Barcelona fór létt með Deportivo á Nývangi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. desember 2019 16:30 Börsungar fagna einu marka sinna í dag. vísir/getty Barcelona heldur toppsæti spænsku deildarinnar eftir öruggan 4-1 sigur á Deportivo Alaves á Nývangi í dag. Antoine Griezmann kom Barcelona yfir á 14. mínútu með góðu skoti eftir undirbúning Luis Suarez. Undir lok fyrri hálfleiks kom Arturo Vidal heimamönnum í 2-0 og aftur var það Suarez sem lagði upp. Gestirnir minnkuðu muninn á 56. mínútu með góðu marki en Adam var þó ekki lengi í paradís og tæpum tíu mínútum síðar skoraði Lionel Messi þriðja mark Börsunga með frábæru skoti. Þegar 15 mínútur voru eftir var dæmd vítaspyrna á gestina eftir að knötturinn fór í hendina á varnarmanni þeirra. Luiz Suarez steig á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan orðin 4-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Barcelona heldur því toppsætinu en liðið er með 39 stig að 18 umferðum loknum. Deportivo Alaves er í því 15. með 19 stig. Fyrr í dag vann Sevilla 2-0 útisigur á Mallorca. Diego Carlos kom gestunum yfir á 20. mínútu og Ever Banega gerði út um leikinn með marki úr vítaspyrnu á 63. mínútu. Sevilla sem fyrr í 3. sæti deildarinnar á meðan Malaga er í 17. sætinu. Fifty. Goals. In. A. Year. For most, that’s impossible. For Messi, it’s the ninth time. @brfootballpic.twitter.com/AkQlAgxXIM— Bleacher Report (@BleacherReport) December 21, 2019 Spænski boltinn
Barcelona heldur toppsæti spænsku deildarinnar eftir öruggan 4-1 sigur á Deportivo Alaves á Nývangi í dag. Antoine Griezmann kom Barcelona yfir á 14. mínútu með góðu skoti eftir undirbúning Luis Suarez. Undir lok fyrri hálfleiks kom Arturo Vidal heimamönnum í 2-0 og aftur var það Suarez sem lagði upp. Gestirnir minnkuðu muninn á 56. mínútu með góðu marki en Adam var þó ekki lengi í paradís og tæpum tíu mínútum síðar skoraði Lionel Messi þriðja mark Börsunga með frábæru skoti. Þegar 15 mínútur voru eftir var dæmd vítaspyrna á gestina eftir að knötturinn fór í hendina á varnarmanni þeirra. Luiz Suarez steig á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan orðin 4-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Barcelona heldur því toppsætinu en liðið er með 39 stig að 18 umferðum loknum. Deportivo Alaves er í því 15. með 19 stig. Fyrr í dag vann Sevilla 2-0 útisigur á Mallorca. Diego Carlos kom gestunum yfir á 20. mínútu og Ever Banega gerði út um leikinn með marki úr vítaspyrnu á 63. mínútu. Sevilla sem fyrr í 3. sæti deildarinnar á meðan Malaga er í 17. sætinu. Fifty. Goals. In. A. Year. For most, that’s impossible. For Messi, it’s the ninth time. @brfootballpic.twitter.com/AkQlAgxXIM— Bleacher Report (@BleacherReport) December 21, 2019
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti