Þegar getur sannarlega vafist fyrir fólki að fá að hitta fræga og fína fólkið og líta sumir gríðarlega upp til þeirra.
Á YouTube-síðunni CubeHub01 er búið að taka saman myndband þegar venjulegt fólk hittir átrúnaðargoðin sín.
Oft á tíðum er fólk hreinlega ástfangið af þessum einstaklingum og gjörsamlega missa það þegar það fær að komast nálægt þeim í raunheimi.
Um er að ræða atvik þar sem stjörnur á borð við Harry Styles, Justin Bieber, Billie Eilish, Katy Perry og Usher og fleiri koma við sögu.
Fimleikadrottningin Simone Biles féll nánast í yfirlið þegar hún fékk að hitta Zac Efron árið 2016 en hér að neðan má umrædda samantekt.

