Hefja almenna skimun fyrir veirunni á Ísafirði með pinnum frá Íslenskri erfðagreiningu Birgir Olgeirsson skrifar 9. apríl 2020 12:03 Skimunin hefst á Ísafirði eftir páska. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða ætlar að hefja almenna skimun fyrir kórónuveirunni á Ísafirði eftir páska. Veirupinnar frá Íslenskri erfðagreiningu hafa verið sendir vestur. 54 eru smitaðir á Vestfjörðum, 321 í sóttkví. Af þeim eru 32 smitaðir í Bolungarvík og 242 í sóttkví. Í Ísafjarðarbæ eru 22 smitaðir og 80 í sóttkví. Tveir hafa náð bata í þessum byggðarlögum. Tveir hafa verið fluttir frá Bolungarvík á sjúkrahúsið á Akureyri. Þá er einn Covid-sjúklingur á sjúkrahúsinu á Ísafirði. Á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru fjórir íbúar smitaðir og sex í sóttkví. Alls búa tíu á Bergi. Á starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða eru sýktir af kórónuveirunni, allir starfa þeir á Bergi. 22 starfsmenn á Bergi til viðbótar eru í sóttkví. Á landinu öllu hafa 1.616 greinst með veiruna og 4.195 í sóttkví. 30 nýsmit bættust við hópinn í gær en á sama tíma fjölgaði þeim sem hafa náð sér um 105. Sóttvarnalæknir sagði í gær að faraldurinn virtist hafa náð hámarki hér á landi en ekki væri tímabært að endurmeta aðgerðir. Spurður hvort faraldurinn hafi náð hámarki á Vestfjörðum svarar Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, að ekki hafi verið lagt formlegt mat á það. Aðgerðastjórn almannavarna Vestfjörðum mun hittast á helginni. Mún hún leggja mat á faraldurinn og hvort tilefni sé til að endurmeta aðgerðirnar. Ekki mega fleiri en fimm koma saman á Norðanverðum Vestjförðum og skólar lokaðir. Eftir páska verður hins vegar byrjað að skima fyrir veirunni meðal almennings á Ísafirði með veirupinnum frá Íslenskri erfðagreiningu. „Við ætlum að nota páskahelgina til að undirbúa það, byrjum á Ísafirði og í kjölfarið förum við til Patreksfjarðar til að skima meðal almennings,“ segir Gylfi Ólafsson. Á sunnanverðum Vestfjörðum hefur enginn greinst með veiruna, þess vegna verður skimað síðar á Patreksfirði. Gylfi segir ró vera að færast á ástandið á norðanverðum Vestfjörðum. „Það hefur verið að koma svona smá ró á þetta, bætt og breytt verklag sem tengist því að annast fólkið sem er í sóttkví og einangrun, smitum fjölgar lítið eitt í fjórðungnum, það er lítið fréttnæmt þannig lagað, miðað við hvað hefur verið mikið að gerast, síðustu vikuna,“ segir Gylfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Íslensk erfðagreining Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða ætlar að hefja almenna skimun fyrir kórónuveirunni á Ísafirði eftir páska. Veirupinnar frá Íslenskri erfðagreiningu hafa verið sendir vestur. 54 eru smitaðir á Vestfjörðum, 321 í sóttkví. Af þeim eru 32 smitaðir í Bolungarvík og 242 í sóttkví. Í Ísafjarðarbæ eru 22 smitaðir og 80 í sóttkví. Tveir hafa náð bata í þessum byggðarlögum. Tveir hafa verið fluttir frá Bolungarvík á sjúkrahúsið á Akureyri. Þá er einn Covid-sjúklingur á sjúkrahúsinu á Ísafirði. Á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru fjórir íbúar smitaðir og sex í sóttkví. Alls búa tíu á Bergi. Á starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða eru sýktir af kórónuveirunni, allir starfa þeir á Bergi. 22 starfsmenn á Bergi til viðbótar eru í sóttkví. Á landinu öllu hafa 1.616 greinst með veiruna og 4.195 í sóttkví. 30 nýsmit bættust við hópinn í gær en á sama tíma fjölgaði þeim sem hafa náð sér um 105. Sóttvarnalæknir sagði í gær að faraldurinn virtist hafa náð hámarki hér á landi en ekki væri tímabært að endurmeta aðgerðir. Spurður hvort faraldurinn hafi náð hámarki á Vestfjörðum svarar Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, að ekki hafi verið lagt formlegt mat á það. Aðgerðastjórn almannavarna Vestfjörðum mun hittast á helginni. Mún hún leggja mat á faraldurinn og hvort tilefni sé til að endurmeta aðgerðirnar. Ekki mega fleiri en fimm koma saman á Norðanverðum Vestjförðum og skólar lokaðir. Eftir páska verður hins vegar byrjað að skima fyrir veirunni meðal almennings á Ísafirði með veirupinnum frá Íslenskri erfðagreiningu. „Við ætlum að nota páskahelgina til að undirbúa það, byrjum á Ísafirði og í kjölfarið förum við til Patreksfjarðar til að skima meðal almennings,“ segir Gylfi Ólafsson. Á sunnanverðum Vestfjörðum hefur enginn greinst með veiruna, þess vegna verður skimað síðar á Patreksfirði. Gylfi segir ró vera að færast á ástandið á norðanverðum Vestfjörðum. „Það hefur verið að koma svona smá ró á þetta, bætt og breytt verklag sem tengist því að annast fólkið sem er í sóttkví og einangrun, smitum fjölgar lítið eitt í fjórðungnum, það er lítið fréttnæmt þannig lagað, miðað við hvað hefur verið mikið að gerast, síðustu vikuna,“ segir Gylfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Íslensk erfðagreining Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira