Lífæðin Hamraborg og tækifæri fyrir lifandi samfélag Einar Örn Þorvarðarson skrifar 13. maí 2020 11:30 Undanfarnar vikur hefur staðið yfir virk umræða meðal Kópavogsbúa um vinnslutillögu að fyrirhuguðu nýju deiliskipulagi fyrir hluta miðbæjar Kópavogs. Sá hluti er Hamraborg/Fannborg og Traðarreitur vestri. Vinnslutillagan var kynnt í Skipulagsráði um miðjan mars. Á þeim fundi sat ég einn hjá við afgreiðslu málsins. Það dylst engum sem skoðar tillöguna að byggingarmagn ofanjarðar upp á 53.000m2 og upp á allt að 13 hæðir á þessum reit er allt of langt seilst í nýtingu. Það er heldur ekki í nokkru samræmi við umhverfið eða hugmyndir okkar íbúa um eðlilega þéttingu byggðar og lifandi samfélag. Covid 19 kom í veg fyrir að unnt væri að kynna tillöguna í venjubundnu kynningarferli. Hún var því kynnt á vef Kópavogsbæjar, auglýst í Fréttablaðinu og á rafrænum kynningarfundi. Hraðinn í ferlinu er hins vegar óskiljanlegur, bæði í ljósi þess að Hamraborgin er hjarta bæjarins og miðja höfuðborgarsvæðisins og þess að Kópavogsbúar vilja raunverulega hafa á því skoðun hvernig nærumhverfið þeirra og „hjarta“ bæjarins byggist upp. Það er því með öllu óásættanlegt að keyra málið í gegn á ógnarhraða á tímum þegar Covid ógn hamlar íbúum aðkomu að ferlinu. Íbúar kalla á aukið og virkt samráð og það er okkar kjörinna fulltrúa að sinna því kalli. Bæjarstjórn Kópavogs hefur markað sér stefnu til 2030 sem byggir á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í hugmyndinni um sjálfbært samfélag er falin trygging fyrir tækifærum fyrir alla til áhrifa og að íbúar eru virkjaðir til ákvarðanatöku. Það er engin ástæða til að missa sjónar á þessum markmiðum og veita afslátt af lýðræðinu. Þvert á móti ætti að herða á þeirri tryggingu sem felst í þátttöku íbúa við ákvarðanatöku um stór mál. Við Íslendingar höfum séð nóg af mistökum í skipulagsmálum. Við höfum líka fengið nóg af skorti á samráði við íbúa um skipulagsmál. Breyting og þétting byggðar kallar á aukið samráð við íbúa, íbúasamtök, hagsmunasamtök, rekstraraðila og aðra mögulega hagsmunaaðila. Það eru ekki ný sannindi að samtalið er nauðsynlegt til að ná bestu mögulegu niðurstöðu og það er skýlaus krafa okkar í BF Viðreisn að fólkið sem býr og starfar í bæjarfélaginu hafi tækifæri til að hafa áhrif á mótun og uppbyggingu umhverfis síns. Á fundi skipulagsráðs í síðustu viku kom fram ný vinnslutillaga að deiliskipulaginu. Sú tillaga gefur raunveruleg tækifæri til að skipuleggja svæðið í takti við þarfir og vilja íbúa og hagsmunaaðila. Við fulltrúar minnihlutans í skipulagsráði – BF Viðreisn, Samfylkingin og Píratar – höfum lagt ríka áherslu á virkt þátttökulýðræði í öllu ferlinu. Við munum ekki gefa neinn afslátt frá því. Höfundur er bæjarfulltrúi BF Viðreisnar í Kópavogi og fulltrúi í skipulagsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skipulag Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur staðið yfir virk umræða meðal Kópavogsbúa um vinnslutillögu að fyrirhuguðu nýju deiliskipulagi fyrir hluta miðbæjar Kópavogs. Sá hluti er Hamraborg/Fannborg og Traðarreitur vestri. Vinnslutillagan var kynnt í Skipulagsráði um miðjan mars. Á þeim fundi sat ég einn hjá við afgreiðslu málsins. Það dylst engum sem skoðar tillöguna að byggingarmagn ofanjarðar upp á 53.000m2 og upp á allt að 13 hæðir á þessum reit er allt of langt seilst í nýtingu. Það er heldur ekki í nokkru samræmi við umhverfið eða hugmyndir okkar íbúa um eðlilega þéttingu byggðar og lifandi samfélag. Covid 19 kom í veg fyrir að unnt væri að kynna tillöguna í venjubundnu kynningarferli. Hún var því kynnt á vef Kópavogsbæjar, auglýst í Fréttablaðinu og á rafrænum kynningarfundi. Hraðinn í ferlinu er hins vegar óskiljanlegur, bæði í ljósi þess að Hamraborgin er hjarta bæjarins og miðja höfuðborgarsvæðisins og þess að Kópavogsbúar vilja raunverulega hafa á því skoðun hvernig nærumhverfið þeirra og „hjarta“ bæjarins byggist upp. Það er því með öllu óásættanlegt að keyra málið í gegn á ógnarhraða á tímum þegar Covid ógn hamlar íbúum aðkomu að ferlinu. Íbúar kalla á aukið og virkt samráð og það er okkar kjörinna fulltrúa að sinna því kalli. Bæjarstjórn Kópavogs hefur markað sér stefnu til 2030 sem byggir á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í hugmyndinni um sjálfbært samfélag er falin trygging fyrir tækifærum fyrir alla til áhrifa og að íbúar eru virkjaðir til ákvarðanatöku. Það er engin ástæða til að missa sjónar á þessum markmiðum og veita afslátt af lýðræðinu. Þvert á móti ætti að herða á þeirri tryggingu sem felst í þátttöku íbúa við ákvarðanatöku um stór mál. Við Íslendingar höfum séð nóg af mistökum í skipulagsmálum. Við höfum líka fengið nóg af skorti á samráði við íbúa um skipulagsmál. Breyting og þétting byggðar kallar á aukið samráð við íbúa, íbúasamtök, hagsmunasamtök, rekstraraðila og aðra mögulega hagsmunaaðila. Það eru ekki ný sannindi að samtalið er nauðsynlegt til að ná bestu mögulegu niðurstöðu og það er skýlaus krafa okkar í BF Viðreisn að fólkið sem býr og starfar í bæjarfélaginu hafi tækifæri til að hafa áhrif á mótun og uppbyggingu umhverfis síns. Á fundi skipulagsráðs í síðustu viku kom fram ný vinnslutillaga að deiliskipulaginu. Sú tillaga gefur raunveruleg tækifæri til að skipuleggja svæðið í takti við þarfir og vilja íbúa og hagsmunaaðila. Við fulltrúar minnihlutans í skipulagsráði – BF Viðreisn, Samfylkingin og Píratar – höfum lagt ríka áherslu á virkt þátttökulýðræði í öllu ferlinu. Við munum ekki gefa neinn afslátt frá því. Höfundur er bæjarfulltrúi BF Viðreisnar í Kópavogi og fulltrúi í skipulagsráði.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar