Lygileg saga af því þegar Jóhann Jóhannsson aðstoðaði Pál Óskar við lagið Stanslaust stuð Stefán Árni Pálsson skrifar 9. apríl 2020 12:30 Páll Óskar og Jóhann Jóhannsson heitinn tóku ákvörðun um að gera lag saman sumarið 1993 og það í New York. „Ég mæti til New York og er ekki búinn að vera þar lengi þegar ég labba inn á minn fyrsta dragklúbb. Þá er ég og Maríus, vinur minn, búnir að vera gera dragshow hér á Íslandi á stað sem hét Moulin Rouge við Hlemm og alveg galið dragtímabil þar að baki. Ég arka inn á klúbb sem hét Crow Bar sem var mekka dragsins í New York þarna sumarið 1993,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson í löngu tveggja tíma viðtali við Ívar Guðmundsson á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann söguna hvernig lagið Stanslaust stuð var til. „Ég fer þarna í prufu og fæ djobb og treð þarna upp í einhverjar fjórar helgar í röð. Í einum af labbitúrunum mínum þarna í East Village voru staddir Óttarr Proppé og Björn Blöndal sem voru í rokkhljómsveitinni Ham og Ham var að túra í New York á þessum tíma þetta sumarið og akkúrat á sama tíma og ég var þarna. Sagan segir að Óttarr Proppé hafi bent yfir götuna og bent á mig og sagt, er þetta ekki Páll Óskar? Og Björn Böndal hafi þá svarað. Það er alveg sama hver þetta er, þetta er örugglega kynvillingur,“ segir Páll sem náði að hitta þá félaga síðar og skellti sér á tónleika. „Ég varð algjör grúppía á þeim giggum sem þeir tóku þarna og við náðum að ræða saman. Ég og Jóhann Jóhannsson heitinn sem seinna meir vann Golden Globe verðlaun og var tilnefndur til Óskarsins fyrir sína sköpun í kvikmyndum og hitti líka Sigurjón Kjartansson. Ég og Jói tókum mjög góðan fund á einhverjum vampírubar. Þar var bara tekin ákvörðun um að við myndum taka upp plötu,“ segir Páll en Jóhann lét hann hafa grunn að lagi og bað hann um að semja laglínu og texta við lagið. Palli gerði það og úr varð lagið Stanslaust stuð sem er eitt vinsælasta lag popparans sem varð fimmtugur á dögunum. Hlusta má á viðtalið við Pál Óskar í heild sinni hér að neðan. Tónlist Tímamót Einu sinni var... Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira
„Ég mæti til New York og er ekki búinn að vera þar lengi þegar ég labba inn á minn fyrsta dragklúbb. Þá er ég og Maríus, vinur minn, búnir að vera gera dragshow hér á Íslandi á stað sem hét Moulin Rouge við Hlemm og alveg galið dragtímabil þar að baki. Ég arka inn á klúbb sem hét Crow Bar sem var mekka dragsins í New York þarna sumarið 1993,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson í löngu tveggja tíma viðtali við Ívar Guðmundsson á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann söguna hvernig lagið Stanslaust stuð var til. „Ég fer þarna í prufu og fæ djobb og treð þarna upp í einhverjar fjórar helgar í röð. Í einum af labbitúrunum mínum þarna í East Village voru staddir Óttarr Proppé og Björn Blöndal sem voru í rokkhljómsveitinni Ham og Ham var að túra í New York á þessum tíma þetta sumarið og akkúrat á sama tíma og ég var þarna. Sagan segir að Óttarr Proppé hafi bent yfir götuna og bent á mig og sagt, er þetta ekki Páll Óskar? Og Björn Böndal hafi þá svarað. Það er alveg sama hver þetta er, þetta er örugglega kynvillingur,“ segir Páll sem náði að hitta þá félaga síðar og skellti sér á tónleika. „Ég varð algjör grúppía á þeim giggum sem þeir tóku þarna og við náðum að ræða saman. Ég og Jóhann Jóhannsson heitinn sem seinna meir vann Golden Globe verðlaun og var tilnefndur til Óskarsins fyrir sína sköpun í kvikmyndum og hitti líka Sigurjón Kjartansson. Ég og Jói tókum mjög góðan fund á einhverjum vampírubar. Þar var bara tekin ákvörðun um að við myndum taka upp plötu,“ segir Páll en Jóhann lét hann hafa grunn að lagi og bað hann um að semja laglínu og texta við lagið. Palli gerði það og úr varð lagið Stanslaust stuð sem er eitt vinsælasta lag popparans sem varð fimmtugur á dögunum. Hlusta má á viðtalið við Pál Óskar í heild sinni hér að neðan.
Tónlist Tímamót Einu sinni var... Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira