Landsréttur staðfestir dóm yfir tveimur föngum fyrir „sérstaklega hættulega“ líkamsárás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2020 23:30 Landsréttur staðfesti í dag dóm yfir tveimur föngum á Litla-Hrauni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á ungum hælisleitenda. Vísir/Ernir Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir tveimur föngum á Litla-Hrauni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Þá var annar maðurinn einnig sakfelldur fyrir að hafa kastað stól í fangavörð og hrækt í andlit hans. Mennirnir voru báðir dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir brotið af Héraðsdómi Suðurlands í lok mars síðasta árs. Þá var annar mannanna, Trausti Rafn Henriksson, dæmdur til að greiða fórnarlambinu, ungum hælisleitanda frá Marokkó, 600 þúsund króna miskabætur vegna árásarinnar. Sá er ráðist var á var einnig fangi á Litla-Hrauni þegar árásin átti sér stað í janúar árið 2018. Hann kom hingað til lands haustið 2016 en hann sat inni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann freistaðist til þess að smygla sér um borð í eitt af flutningaskipum Eimskips og komst þannig til Kanada. Skömmu eftir árásina var honum vísað af landi brott. Ákærðu, þeir Trausti Rafn Henriksson og Baldur Kolbeinsson, réðust á Houssin í íþróttasal fangelsisins þann 23. janúar 2018. Fram kemur í dómnum að Trausti hafi kýlt og sparkað ítrekað í höfuð og líkama fórnarlambsins auk þess að hafa tekið hann hálstaki. Baldur hafi þá einnig kýlt hann ítrekað í höfuð og líkama, sparkað í hann og snúið hann niður í gólfið. Sjá einnig: Dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir „fólskulega“ árás á ungan hælisleitanda Þá reyndi Baldur einnig að girða niður um hann buxurnar og sest klofvega yfir búk hans og kýlt ítrekað með báðum höndum í höfuð hans þar til hann missti meðvitund. Trausti hafi á meðan þrívegis stappað á höfði mannsins. Hann hlaut mikla áverka af árásinni. Trausta Rafni var einnig gefið að sök að hafa kastað stól í fangavörð á Litla-Hrauni í september árið 2016 og síðar hrækt í andlit hans. Þá var Baldur einnig ákærður fyrir að hafa bitið hluta úr efri vör fanga á íþróttavelli við Litla-Hraun í júlí árið 2017. Fangelsismál Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir tveimur föngum á Litla-Hrauni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Þá var annar maðurinn einnig sakfelldur fyrir að hafa kastað stól í fangavörð og hrækt í andlit hans. Mennirnir voru báðir dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir brotið af Héraðsdómi Suðurlands í lok mars síðasta árs. Þá var annar mannanna, Trausti Rafn Henriksson, dæmdur til að greiða fórnarlambinu, ungum hælisleitanda frá Marokkó, 600 þúsund króna miskabætur vegna árásarinnar. Sá er ráðist var á var einnig fangi á Litla-Hrauni þegar árásin átti sér stað í janúar árið 2018. Hann kom hingað til lands haustið 2016 en hann sat inni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann freistaðist til þess að smygla sér um borð í eitt af flutningaskipum Eimskips og komst þannig til Kanada. Skömmu eftir árásina var honum vísað af landi brott. Ákærðu, þeir Trausti Rafn Henriksson og Baldur Kolbeinsson, réðust á Houssin í íþróttasal fangelsisins þann 23. janúar 2018. Fram kemur í dómnum að Trausti hafi kýlt og sparkað ítrekað í höfuð og líkama fórnarlambsins auk þess að hafa tekið hann hálstaki. Baldur hafi þá einnig kýlt hann ítrekað í höfuð og líkama, sparkað í hann og snúið hann niður í gólfið. Sjá einnig: Dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir „fólskulega“ árás á ungan hælisleitanda Þá reyndi Baldur einnig að girða niður um hann buxurnar og sest klofvega yfir búk hans og kýlt ítrekað með báðum höndum í höfuð hans þar til hann missti meðvitund. Trausti hafi á meðan þrívegis stappað á höfði mannsins. Hann hlaut mikla áverka af árásinni. Trausta Rafni var einnig gefið að sök að hafa kastað stól í fangavörð á Litla-Hrauni í september árið 2016 og síðar hrækt í andlit hans. Þá var Baldur einnig ákærður fyrir að hafa bitið hluta úr efri vör fanga á íþróttavelli við Litla-Hraun í júlí árið 2017.
Fangelsismál Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira