Kórónuveiran herjar á þau varnarlausu Þórir Guðmundsson skrifar 11. apríl 2020 17:25 Einhverjir hafa sagt að kórónuveiran sjái ekki mun á fátækum og ríkum. Hún hitti alla fyrir jafnt. „Veiran er hið mikla jöfnunartól,“ sagði Andrew Cuomo fylkisstjóri New York. Það er ekki alls kostar rétt. Þó að forsætisráðherrar, frægðarfólk og fátækir hafi veikst, þá er mikill munur á aðstæðum fólks og möguleikum þess til að verjast bæði veirunni og kreppunni sem hún er að valda. Þessi veira legst af mestu afli á þau sem geta ekki varið sig, þurfa að mæta á vinnustað til að afla sér tekna og búa í samfélögum þar sem þéttbýlið og mannmergðin koma í veg fyrir að hægt sé að halda fjarlægðarmörkum milli fólks. Í Bandaríkjunum eru menn farnir að taka eftir því að dauðsföll úr Covid-19 sjúkdómnum eru hlutfallslega fleiri meðal blökkufólks en hvítra. Í Maryland, þar sem svartir eru 30 prósent íbúanna, eru svartir rúmlega helmingur þeirra sem hafa látist úr faraldrinum. Í Chicago eru líka 30 prósent íbúa svartir en 70 prósent þeirra sem hafa smitast. Í New York borg eru 34 prósent þeirra sem hafa látið lífið upprunnir frá rómönsku Ameríku en þeir eru 29 prósent íbúa borgarinnar. Enn er ekki hægt að segja til um hvort ójafnvægið sé vegna þess að blökkufólk búi þrengra, gegni oftar störfum sem krefjast nálægðar, sé heilsufarslega ver á sig komið eða eigi ekki kost á jafn góðri læknisþjónustu. Það er hins vegar alveg hægt að gera því skóna að það tengist á einhvern hátt því að svartir eru almennt tekjulægri en hvítir með öllum þeim afleiðingum sem það hefur. Um allan heim sjáum við fram á gífurlegt efnahagslegt áfall. Hér á landi og annars staðar á vesturlöndum héldu margir í upphafi faraldursins að áfallið myndi vara í nokkrar vikur, kannski tvo til þrjá mánuði. Nú er ljóst að niðursveiflan verður kreppa sem varir að minnsta kosti fram á næsta vetur og afleiðingar hennar miklu lengur. Eins og alltaf í áföllum þá verða berskjaldaðir fyrir mestu tjóni og eiga í mestum vanda við að komast í gegnum storminn. Því lengur sem hann geisar því ólíklegra er að þau sem ekki hafa bjargráð af einhverju tagi komist yfirleitt í gegnum hann. Fáir eru varnarlausari en íbúar fátækrahverfa og flóttamannabúða. Þeir búa þétt saman og reiða sig oft á störf sem krefjast nálægðar, svo sem götusölu, akstur eða íhlaupaverk. Um allan heim er fólk sem þarf að gera upp við sig hvort það ætlar að halda áfram að afla tekna með störfum sem setur það í hættu eða halda sig heima og láta fjölskylduna svelta. Þrettán milljónir manna búa í favelum í Brasilíu, kofaþyrpingum sem eru byggðar í hlíðum stórborganna, þar sem þrjár eða fjórar kynslóðir búa oft í litlum íbúðum. Hreinlætisaðstaða er léleg og velferðarnetið gisið þar sem það er yfirleitt til staðar. Á sama tíma og forseti landsins hlær að viðvörunum þá hækka dánartölurnar í landinu og veiran læðir sér um margmennið. Þau sem tilheyra hinum 70 milljóna manna hópi í heiminum, sem hefur orðið að flýja heimili sitt, geta ekki hlýtt tilmælum um að halda sig heima. Mörg þeirra hafast við eins og síld í tunnu í flóttamannabúðum þar sem þau þurfa að bíða í biðröð eftir að komast að vatni til að þvo hendurnar. Það eru ekki tveir metrar á milli fólks í þeirri biðröð. Stjórnvöld í Bangladess hafa brugðist við kórónuveirufaraldrinum meðal annars með því að loka milljón manna flóttamannabúðum Rohingja, sem hafa flúið frá Burma undanfarin ár. Í þéttbýlum búðunum er skortur á heilbrigðisþjónustu og þar, eins og víða, koma efnahagsþrengingar í ríku löndunum með hörku niður á þeim þegar félagasamtök og alþjóðastofnanir fá ekki lengur fé til hjálparstarfs. Flóttamannabúðir víða um heim eru tifandi tímasprengja kórónuveirunnar. Í Jemen kom upp tilfelli kórónuveiru í vikunni. Það er eiginlega ekki hægt að ímynda sér skelfingarástandið í því stríðshrjáða landi nú þegar, hvað þá ef faraldurinn nær sér á strik. Þá verður ekki talað um álag á heilbrigðiskerfið. Það verður sem verða vill. Kórónuveiran er þannig langt frá því að ráðast jafnt á alla þó að hún fari í sjálfu sér ekki í manngreinarálit. Hér á Íslandi hefur hún nú þegar gert gífurlegan skaða sem ekki sér fyrir endann á. Annars staðar í heiminum eru þjóðir og samfélög rétt að uppgötva þennan vágest og hafa engar varnir við honum, engar leiðir til að forðast hann og engin bjargráð til að milda höggið þegar það kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þórir Guðmundsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Einhverjir hafa sagt að kórónuveiran sjái ekki mun á fátækum og ríkum. Hún hitti alla fyrir jafnt. „Veiran er hið mikla jöfnunartól,“ sagði Andrew Cuomo fylkisstjóri New York. Það er ekki alls kostar rétt. Þó að forsætisráðherrar, frægðarfólk og fátækir hafi veikst, þá er mikill munur á aðstæðum fólks og möguleikum þess til að verjast bæði veirunni og kreppunni sem hún er að valda. Þessi veira legst af mestu afli á þau sem geta ekki varið sig, þurfa að mæta á vinnustað til að afla sér tekna og búa í samfélögum þar sem þéttbýlið og mannmergðin koma í veg fyrir að hægt sé að halda fjarlægðarmörkum milli fólks. Í Bandaríkjunum eru menn farnir að taka eftir því að dauðsföll úr Covid-19 sjúkdómnum eru hlutfallslega fleiri meðal blökkufólks en hvítra. Í Maryland, þar sem svartir eru 30 prósent íbúanna, eru svartir rúmlega helmingur þeirra sem hafa látist úr faraldrinum. Í Chicago eru líka 30 prósent íbúa svartir en 70 prósent þeirra sem hafa smitast. Í New York borg eru 34 prósent þeirra sem hafa látið lífið upprunnir frá rómönsku Ameríku en þeir eru 29 prósent íbúa borgarinnar. Enn er ekki hægt að segja til um hvort ójafnvægið sé vegna þess að blökkufólk búi þrengra, gegni oftar störfum sem krefjast nálægðar, sé heilsufarslega ver á sig komið eða eigi ekki kost á jafn góðri læknisþjónustu. Það er hins vegar alveg hægt að gera því skóna að það tengist á einhvern hátt því að svartir eru almennt tekjulægri en hvítir með öllum þeim afleiðingum sem það hefur. Um allan heim sjáum við fram á gífurlegt efnahagslegt áfall. Hér á landi og annars staðar á vesturlöndum héldu margir í upphafi faraldursins að áfallið myndi vara í nokkrar vikur, kannski tvo til þrjá mánuði. Nú er ljóst að niðursveiflan verður kreppa sem varir að minnsta kosti fram á næsta vetur og afleiðingar hennar miklu lengur. Eins og alltaf í áföllum þá verða berskjaldaðir fyrir mestu tjóni og eiga í mestum vanda við að komast í gegnum storminn. Því lengur sem hann geisar því ólíklegra er að þau sem ekki hafa bjargráð af einhverju tagi komist yfirleitt í gegnum hann. Fáir eru varnarlausari en íbúar fátækrahverfa og flóttamannabúða. Þeir búa þétt saman og reiða sig oft á störf sem krefjast nálægðar, svo sem götusölu, akstur eða íhlaupaverk. Um allan heim er fólk sem þarf að gera upp við sig hvort það ætlar að halda áfram að afla tekna með störfum sem setur það í hættu eða halda sig heima og láta fjölskylduna svelta. Þrettán milljónir manna búa í favelum í Brasilíu, kofaþyrpingum sem eru byggðar í hlíðum stórborganna, þar sem þrjár eða fjórar kynslóðir búa oft í litlum íbúðum. Hreinlætisaðstaða er léleg og velferðarnetið gisið þar sem það er yfirleitt til staðar. Á sama tíma og forseti landsins hlær að viðvörunum þá hækka dánartölurnar í landinu og veiran læðir sér um margmennið. Þau sem tilheyra hinum 70 milljóna manna hópi í heiminum, sem hefur orðið að flýja heimili sitt, geta ekki hlýtt tilmælum um að halda sig heima. Mörg þeirra hafast við eins og síld í tunnu í flóttamannabúðum þar sem þau þurfa að bíða í biðröð eftir að komast að vatni til að þvo hendurnar. Það eru ekki tveir metrar á milli fólks í þeirri biðröð. Stjórnvöld í Bangladess hafa brugðist við kórónuveirufaraldrinum meðal annars með því að loka milljón manna flóttamannabúðum Rohingja, sem hafa flúið frá Burma undanfarin ár. Í þéttbýlum búðunum er skortur á heilbrigðisþjónustu og þar, eins og víða, koma efnahagsþrengingar í ríku löndunum með hörku niður á þeim þegar félagasamtök og alþjóðastofnanir fá ekki lengur fé til hjálparstarfs. Flóttamannabúðir víða um heim eru tifandi tímasprengja kórónuveirunnar. Í Jemen kom upp tilfelli kórónuveiru í vikunni. Það er eiginlega ekki hægt að ímynda sér skelfingarástandið í því stríðshrjáða landi nú þegar, hvað þá ef faraldurinn nær sér á strik. Þá verður ekki talað um álag á heilbrigðiskerfið. Það verður sem verða vill. Kórónuveiran er þannig langt frá því að ráðast jafnt á alla þó að hún fari í sjálfu sér ekki í manngreinarálit. Hér á Íslandi hefur hún nú þegar gert gífurlegan skaða sem ekki sér fyrir endann á. Annars staðar í heiminum eru þjóðir og samfélög rétt að uppgötva þennan vágest og hafa engar varnir við honum, engar leiðir til að forðast hann og engin bjargráð til að milda höggið þegar það kemur.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun