Gengi Norwegian féll um rúmlega helming á tíu mínútum Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. apríl 2020 09:09 Það er óskandi að lending þessarar vélar Norwegian Air hafi ekki verið í líkingu við skellinn sem félagið fékk í kauphöllinni í morgun. Getty/Simon Dawson Aðeins örfáum mínútum eftir opnun markaða í morgun hafði hlutabréfaverð í flugfélaginu Norwegian Air fallið um rúmlega 60 prósent. Síðan þá hafa bréfin þó rétt úr kútnum og nemur fallið ríflega þriðjungi sem stendur. Hrunið kom greinendum lítið á óvart því stjórnendur flugfélagsins höfðu tilkynnt um björgunaraðgerðir fyrir páska sem taldar voru ólíklegar til vinsælda. Það sem helst stendur í hluthöfum eru hugmyndir um að breyta rúmlega 600 milljarða króna skuldum Norwegian Air í hlutafé - og fyrir vikið þynna hressilega út hlut núverandi hluthafa. Eftir áhlaup morgunsins stendur virði flugfélagsins í ríflega 7 milljörðum króna. Til samanburðar má nefna að virði Icelandair er nú um 18 milljarðar króna. Meðal þeirra sem hafa losað sig við stóra hluti í Norwegian Air á síðustu vikum eru Bjørn Kjos, stofnandi og fyrrverandi forstjóri félagsins, auk Bjørn Kise sem er fyrrverandi stjórnarformaður flugfélagsins. Norwegian Air hefur þurft, eins og mörg önnur flugfélög, að grípa til ýmissa blóðugra ráðstafana til að halda flugi í gegnum kórónuveirufaraldurinn. Til að mynda tilkynntu stjórnendur félagsins fyrir rétt tæpum mánuði að 7300 starfsmönnum yrði sagt upp tímabundið, eða í kringum 90 prósent alls starfsmannahópsins. Norwegian Air hafði þó átt í erfiðleikum fyrir útbreiðslu veirunnar. Þannig hafði hlutabréfaverð í félaginu fallið um 78% frá áramótum fyrir daginn í dag, en fall annarra stórra evrópskra flugfélaga nemur á bilinu 30 til 60 prósent. Hlutabréfaverð hefur til að mynda lækkað um 55 prósent í Icelandair frá upphafi árs. Fréttir af flugi Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Aðeins örfáum mínútum eftir opnun markaða í morgun hafði hlutabréfaverð í flugfélaginu Norwegian Air fallið um rúmlega 60 prósent. Síðan þá hafa bréfin þó rétt úr kútnum og nemur fallið ríflega þriðjungi sem stendur. Hrunið kom greinendum lítið á óvart því stjórnendur flugfélagsins höfðu tilkynnt um björgunaraðgerðir fyrir páska sem taldar voru ólíklegar til vinsælda. Það sem helst stendur í hluthöfum eru hugmyndir um að breyta rúmlega 600 milljarða króna skuldum Norwegian Air í hlutafé - og fyrir vikið þynna hressilega út hlut núverandi hluthafa. Eftir áhlaup morgunsins stendur virði flugfélagsins í ríflega 7 milljörðum króna. Til samanburðar má nefna að virði Icelandair er nú um 18 milljarðar króna. Meðal þeirra sem hafa losað sig við stóra hluti í Norwegian Air á síðustu vikum eru Bjørn Kjos, stofnandi og fyrrverandi forstjóri félagsins, auk Bjørn Kise sem er fyrrverandi stjórnarformaður flugfélagsins. Norwegian Air hefur þurft, eins og mörg önnur flugfélög, að grípa til ýmissa blóðugra ráðstafana til að halda flugi í gegnum kórónuveirufaraldurinn. Til að mynda tilkynntu stjórnendur félagsins fyrir rétt tæpum mánuði að 7300 starfsmönnum yrði sagt upp tímabundið, eða í kringum 90 prósent alls starfsmannahópsins. Norwegian Air hafði þó átt í erfiðleikum fyrir útbreiðslu veirunnar. Þannig hafði hlutabréfaverð í félaginu fallið um 78% frá áramótum fyrir daginn í dag, en fall annarra stórra evrópskra flugfélaga nemur á bilinu 30 til 60 prósent. Hlutabréfaverð hefur til að mynda lækkað um 55 prósent í Icelandair frá upphafi árs.
Fréttir af flugi Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira