Gunnari Rúnari meinað að mæta aftur til vinnu eftir þrjá daga í starfi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. maí 2020 19:00 Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morð, var á dögunum tilkynnt að hann mætti ekki mæta aftur til vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ eftir að hafa unnið þar í þrjá daga. Formaður félags fanga segir bæinn fara fram með fordómum og útskúfun. Árið 2011 var Gunnar Rúnar dæmdur í 16 ára fangelsi í Hæstarétti fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni. Héraðsdómur hafði áður dæmt Gunnar Rúnar ósakhæfan og til vistunar á viðeigandi stofnun. Gunnar Rúnar sat inni þar til í fyrra þegar hann fór á áfangaheimilið Vernd og hefur því afplánað utan fangelsis í tæpt ár. Afplánun utan fangelsis eru hluti af betrun og aðlögun manna út í samfélagið á ný en til þess að fá að á vera á Vernd þarf fólk að vera í vinnu eða námi. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður félags fanga, segir það hafa gengið mjög erfiðlega fyrir Gunnar Rúnar að fá vinnu og hefur hann verið í sjálfboðaliðavinnu og þegið fjárhagsaðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga.vísir/arnar „Þetta er samt maður sem vill taka þátt í samfélaginu og koma betur út og byrja að borga skatta og ná að lifa og vera góður samfélagsþegn. Hann fékk tækifæri til þess hjá Hafnarfjarðarbæ í síðustu viku en hann var búin að vinna í þrjá daga þegar honum var sagt upp,“ segir Guðmundur Ingi. Ástæðan sem gefin var upp hafi verið að kvartanir hafi borist frá öðrum starfsmönnum um að þeir vildu ekki vinna með honum. „Við teljum að það sé ólíðandi árið 2020 að bæjarfélag fari þannig fram með fordómum, mismunum og útskúfun,“ segir Guðmundur. Allir eigi rétt á öðru tækifæri sama hve alvarlegt brotið er. „Menn vilja koma út og sanna sig og sýna að það sé hægt að treysta þeim og byrja aftur nýtt líf og auðvitað er þetta mjög erfitt bakslag og það eru ekkert allir sem höndla það mjög vel,“ segir Guðmundur Ingi. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.VÍSIR/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segist ekki geta geta tjáð sig um málið en að það sé til skoðunar innan bæjarkerfisins. „Hafnarfjarðarbær, þeir segja það sjálfir, að þeir vinni gegn fordómum og vilja að vinnustaðir þeirra séu með fræðslu gegn fordómum þannig þetta stríðir gegn þeirra stefnu.“ segir Guðmundur og bætir við að félagsþjónustur sveitarfélaga eigi að vera valdeflandi. „ Enda leitar þangað fólk í veikri stöðu. Að okkar mati var brotið gegn mannréttindum á þessum manni og við treystum því að bæjarfélagið bæti það tjón,“ segir Guðmundur Ingi. Hafnarfjörður Fangelsismál Vinnumarkaður Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira
Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morð, var á dögunum tilkynnt að hann mætti ekki mæta aftur til vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ eftir að hafa unnið þar í þrjá daga. Formaður félags fanga segir bæinn fara fram með fordómum og útskúfun. Árið 2011 var Gunnar Rúnar dæmdur í 16 ára fangelsi í Hæstarétti fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni. Héraðsdómur hafði áður dæmt Gunnar Rúnar ósakhæfan og til vistunar á viðeigandi stofnun. Gunnar Rúnar sat inni þar til í fyrra þegar hann fór á áfangaheimilið Vernd og hefur því afplánað utan fangelsis í tæpt ár. Afplánun utan fangelsis eru hluti af betrun og aðlögun manna út í samfélagið á ný en til þess að fá að á vera á Vernd þarf fólk að vera í vinnu eða námi. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður félags fanga, segir það hafa gengið mjög erfiðlega fyrir Gunnar Rúnar að fá vinnu og hefur hann verið í sjálfboðaliðavinnu og þegið fjárhagsaðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga.vísir/arnar „Þetta er samt maður sem vill taka þátt í samfélaginu og koma betur út og byrja að borga skatta og ná að lifa og vera góður samfélagsþegn. Hann fékk tækifæri til þess hjá Hafnarfjarðarbæ í síðustu viku en hann var búin að vinna í þrjá daga þegar honum var sagt upp,“ segir Guðmundur Ingi. Ástæðan sem gefin var upp hafi verið að kvartanir hafi borist frá öðrum starfsmönnum um að þeir vildu ekki vinna með honum. „Við teljum að það sé ólíðandi árið 2020 að bæjarfélag fari þannig fram með fordómum, mismunum og útskúfun,“ segir Guðmundur. Allir eigi rétt á öðru tækifæri sama hve alvarlegt brotið er. „Menn vilja koma út og sanna sig og sýna að það sé hægt að treysta þeim og byrja aftur nýtt líf og auðvitað er þetta mjög erfitt bakslag og það eru ekkert allir sem höndla það mjög vel,“ segir Guðmundur Ingi. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.VÍSIR/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segist ekki geta geta tjáð sig um málið en að það sé til skoðunar innan bæjarkerfisins. „Hafnarfjarðarbær, þeir segja það sjálfir, að þeir vinni gegn fordómum og vilja að vinnustaðir þeirra séu með fræðslu gegn fordómum þannig þetta stríðir gegn þeirra stefnu.“ segir Guðmundur og bætir við að félagsþjónustur sveitarfélaga eigi að vera valdeflandi. „ Enda leitar þangað fólk í veikri stöðu. Að okkar mati var brotið gegn mannréttindum á þessum manni og við treystum því að bæjarfélagið bæti það tjón,“ segir Guðmundur Ingi.
Hafnarfjörður Fangelsismál Vinnumarkaður Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira