Stefnubreyting hjá SVÞ? – fögnum því Sigmar Vilhjálmsson skrifar 7. apríl 2020 08:00 Formaður Samtaka verslunar og þjónustu ritaði góða grein í Morgunblaðið þann 4. apríl sl. Yfirskrift greinarinnar var „Höldum áfram – samstaðan mun fleyta okkur langt“ og fjallaði um hversu sterk og þrótt mikil þjóð okkar hefur verið í gegnum tíðina. Einnig kemur hann inná mikilvægi þess að halda uppi daglegu lífi eins og versla á netinu. Með því að versla á netinu þá erum við öll að leggja okkar að mörkum til að halda fyrirtækjum gangandi og neikvæðum afleiðingum COVID faraldursins niðri. Það er í sjálfu sér allt rétt sem formaðurinn segir í þessari grein og full ástæða til að taka undir hvert orð. En þar sem þessi grein er rituð undir merkjum SVÞ þá óneitanlega leiðir maður hugann að því hvernig félagsmenn SVÞ haga sínum málum í þessum efnum sjálfir. Í röðum félagsmanna eru stærstu innflytjendur á matvæli sem hafa höggvið verulega í íslenska framleiðslu matvæla með tilheyrandi uppsögnum og niðurskurði í innlendum landbúnaði. Í röðum félagsmanna SVÞ eru fyrirtæki sem hafa kostað gríðarlega miklu til við að halda uppi kröfum um innflutning á enn meira af matvælum en þegar er verið að flytja inn. Ef vilji félagsmanna SVÞ myndi ganga eftir þá væri landbúnaður á Íslandi með öllu lagður niður. Mögulega er þessi grein formanns SVÞ stefnubreyting í þessum efnum og því ber þá að fagna. Það er óskandi að síðasta málsgrein formannsins sé merki um nýja stefnu SVÞ í innlendri framleiðslu, verslun og þjónustu. Orðrétt segir: „Sýnum í verki samtakamátt okkar og skiptum við íslensk fyrirtæki. Með því hjálpum við fyrirtækjunum að komast yfir erfiðasta hjallann og leggja þar með grunn að kröftugri viðspyrnu atvinnulífsins þegar aftur birtir til“. Það er óskandi að þessi grein sé ekki bara orðin ein heldur verði framkvæmd í verki. Ekki bara núna á COVID tímum, heldur um alla framtíð. Enda mun „samstaðan fleyta okkur langt“, svo ég vitni aftur í formanninn. Höfundur er talsmaður FESK - Félag eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verslun Sigmar Vilhjálmsson Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Formaður Samtaka verslunar og þjónustu ritaði góða grein í Morgunblaðið þann 4. apríl sl. Yfirskrift greinarinnar var „Höldum áfram – samstaðan mun fleyta okkur langt“ og fjallaði um hversu sterk og þrótt mikil þjóð okkar hefur verið í gegnum tíðina. Einnig kemur hann inná mikilvægi þess að halda uppi daglegu lífi eins og versla á netinu. Með því að versla á netinu þá erum við öll að leggja okkar að mörkum til að halda fyrirtækjum gangandi og neikvæðum afleiðingum COVID faraldursins niðri. Það er í sjálfu sér allt rétt sem formaðurinn segir í þessari grein og full ástæða til að taka undir hvert orð. En þar sem þessi grein er rituð undir merkjum SVÞ þá óneitanlega leiðir maður hugann að því hvernig félagsmenn SVÞ haga sínum málum í þessum efnum sjálfir. Í röðum félagsmanna eru stærstu innflytjendur á matvæli sem hafa höggvið verulega í íslenska framleiðslu matvæla með tilheyrandi uppsögnum og niðurskurði í innlendum landbúnaði. Í röðum félagsmanna SVÞ eru fyrirtæki sem hafa kostað gríðarlega miklu til við að halda uppi kröfum um innflutning á enn meira af matvælum en þegar er verið að flytja inn. Ef vilji félagsmanna SVÞ myndi ganga eftir þá væri landbúnaður á Íslandi með öllu lagður niður. Mögulega er þessi grein formanns SVÞ stefnubreyting í þessum efnum og því ber þá að fagna. Það er óskandi að síðasta málsgrein formannsins sé merki um nýja stefnu SVÞ í innlendri framleiðslu, verslun og þjónustu. Orðrétt segir: „Sýnum í verki samtakamátt okkar og skiptum við íslensk fyrirtæki. Með því hjálpum við fyrirtækjunum að komast yfir erfiðasta hjallann og leggja þar með grunn að kröftugri viðspyrnu atvinnulífsins þegar aftur birtir til“. Það er óskandi að þessi grein sé ekki bara orðin ein heldur verði framkvæmd í verki. Ekki bara núna á COVID tímum, heldur um alla framtíð. Enda mun „samstaðan fleyta okkur langt“, svo ég vitni aftur í formanninn. Höfundur er talsmaður FESK - Félag eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda á Íslandi.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar