Tók tíma til að syrgja eftir fósturmissinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. mars 2020 15:00 Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur Vísir/Vilhelm „Ég á þrjú börn og ég myndi segja að í öll þrjú skiptin þá get ég algjörlega neglt niður, þetta var þegar barnið mitt varð til. Ég fékk bara svona tilfinningu, þetta gerðist núna, núna varð getnaður,“ segir kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg. Hún er gestur í öðrum þætti af hlaðvarpinu Kviknar hér á Vísi þar sem þemað er frjósemi og ófrjósemi. Sigga Dögg segir að hún hafi heyrt fleiri konur talað um að hafa upplifað þetta líka, að liggja og finna að getnaður hafi orðið, að finna að barn varð til. Hún veit sjálf nákvæmlega hvar og hvenær börnin komu undir. „Ég hef líka misst og þá man ég alveg þau skipti, þar sem getnaður átti sér stað. Það er ekki þar með sagt að þú verðir að finna einhverja guðlega tilfinningu til að getnaður hafi átt sér stað, alls ekki,“ útskýrir Sigga Dögg. Sigga Dögg hefur starfað sem kynfræðingur á Íslandi í tíu ár og meðal annars gefið út fjórar bækur. Í þættinum Kviknar er hún á persónulegum nótum og ræðir um sína upplifun af getnaði. „Ég man bara eftir því að liggja þarna og hugsa, vá þetta bara tókst núna, ég bara veit það. Svo einmitt var það raunin.“ Annan þátt af hlaðvarpinu Kviknar má finna í spilaranum hér að neðan. Ekki eftirminnilegt á kynlífskvarðanum Sigga Dögg segist hafa nálgast getnaðinn og kynlífið með mjög skýran ásetning: „Ég vil barn, ég er að óska eftir barni, markmið þessa hér er að fá barn. Ég man jafnframt eftir því að þessi skipti þau voru samt mjög tilfinningarík.“ Hún fann því fyrir meiri tengingu og innileika á meðan kynlífinu stóð. „Sem gerði þetta skipti mjög svona, ekkert endilega eftirminnilegt á kynlífskvarðanum einn til tíu og fullnægingarskalanum eða eitthvað, en það var eitthvað við þessi skipti, þau voru aðeins meira sérstök heldur en önnur skipti. Svo gat maður rakið til baka og hugsað, auðvitað, þarna varð barnið til.“ Missirinn gaf von Sigga Dögg ræðir meðal annars í smáatriðum um fyrsta skiptið sem hún varð ófrísk, en það endaði í fósturmissi. Þá hafði hún verið að reyna að eignast barn í smá tíma og náði að finna jákvæðan flöt á þeirri lífsreynslu. „Þó að sú meðganga hafi kannski ekki gengið eins og ég hefði óskað að þá samt fékk ég trú. Ég fékk trú á að þetta væri hægt og það var held ég bara sem það mér vantaði á þeim tíma af því að ég var að detta í pínu örvæntingu.“ Þó að það hafi verið erfitt að fá fréttirnar, fannst henni fallegt að heyra kvensjúkdómalækninn segja að nú vissu þau að líkaminn hennar gæti þetta, sem væri stórt kraftaverk. „Ég get því sagt að ég get fest fingur á hvar og hvernig hvert einasta af mínum þremur börnum var getið. Mér finnst það mjög magnað.“ Hlaðvarpið Kviknar birtist á Vísi aðra hverja viku. Í öðrum þætti er talað um frjósemi og ófrjósemi. Frelsandi að ræða missinn Sigga Dögg hefur þrisvar misst fóstur á meðgöngu og segir að það sé öðruvísi að missa þegar þú hefur fundið makann sem þú ætlar að eignast börnin þín með og ert byrjuð að ræða við hann um barneignir. „Fyrir mér var þetta þannig að ég saknaði barnsins áður en það kom.“ Árið áður en Sigga Dögg varð ófrísk fann hún sterkan söknuð eftir manneskju sem var ekki til og hún hafði aldrei hitt. Hún fann að þetta var hlutverk sem hún myndi fá. „Minn lífsferill verður það, ég verð að verða móðir, sama með hvaða leiðum ég geri það. Ég ætla mér að verða móðir.“ Siggu Dögg finnst feluleikurinn í kringum íslensku „12 vikna regluna“ um að bíða með að segja frá óléttu, algjörlega óþolandi. Hún segir að það hafi verið frelsandi að ræða fósturmissi sinn við aðra enda erfitt að fá þessa fréttir þegar þú ert byrjaður að plana fram í tímann og sjá fyrir þér hvernig þetta verður. „Þegar það er tekið af þér og þú hefur enga stjórn, sem er náttúrulega svolítið skelfilegt við meðgöngu að þú hefur enga stjórn, að þá er þetta náttúrulega svakalegur skellur. Þú verður að fá að syrgja það. Ég tók mér alveg tíma í það og fann að ég varð hrædd við að reyna aftur.“ Hún heiðraði minningu barnsins meðal annars með því að kaupa fallegan óróa. Þegar hún missti í annað og þriðja skiptið var það ólík upplifun, því þá var hún nú þegar búin að eignast börn. Hægt er að hlusta allt viðtalið og þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Auk Siggu Daggar er rætt við Helgu Sól hjá Livio Reykjavík. Kviknar mun birtast á Vísi aðra hverja viku, á miðvikudögum. Fyrsta þáttinn má finna hér á Vísi. Þættirnir verða alls átta talsins og hver þáttur hefur sitt þema. Hlaðvarpið fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Hlaðvarpið Kviknar fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kynlíf Börn og uppeldi Kviknar Frjósemi Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
„Ég á þrjú börn og ég myndi segja að í öll þrjú skiptin þá get ég algjörlega neglt niður, þetta var þegar barnið mitt varð til. Ég fékk bara svona tilfinningu, þetta gerðist núna, núna varð getnaður,“ segir kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg. Hún er gestur í öðrum þætti af hlaðvarpinu Kviknar hér á Vísi þar sem þemað er frjósemi og ófrjósemi. Sigga Dögg segir að hún hafi heyrt fleiri konur talað um að hafa upplifað þetta líka, að liggja og finna að getnaður hafi orðið, að finna að barn varð til. Hún veit sjálf nákvæmlega hvar og hvenær börnin komu undir. „Ég hef líka misst og þá man ég alveg þau skipti, þar sem getnaður átti sér stað. Það er ekki þar með sagt að þú verðir að finna einhverja guðlega tilfinningu til að getnaður hafi átt sér stað, alls ekki,“ útskýrir Sigga Dögg. Sigga Dögg hefur starfað sem kynfræðingur á Íslandi í tíu ár og meðal annars gefið út fjórar bækur. Í þættinum Kviknar er hún á persónulegum nótum og ræðir um sína upplifun af getnaði. „Ég man bara eftir því að liggja þarna og hugsa, vá þetta bara tókst núna, ég bara veit það. Svo einmitt var það raunin.“ Annan þátt af hlaðvarpinu Kviknar má finna í spilaranum hér að neðan. Ekki eftirminnilegt á kynlífskvarðanum Sigga Dögg segist hafa nálgast getnaðinn og kynlífið með mjög skýran ásetning: „Ég vil barn, ég er að óska eftir barni, markmið þessa hér er að fá barn. Ég man jafnframt eftir því að þessi skipti þau voru samt mjög tilfinningarík.“ Hún fann því fyrir meiri tengingu og innileika á meðan kynlífinu stóð. „Sem gerði þetta skipti mjög svona, ekkert endilega eftirminnilegt á kynlífskvarðanum einn til tíu og fullnægingarskalanum eða eitthvað, en það var eitthvað við þessi skipti, þau voru aðeins meira sérstök heldur en önnur skipti. Svo gat maður rakið til baka og hugsað, auðvitað, þarna varð barnið til.“ Missirinn gaf von Sigga Dögg ræðir meðal annars í smáatriðum um fyrsta skiptið sem hún varð ófrísk, en það endaði í fósturmissi. Þá hafði hún verið að reyna að eignast barn í smá tíma og náði að finna jákvæðan flöt á þeirri lífsreynslu. „Þó að sú meðganga hafi kannski ekki gengið eins og ég hefði óskað að þá samt fékk ég trú. Ég fékk trú á að þetta væri hægt og það var held ég bara sem það mér vantaði á þeim tíma af því að ég var að detta í pínu örvæntingu.“ Þó að það hafi verið erfitt að fá fréttirnar, fannst henni fallegt að heyra kvensjúkdómalækninn segja að nú vissu þau að líkaminn hennar gæti þetta, sem væri stórt kraftaverk. „Ég get því sagt að ég get fest fingur á hvar og hvernig hvert einasta af mínum þremur börnum var getið. Mér finnst það mjög magnað.“ Hlaðvarpið Kviknar birtist á Vísi aðra hverja viku. Í öðrum þætti er talað um frjósemi og ófrjósemi. Frelsandi að ræða missinn Sigga Dögg hefur þrisvar misst fóstur á meðgöngu og segir að það sé öðruvísi að missa þegar þú hefur fundið makann sem þú ætlar að eignast börnin þín með og ert byrjuð að ræða við hann um barneignir. „Fyrir mér var þetta þannig að ég saknaði barnsins áður en það kom.“ Árið áður en Sigga Dögg varð ófrísk fann hún sterkan söknuð eftir manneskju sem var ekki til og hún hafði aldrei hitt. Hún fann að þetta var hlutverk sem hún myndi fá. „Minn lífsferill verður það, ég verð að verða móðir, sama með hvaða leiðum ég geri það. Ég ætla mér að verða móðir.“ Siggu Dögg finnst feluleikurinn í kringum íslensku „12 vikna regluna“ um að bíða með að segja frá óléttu, algjörlega óþolandi. Hún segir að það hafi verið frelsandi að ræða fósturmissi sinn við aðra enda erfitt að fá þessa fréttir þegar þú ert byrjaður að plana fram í tímann og sjá fyrir þér hvernig þetta verður. „Þegar það er tekið af þér og þú hefur enga stjórn, sem er náttúrulega svolítið skelfilegt við meðgöngu að þú hefur enga stjórn, að þá er þetta náttúrulega svakalegur skellur. Þú verður að fá að syrgja það. Ég tók mér alveg tíma í það og fann að ég varð hrædd við að reyna aftur.“ Hún heiðraði minningu barnsins meðal annars með því að kaupa fallegan óróa. Þegar hún missti í annað og þriðja skiptið var það ólík upplifun, því þá var hún nú þegar búin að eignast börn. Hægt er að hlusta allt viðtalið og þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Auk Siggu Daggar er rætt við Helgu Sól hjá Livio Reykjavík. Kviknar mun birtast á Vísi aðra hverja viku, á miðvikudögum. Fyrsta þáttinn má finna hér á Vísi. Þættirnir verða alls átta talsins og hver þáttur hefur sitt þema. Hlaðvarpið fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Hlaðvarpið Kviknar fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kynlíf Börn og uppeldi Kviknar Frjósemi Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira