatvís og hugrökk. Magga er ekkert að velta sér of mikið upp úr hlutunum og tekur sig alls ekki of hátíðlega. Hún er algjör fótboltasnillingur og frábær vinur sem hægt er að treysta á.“ Sögupersónan Orri verður Orri óstöðvandi í bókunum. Bjarni segir að Orri óstöðvandi sé alveg eins og Orri og sé ekki í neinum búningi eða neitt slíkt. Það er samt eitt lykilatriði sem er ólíkt með þeim. „Eini munurinn á honum og Orra er sá að hann hefur meiri trú á sjálfum sér og þorir að gera ýmislegt sem Orri myndi ekki þora að gera. Ég lauma sjálfstyrkingunni inn í skemmtilegar og fyndnar sögur en meðal þess sem ég kem afar lúmskt inn á er hvernig þú getur byggt upp sjálfstraustið þitt, sett þér markmið, tekið ábyrgð á sjálfum þér og að dvelja ekki við hluti sem þú getur ekki stjórnað. Einnig hvernig hægt sé að nota hugrekki til að vinna á óttanum við mistök og svo framvegis.“ Alltaf að gera það auðvelda og þægilega Sjálfur hefur Bjarni alltaf verið með gott sjálfstraust og haft trú á sjálfum sér í þeim verkefnum sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. „Systir mín hafði nú oft orð á því að ég hefði helst til mikið sjálfstraust þegar við vorum lítil. En auðvitað þá flökti það aðeins á unglingsárunum eins og hjá flest öllum.“ Hann er eigandi sjálfstyrkingarfyrirtækisins Út fyrir kassann en nafnið kemur út frá því að það sé gott fyrir krakka að fara reglulega út fyrir þægindarammann. „Þegar ég var að stofna sjálfstyrkingarfyrirtækið mitt og var að leita að nafni á það, þá hugsaði ég til baka hvað hefði styrkt mig hvað mest og þá kom alltaf upp í hugann minningar þar sem ég hafði farið út fyrir þægindarammann og reynt á mig. Þaðan kom Út fyrir kassann nafnið. Málið er nefnilega að ef við erum alltaf að gera það sem okkur finnst auðvelt og þægilegt þá er svo mikil hætta á því að við stöðnum, festumst í sama farinu og þetta á jafnt við um börn og fullorðna. Við þurfum nefnilega að fara annað slagið út fyrir kassann, láta aðeins reyna á okkur til þess að halda áfram að vaxa og eflast.“ Bjarni heldur reglulega sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stráka þar sem hann meðal annars hvetur þá til þess að fara út fyrir kassann. „Ég hef eiginlega alveg frá því að ég byrjaði í sálfræðinni haft áhuga og áhyggjur af stöðu stráka, svo fékk Kristín Tómasdóttir mig til að skrifa bókina Strákar með sér fyrir nokkrum árum og í kjölfarið af því þá fór ég að halda námskeið og fyrirlestra og svo hefur þetta svona undið upp á sig. Námskeiðin mín eru í fjögur skipti og legg ég áherslu á mismunandi hluti í hvert sinn. Ég fer til dæmis yfir það hvernig strákar geta byggt upp jákvæðari sjálfsmynd.“ Bjarni segir að kvíði geti hamlað börnum mikið og því sé mikilvægt að kenna þeim að dvelja ekki of lengi við neikvæðar hugsanir. Vísir/Vilhelm Einbeiting lykilatriði í árangri Bjarni segist líka hjálpa strákum að finna út hvað þeir vilji standa fyrir. „Vegna þess að gildin okkar er sterkur og stöðugur grunnur sem byggja má á og þau virka eins og áttaviti fyrir okkur í lífinu. Því ef þú veist fyrir hvað þú stendur verður auðveldara að taka erfiðar ákvarðanir og fylgja eigin sannfæringu, standa með sjálfum sér.” Hann segir líka gott að kenna strákum um árangur og mikilvægi þess að einbeita sér að því sem skiptir máli „Því augnablikið sem er í gangi núna er það eina sem við getum haft áhrif á, því þurfum við að setja alla okkar orku og kraft í það. Mér finnst eftirfarandi orðatiltæki draga þetta vel saman. „Yesterday is history. Tomorrow is a mystery. Today is a gift, that´s why we call it present.“ Svo er einbeiting náttúrulega lykilatriði í árangri í því sem þú ert að stunda.“ Bjarni segir að markmið séu frábær og það eigi að kenna börnum að setja sér markmið, en mikilvægt sé að muna að þau eru alls ekki eini mælikvarðinn á árangur. „Því það að ná markmiðunum er ekki alltaf undir stjórn barnsins, við könnumst nú líklega öll við að fara í ósanngjarnt stærðfræðipróf eða að hafa sett sér markmið sem var aðeins of háleitt. Þá getur það að hafa sett sér markmið farið að hafa neikvæð áhrif á mann. Þess vegna er ekki síður mikilvægt að kenna þeim að gera ávallt sitt allra besta, það er eitthvað sem börnin okkar geta alltaf gert.“ Það getur verið mjög einstaklingsbundið hvenær börn eru tilbúin að setja sér markmið en það er gott að byrja á skammtímamarkmiðum áður en langtímamarkmið eru sett. „Það sem þú gerir dag frá degi skiptir mestu máli.“ Fyrirmyndir fyrir börnin Hann ræðir líka við krakka um áhrif þess að dvelja of mikið við neikvæðar hugsanir. „Fylgifiskar þess að dvelja of mikið við neikvæðar hugsanir eru oftar en ekki aukinn kvíði og neikvæð sjálfsmynd. Að vera smá kvíðinn er í sjálfu sér alveg í góðu, en þegar kvíðinn verður of mikill þá getur hann orðið hamlandi og haldið aftur af börnunum okkar.“ Ef börn eru mjög virk geta foreldrar aukið einbeitingu þeirra með því að þjálfa upp skynfærin með alls konar skemmtilegum núvitundaræfingum. Svo er einnig sniðugt að kenna þeim létta hugleiðslu. „Svo förum við á námskeiðunum vel yfir samskipti og þægindarammann. Að lokum þá tvinna ég leiki og fjör í þessa vinnu okkar enda legg ég mikla áherslu á að hafa gaman.“ Bjarni segir að það sé mjög margt sem foreldrar geti gert til þess að efla börnin sín og heldur því líka fyrirlestra fyrir foreldra um það viðfangsefni. „En svona til að koma með einhver dæmi þá finnst mér mjög mikilvægt að foreldrar hugsi til þess að vera góðar fyrirmyndir fyrir börnin sín enda er máltækið „Börn læra það sem fyrir þeim er haft“ í miklu uppáhaldi hjá mér. Svo er mikilvægt að gera ekki allt fyrir börnin sín, því ef við foreldrar gerum allt fyrir börnin okkar, þá gera börnin okkar ekki neitt og þá læra þau ekki neitt,“ segir Bjarni að lokum.
Börn og uppeldi Helgarviðtal Íþróttir Viðtal Tengdar fréttir Bjarni Fritzson óstöðvandi í bóksölunni Nýr bóksölulisti er fyrirliggjandi. 4. desember 2019 11:23 Bjarni: Ánægður með sjálfstraustið og hugrekkið í liðinu Þjálfari ÍR var hæstánægður með frammistöðu sinna manna gegn ÍBV. 10. nóvember 2019 18:50 Nýr bóksölulisti: Dóri DNA nýstirni ársins í bóksölunni Björgvin Páll virðist ætla að eiga ævisöguna þetta árið. 17. desember 2019 13:15 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Bjarni: Ánægður með sjálfstraustið og hugrekkið í liðinu Þjálfari ÍR var hæstánægður með frammistöðu sinna manna gegn ÍBV. 10. nóvember 2019 18:50
Nýr bóksölulisti: Dóri DNA nýstirni ársins í bóksölunni Björgvin Páll virðist ætla að eiga ævisöguna þetta árið. 17. desember 2019 13:15