Rúm sex ára sonarins alelda þegar þau vöknuðu: „Aldrei geyma eldfæri þar sem börn ná til“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. maí 2020 19:00 Ungt par með tvö börn og annað á leiðinni missti á dögunum allar sínar eigur eftir að eldur kom upp í íbúð þeirra. Þau biðla til barnafólks að ganga tryggilega frá eldfærum í læstum skápum. Upp úr klukkan átta um morgunninn síðast liðinn sunnudag voru þau Sigrún Líndal og Ásgeir Falk vakin af föður Ásgeirs, sem hafði búið með þeim um tíma. Þá var kominn mikill eldur í svefnherbergi sex ára gamals sonar þeirra. „Það var bara alelda, eina sem maður sér er bara eldur og rúmið allt í báli og fyrsta sem ég sé eru útlínur þarna inni og ég held að það sé strákurinn minn því ég sá hann hvergi þarna í kring. En síðan kemur hann þarna á milli okkar og hjartað fór að slá aftur,“ segir Ásgeir. Misstu allar eigur sínar Sonurinn, sem er sex ára, hafði fundið kveikjara, sem líktist dóti og kveikt í blaði inni í herberginu sínu. Hann náði þó að koma sér út úr herberginu í tæka tíð og allir komust út úr íbúðinni ómeiddir, einnig 2 ára sonur þeirra. Íbúðin er gjörónýt og allar eigur þeirra líka. „Öll raftæki sem maður er búin að kaupa, öll fötin okkar, allt dótið hjá strákunum, rúmin þeirra, giftingargjafir,“ segir Sigrún og bætir við að einnig hafi þau misst teikningar eftir strákana sína og aðrar persónulegar eigur. Íbúðin sem fjölskyldan bjó í var á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í Grafarvogivísir/sigurjón Kenna sjálfum sér um Þau eru með innbústryggingu en hafa enn ekki fengið upplýsingar um hve mikið þau fá bætt. Þá hafa þau fengið mikla hjálp frá ýmsum aðilum og er mjög þakklát. Félagsbústaðir eiga íbúðina og er nú unnið að því að finna nýtt heimili handa þeim. Þau dvelja á hóteli á meðan. Sigrún er ófrísk og eiga þau von á barni í september. Næstu mánuðir fara í að safna í búið á ný. „Eldri strákurinn er niðurdreginn, þetta hefur tekið mikið á hann,“ segir Ásgeir. Þau hafi þó gert honum ljóst að þetta sé alls ekki honum að kenna. Þau kenna sjálfum sér í raun um og vilja vekja athygli á því hve hættulegt það geti verið ef börn komast í eldfæri. Áttu eftir að kaupa batterí í reykskynjarann „Við gerðum þau mistök að geyma þetta lengst inn á borðinu hjá okkur en hann náði samt í það. Krakkar eru mjög klókir í að ná í það sem þau vilja“ segir Ásgeir. „Sama hvað það er, bara aldrei geyma þar sem börn geta náð til,“ bætir Sigrún við. „Hvorki eldspýtur, kveikjara né kerti.“ Þá höfðu þau nýlega tekið batteríin úr reykskynjaranum þar sem hann var byrjaður að gefa frá sér hljóð sem merki um að batterí vandaði. Það var næst á dagskrá að kaupa ný batterí. „Það eru stærstu mistök sem þú getur gert, því ef pabbi minn hefði ekki verið þarna þá er mjög líklegt að við værum ekki hérna í dag,“ segir Ásgeir. Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Fjölbýlishús rýmt vegna elds í svefnherbergi Fjölbýlishús í Húsahverfi Grafarvogs var rýmt í morgun eftir að eldur kom upp í svefnherbergi í íbúð á þriðju hæð. Íbúar í íbúðinni voru fluttur á slysadeild til skoðunar. 10. maí 2020 09:59 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Ungt par með tvö börn og annað á leiðinni missti á dögunum allar sínar eigur eftir að eldur kom upp í íbúð þeirra. Þau biðla til barnafólks að ganga tryggilega frá eldfærum í læstum skápum. Upp úr klukkan átta um morgunninn síðast liðinn sunnudag voru þau Sigrún Líndal og Ásgeir Falk vakin af föður Ásgeirs, sem hafði búið með þeim um tíma. Þá var kominn mikill eldur í svefnherbergi sex ára gamals sonar þeirra. „Það var bara alelda, eina sem maður sér er bara eldur og rúmið allt í báli og fyrsta sem ég sé eru útlínur þarna inni og ég held að það sé strákurinn minn því ég sá hann hvergi þarna í kring. En síðan kemur hann þarna á milli okkar og hjartað fór að slá aftur,“ segir Ásgeir. Misstu allar eigur sínar Sonurinn, sem er sex ára, hafði fundið kveikjara, sem líktist dóti og kveikt í blaði inni í herberginu sínu. Hann náði þó að koma sér út úr herberginu í tæka tíð og allir komust út úr íbúðinni ómeiddir, einnig 2 ára sonur þeirra. Íbúðin er gjörónýt og allar eigur þeirra líka. „Öll raftæki sem maður er búin að kaupa, öll fötin okkar, allt dótið hjá strákunum, rúmin þeirra, giftingargjafir,“ segir Sigrún og bætir við að einnig hafi þau misst teikningar eftir strákana sína og aðrar persónulegar eigur. Íbúðin sem fjölskyldan bjó í var á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í Grafarvogivísir/sigurjón Kenna sjálfum sér um Þau eru með innbústryggingu en hafa enn ekki fengið upplýsingar um hve mikið þau fá bætt. Þá hafa þau fengið mikla hjálp frá ýmsum aðilum og er mjög þakklát. Félagsbústaðir eiga íbúðina og er nú unnið að því að finna nýtt heimili handa þeim. Þau dvelja á hóteli á meðan. Sigrún er ófrísk og eiga þau von á barni í september. Næstu mánuðir fara í að safna í búið á ný. „Eldri strákurinn er niðurdreginn, þetta hefur tekið mikið á hann,“ segir Ásgeir. Þau hafi þó gert honum ljóst að þetta sé alls ekki honum að kenna. Þau kenna sjálfum sér í raun um og vilja vekja athygli á því hve hættulegt það geti verið ef börn komast í eldfæri. Áttu eftir að kaupa batterí í reykskynjarann „Við gerðum þau mistök að geyma þetta lengst inn á borðinu hjá okkur en hann náði samt í það. Krakkar eru mjög klókir í að ná í það sem þau vilja“ segir Ásgeir. „Sama hvað það er, bara aldrei geyma þar sem börn geta náð til,“ bætir Sigrún við. „Hvorki eldspýtur, kveikjara né kerti.“ Þá höfðu þau nýlega tekið batteríin úr reykskynjaranum þar sem hann var byrjaður að gefa frá sér hljóð sem merki um að batterí vandaði. Það var næst á dagskrá að kaupa ný batterí. „Það eru stærstu mistök sem þú getur gert, því ef pabbi minn hefði ekki verið þarna þá er mjög líklegt að við værum ekki hérna í dag,“ segir Ásgeir.
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Fjölbýlishús rýmt vegna elds í svefnherbergi Fjölbýlishús í Húsahverfi Grafarvogs var rýmt í morgun eftir að eldur kom upp í svefnherbergi í íbúð á þriðju hæð. Íbúar í íbúðinni voru fluttur á slysadeild til skoðunar. 10. maí 2020 09:59 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Fjölbýlishús rýmt vegna elds í svefnherbergi Fjölbýlishús í Húsahverfi Grafarvogs var rýmt í morgun eftir að eldur kom upp í svefnherbergi í íbúð á þriðju hæð. Íbúar í íbúðinni voru fluttur á slysadeild til skoðunar. 10. maí 2020 09:59