Innlent

Handtekinn með blóð á höndum á nærbuxunum einum klæða

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt og gærkvöldi.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt og gærkvöldi. Vísir/Vilhelm

Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn í Breiðholti upp úr klukkan níu í gærkvöldi. Sá var á nærbuxunum einum klæða og blóðugur á höndum.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en maðurinn er sagður hafa blóðgast við það að hafa brotið rúðu þegar hann reyndi að brjóta sér leið inn í íbúð hjá ókunnugu fólki. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglunnar.

Um klukkustund áður hafði maður í annarlegu ástandi verið handtekinn í miðbæ Reykjavíkur. Sá var grunaður um eignaspjöll og þjófnað. Hann var sömuleiðis vistaður í fangageymslu lögreglu.

Eins var tilkynn um eignaspjöll í skóla í Árbæ á tíunda tímanum, en búið var að brjóta fimm rúður.

Nokkuð var um umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu, og þá sérstaklega akstur án ökuréttinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×