Róbótar vinna erfiðisverkin Carlos Mendoza skrifar 8. maí 2020 12:00 Öruggara starfsumhverfi og bætt framleiðslustýring með róbótum Á mánudagsmorgni í ónefndu álveri klæðir kona sig upp í fullan hlífðarskrúða og gengur inn á vinnusvæði álversins. Hún opnar rennu þar sem 700-800 gráðu heitt ál flæðir fram hjá. Með ausu veiðir hún bráðið ál upp úr rennunni. Hún steypir álið í mót og býr til sýni þannig að hægt sé að meta gæði framleiðslunnar. Ferlinu er þó langt frá lokið. Sýnið er flutt inn á rannsóknastofu þar sem það er meðhöndlað og mælt. Langur tími getur liðið þar til rannsóknarstofan skilar niðurstöðum sem segja til um hvort efnasamsetning álsins sé innan settra marka – eða hvort stór hluti vinnslulotunnar sé unnin fyrir gýg. Efnagreiningarróboti DTE Til allrar hamingju er ný leið til að mæla efnainnihald álsins nú orðin fær. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur undanfarin ár aðstoðað sprotafyrirtækið DTE við að þróa búnað til að meta efnainnihald bráðins málms í rauntíma. Nýja aðferðin er fljótlegri, öruggari og skilar nákvæmni til jafns við sýnin sem mæld eru á tilraunastofu. Lítum aðeins á sama ferli með tækni DTE. Starfsmenn DTE forrita færanlegan efnagreiningarróbota. Á mánudagsmorgni situr kona í skrifstofustól í þægilegum fatnaði í stjórnstöð álframleiðslunnar. Hún heldur á rjúkandi kaffibolla og fylgist með á skjá þegar armur iðnaðarróbóta nálgast bráðið álið með mikilli nákvæmni. Laser-púls fellur á álið og á örskotsstundu greinir tækið ljósið sem endurkastast af yfirborðinu. Áður en mínúta er liðin birtast niðurstöður á skjánum og konan hefur aðgang að öllum upplýsingum um efnainnihald álframleiðslunnar sem er í fullum gangi. Með þessari tækni er loks hægt að hafa nákvæma stjórn á gæðum framleiðslunnar í rauntíma. Konan átti ekki á hættu að brenna sig á bráðnu álinu og greiningar má endurtaka sjálfvirkt eins oft og þurfa þykir, jafnvel mörg hundruð sinnum á hverjum degi. Þannig er hægt að stjórna og ná gæðum í framleiðslunni sem eru langt umfram það sem áður hefur þekkst í áliðnaði. Látum róbótana vinna erfiðisverkin Þetta tækniafrek náðist meðal annars með því að nýta þekkingu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á róbótatækni, efnisfræði málma, laser-tækni og litrófsgreiningum. Verið er að taka í notkun fyrsta efnagreiningarróbotann af þessari gerð í álveri á Íslandi, auk þess sem prófanir standa yfir með færanlega gerð af róbótanum sem koma mun á markað á næstu mánuðum. Markmiðið með innleiðingu sjálfvirkra efnagreiningarróbota er að minnka slysahættu og bæta framleiðslustýringu álvera til muna. Þróunarverkefnið hefur verið styrkt af Tækniþróunarsjóði og Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Nýsköpun Nýsköpun og rannsóknir Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Skoðun Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Öruggara starfsumhverfi og bætt framleiðslustýring með róbótum Á mánudagsmorgni í ónefndu álveri klæðir kona sig upp í fullan hlífðarskrúða og gengur inn á vinnusvæði álversins. Hún opnar rennu þar sem 700-800 gráðu heitt ál flæðir fram hjá. Með ausu veiðir hún bráðið ál upp úr rennunni. Hún steypir álið í mót og býr til sýni þannig að hægt sé að meta gæði framleiðslunnar. Ferlinu er þó langt frá lokið. Sýnið er flutt inn á rannsóknastofu þar sem það er meðhöndlað og mælt. Langur tími getur liðið þar til rannsóknarstofan skilar niðurstöðum sem segja til um hvort efnasamsetning álsins sé innan settra marka – eða hvort stór hluti vinnslulotunnar sé unnin fyrir gýg. Efnagreiningarróboti DTE Til allrar hamingju er ný leið til að mæla efnainnihald álsins nú orðin fær. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur undanfarin ár aðstoðað sprotafyrirtækið DTE við að þróa búnað til að meta efnainnihald bráðins málms í rauntíma. Nýja aðferðin er fljótlegri, öruggari og skilar nákvæmni til jafns við sýnin sem mæld eru á tilraunastofu. Lítum aðeins á sama ferli með tækni DTE. Starfsmenn DTE forrita færanlegan efnagreiningarróbota. Á mánudagsmorgni situr kona í skrifstofustól í þægilegum fatnaði í stjórnstöð álframleiðslunnar. Hún heldur á rjúkandi kaffibolla og fylgist með á skjá þegar armur iðnaðarróbóta nálgast bráðið álið með mikilli nákvæmni. Laser-púls fellur á álið og á örskotsstundu greinir tækið ljósið sem endurkastast af yfirborðinu. Áður en mínúta er liðin birtast niðurstöður á skjánum og konan hefur aðgang að öllum upplýsingum um efnainnihald álframleiðslunnar sem er í fullum gangi. Með þessari tækni er loks hægt að hafa nákvæma stjórn á gæðum framleiðslunnar í rauntíma. Konan átti ekki á hættu að brenna sig á bráðnu álinu og greiningar má endurtaka sjálfvirkt eins oft og þurfa þykir, jafnvel mörg hundruð sinnum á hverjum degi. Þannig er hægt að stjórna og ná gæðum í framleiðslunni sem eru langt umfram það sem áður hefur þekkst í áliðnaði. Látum róbótana vinna erfiðisverkin Þetta tækniafrek náðist meðal annars með því að nýta þekkingu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á róbótatækni, efnisfræði málma, laser-tækni og litrófsgreiningum. Verið er að taka í notkun fyrsta efnagreiningarróbotann af þessari gerð í álveri á Íslandi, auk þess sem prófanir standa yfir með færanlega gerð af róbótanum sem koma mun á markað á næstu mánuðum. Markmiðið með innleiðingu sjálfvirkra efnagreiningarróbota er að minnka slysahættu og bæta framleiðslustýringu álvera til muna. Þróunarverkefnið hefur verið styrkt af Tækniþróunarsjóði og Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun