Hjónin Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, og Halla Jónsdóttir eignuðust sitt þriðja barn á dögunum.
Hannes greinir frá því á Instagram og segir: „Hildur Anna Hannesdóttir, nýjasti fjölskyldumeðlimurinn með stoltum stóru systkinum.“
Fyrir áttu þau tvö börn, dreng og stúlku, og er Hildur því þriðja barn þeirra hjóna.
Hannes Þór leikur í dag með Val í Pepsi-Max deild karla og hefur staðið í rammanum hjá íslenska landsliðinu síðustu ár.