Evrópa þá og nú Stefanía Reynisdóttir skrifar 9. maí 2020 08:00 Í dag er Evrópudagurinn haldinn hátíðlegur um alla Evrópu, þó líklegast með breyttu sniði í ár sökum aðstæðna. Evrópudagurinn er hátíð friðar og samstöðu innan Evrópu og tækifæri til að velta fyrir sér þeim ævintýralegu framförum sem hafa orðið innan álfunnar síðan endir var bundinn á hrylling seinna stríðs. Friður og samvinna í 75 ár Fimm árum eftir að síðari heimstyrjöld lauk fyrir 75 árum, þann 9. maí 1950, setti Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, fram Schuman yfirlýsinguna sem markaði fyrsta skrefið í samrunaþróun Evrópu og fæðingarstund Evrópsks samstarfs. 70 ár af evrópskum samruna, samvinnu og samningaviðræðum byrjuðu með stofnun Kola- og stálbandalagsins þar sem sex ríki sameinuðu kola og stál framleiðslu sína. Í dag samanstendur Evrópusambandið af 27 ríkjum sem vinna saman að sameiginlegum markmiðum. 27 ríki sem setjast niður og rökræða við sama borðið frekar en að sitja hvert í sínu horni og há jafnvel stríð sín á milli. Hugsýn Schuman skín enn í gegn í Evrópusambandinu, en hann vildi ekki að samstarfið græfi undan þjóðríkjum sem einingum, heldur vildi hann breyta hugsun okkar og beina sjónum að því sem tengir okkur saman frekar en skilur okkur að. Stofnun Evrópusambandsins er þannig byggð á þeim skilningi að þegar ríki eru aðskilin og fullvalda reynist stutt í ágreininga. Þá reisa ríki viðskiptamúra til að verja hvoru tveggja raunverulega og ímyndaða hagsmuni sína sem stundum tilheyra aðeins litlum valdahópum innann þeirra. Reynsla seinustu áratuga sýnir okkur að evrópsk samvinna stuðlar að friði og velsæld allra sem í henni taka þátt. Sæti við borðið Evrópusambandið í dag byggir á grunngildum frjálslyndis um lýðræði, mannréttindi, og frelsi. Þetta eru allt gildi sem Ísland styður við, bæði hér heima og út í heimi. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki viljað gerast aðilar að sambandinu og standa þess í stað aðeins með annann fótinn inni. Með aðild að Evrópska Efnahagssvæðinu (EES) hefur Ísland fengið að taka þátt í innri markaði sambandsins og því sem oft er kallað fjórfrelsið. Það er Evrópusambandinu að þakka að við getum ferðast auðveldlega í Evrópu, búið þar, stundað nám, og átt frjáls viðskipti. Þjóðkjörnir fulltrúar Íslands koma hinsvegar ekki að ákvörðunartöku um lagaramma og regluverk innri markaðarins, en sökum aðildar Íslands að EES þurfum við að innleiða megnið af þeim lögum og reglum. Með aðild að Evrópusambandinu gætum við Íslendingar fengið sæti við borðið og orðið virkir þátttakendur í evrópskri samvinnu. Við fengjum þannig íslenskan framkvæmdastjóra í Framkvæmdastjórn ESB, íslenska þingmenn á Evrópuþingið og ráðherrar okkar sætu fundi leiðtogaráðsins. Á degi þessum tileinkuðum friði og samvinnu er vert að velta fyrir sér hvort að Ísland eigi ekki einmitt heima í sambandi ríkja sem virða lýðræði, mannréttindi og frjálslyndi. Ísland ætti að eiga sæti við borðið þar sem ákvarðanir er okkur varða eru teknar. Meðan Ísland er í EES vill bara einmitt svo til að borðið er í Brussel. Höfundur er alþjóðafulltrúi Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Í dag er Evrópudagurinn haldinn hátíðlegur um alla Evrópu, þó líklegast með breyttu sniði í ár sökum aðstæðna. Evrópudagurinn er hátíð friðar og samstöðu innan Evrópu og tækifæri til að velta fyrir sér þeim ævintýralegu framförum sem hafa orðið innan álfunnar síðan endir var bundinn á hrylling seinna stríðs. Friður og samvinna í 75 ár Fimm árum eftir að síðari heimstyrjöld lauk fyrir 75 árum, þann 9. maí 1950, setti Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, fram Schuman yfirlýsinguna sem markaði fyrsta skrefið í samrunaþróun Evrópu og fæðingarstund Evrópsks samstarfs. 70 ár af evrópskum samruna, samvinnu og samningaviðræðum byrjuðu með stofnun Kola- og stálbandalagsins þar sem sex ríki sameinuðu kola og stál framleiðslu sína. Í dag samanstendur Evrópusambandið af 27 ríkjum sem vinna saman að sameiginlegum markmiðum. 27 ríki sem setjast niður og rökræða við sama borðið frekar en að sitja hvert í sínu horni og há jafnvel stríð sín á milli. Hugsýn Schuman skín enn í gegn í Evrópusambandinu, en hann vildi ekki að samstarfið græfi undan þjóðríkjum sem einingum, heldur vildi hann breyta hugsun okkar og beina sjónum að því sem tengir okkur saman frekar en skilur okkur að. Stofnun Evrópusambandsins er þannig byggð á þeim skilningi að þegar ríki eru aðskilin og fullvalda reynist stutt í ágreininga. Þá reisa ríki viðskiptamúra til að verja hvoru tveggja raunverulega og ímyndaða hagsmuni sína sem stundum tilheyra aðeins litlum valdahópum innann þeirra. Reynsla seinustu áratuga sýnir okkur að evrópsk samvinna stuðlar að friði og velsæld allra sem í henni taka þátt. Sæti við borðið Evrópusambandið í dag byggir á grunngildum frjálslyndis um lýðræði, mannréttindi, og frelsi. Þetta eru allt gildi sem Ísland styður við, bæði hér heima og út í heimi. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki viljað gerast aðilar að sambandinu og standa þess í stað aðeins með annann fótinn inni. Með aðild að Evrópska Efnahagssvæðinu (EES) hefur Ísland fengið að taka þátt í innri markaði sambandsins og því sem oft er kallað fjórfrelsið. Það er Evrópusambandinu að þakka að við getum ferðast auðveldlega í Evrópu, búið þar, stundað nám, og átt frjáls viðskipti. Þjóðkjörnir fulltrúar Íslands koma hinsvegar ekki að ákvörðunartöku um lagaramma og regluverk innri markaðarins, en sökum aðildar Íslands að EES þurfum við að innleiða megnið af þeim lögum og reglum. Með aðild að Evrópusambandinu gætum við Íslendingar fengið sæti við borðið og orðið virkir þátttakendur í evrópskri samvinnu. Við fengjum þannig íslenskan framkvæmdastjóra í Framkvæmdastjórn ESB, íslenska þingmenn á Evrópuþingið og ráðherrar okkar sætu fundi leiðtogaráðsins. Á degi þessum tileinkuðum friði og samvinnu er vert að velta fyrir sér hvort að Ísland eigi ekki einmitt heima í sambandi ríkja sem virða lýðræði, mannréttindi og frjálslyndi. Ísland ætti að eiga sæti við borðið þar sem ákvarðanir er okkur varða eru teknar. Meðan Ísland er í EES vill bara einmitt svo til að borðið er í Brussel. Höfundur er alþjóðafulltrúi Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun