,,Hin dýpsta speki boðar líf og frið.“ Þorsteinn Sæmundsson skrifar 14. apríl 2020 10:53 Þessi grein er hin fimmta í röðinni um tækifæri Íslands og Íslendinga að farsóttinni sem kennd er við kórónu lokinni. Þessi grein fjallar um tækifærin í iðn- og tæknigeiranum. Iðnaður hefur lengi staðið undir stórum hluta útflutningstekna þjóðarinnar. Áliðnaðurinn hefur verið fyrirferðamestur en þar eru blikur á lofti. Svo virðist sem verðlagning orku til orkufreks iðnaðar sé nú úr takti við það sem gerist meðal samkeppnisþjóða okkar á markaði og slæmar markaðshorfur eru á álmarkaði. Gagnaver hrökklast frá landinu vegna verðlagningar orkunnar. Hörmungar og mótlæti gefa stundum tækifæri til nýs upphafs. Ég minntist í fyrri grein á brýna nauðsyn til þess að orka til ylræktar verði verðlögð líkt og til annarrar stóriðju. En leynd og dulhyggja umvefja verðlagningu orku á Íslandi. Ríkisfyrirtækið Landsvirkjun lætur ekkert uppi, ekki einungis um verðlagningu orku til stóriðju. Þjóðkjörnum fulltrúum er meinaður aðgangur að sjálfsögðum upplýsingum. Almenningur sem er eigandi fyrirtækisins fær ekkert að vita. Nú er nauðsyn á að fara vel yfir stöðuna til að koma í veg fyrir lokun fyrirtækja með fylgjandi hópuppsögnum. Nú er tíminn til að blása til sóknar og nýta umframorku raforkukerfisins. Nú er tíminn til að nýta en sóa ekki. Uppbygging íslensks iðnaðar er ekki síst háður uppbyggingu og framboði á iðnnámi sem verið hefur í einskonar frosti í langan tíma og litið verið sinnt. Þessi þróun hefur valdið því að hér á landi hefur verið viðvarandi skortur á iðnaðarmönnum. Hér hefur ekki útskrifast plötusmiður árum saman. Hér er skortur á pípulagningamönnum, rafvirkjum smiðum rafeindavirkjum og mitt í þessu ástandi er fólki sem vill læra iðn vísað frá skólum vegna skorts á húsnæði. Nú er spurt: Hvers vegna fær það fólk sem vísað var frá síðasta haust ekki tækifæri til að byrja á starfsnámi og ljúka bóklegu námi seinna á námstímanum? Hvers vegna er iðnnám ekki kynnt grunnskólanemum með skipulögðum og upplýsandi hætti? Hvers vegna er ekki leitað leiða til að gera iðnmeisturum og iðnfyrirtækjum léttara að taka nema á samning til dæmis með því að ríkið greiði ákveðna upphæð með hverjum iðnnema? Það tekur um það bil fjögur ár að útskrifa hvern iðnaðarmann. Stjórnvöld verða að sýna iðnnámi lágmarks áhuga nú þegar svo ekki fari illa. Við megum engan tíma missa. Við erum svo lánsöm Íslendingar að eiga hátæknifyrirtæki sem eiga erindi á heimsvísu. Ég gæti nefnt Marel Össur Skagann 3X Völku og fleiri slík. Hér starfar fyrirtæki sem smíðar kafbáta, hér starfa fyrirtæki sem hanna og smíða róbóta til starfa í áliðnaði og víðar. Ef þessi fyrirtæki eiga að getað þróast eins og geta þeirra og þekking standa til þarf að tryggja að í landinu sé til vel menntað og vel þjálfað starfsfólk til framtíðar. Það er ekki eftir neinu að bíða að hefja iðn – og tækninám hér á landi til vegs og virðingar. Og ekki bara tala um það heldur hefjast handa. Núna! Nú er rétt að minnast einnig á þekkingariðnaðinn þar sem unnin eru verðmæti úr hráefnum sem hent var áður eða send í bræðslu. Sumum hráefnum var einast dælt í hafið okkur til vansa. Nú er rétt að minnast á fyrirtæki eins og Kerecis, Genis, Orf Líftækni, lyfjafyrirtæki eins og Alvogen og fleiri, rannsóknarfyrirtæki eins og Íslenska Erfðagreiningu. Afþreyingar og leikjafyrirtæki sem fengið hafa vind í seglin í kjölfar þess að fólki er skipað að halda sig heima. Í raun og veru vinna þessi fyrirtæki ,,gull úr grjóti“ ef svo mætti að orði kveða. Hér hefur ekki verið minnst á alla einyrkjana alla sprotana sem bíða eftir að blómstra. Marel Össur Skaginn Valka Kerecis Genis Orf og öll hin voru einu sinni sprotar, voru einu sinni hugmynd. Ríkisstjórnin þarf nú þegar að leggja fram tillögur og lausnir sem tryggja áframhaldandi starf og viðgang nýsköpunar- og sprotafyrirtækja. Það sem öll fyrirtæki sem hér hafa verið nefnd svo og fyrirtæki í ferðamennskunni og fiskvinnslunni og matvælaframleiðslunni eiga sameiginlegt er að þau eru næm fyrir skattlagningu. Eitt stærsta og mikilvægasta skrefið sem stjórnvöld geta stigið nú fyrir atvinnurekstur í landinu er að afnema tryggingagjald tímabundið og lækka það til frambúðar. Hið fyrsta kastið til að lágmarka þann fjölda fyrirtækja sem stefna í þrot. Til langframa til að hvetja fyrirtæki sérstaklega lítil og meðalstór til að fjölga starfsfólki. Nú er einnig tími til að hvetja almenning til þátttöku í atvinnuuppbyggingu með skattafslætti til þeirra sem fjárfesta í hlutabréfum. Fjármálaráðherra hefur líst vilja sínum og ríkisstjórnarinnar til að gera frekar ,,of mikið frekar en of lítið.“ Nú er tækifæri fyrir hann og ríkisstjórnina til að standa við þau orð. Næsta grein mun fjalla um hornstein þjóðfélagsins, heimilin. Höfundur er þingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Tengdar fréttir ,,Í djúpi andans duldir kraftar bíða“ Ævintýralegur vöxtur ferðaþjónustunnar var okkur mikil efnahagsleg búbót eftir fyrra hrunið og líklegt er að hún verði sú grein sem harðast verður úti vegna farsóttarinnar sem nú geysar. Á það jafnt við um flutningafyrirtæki á landi og í lofti svo og hótel og veitingastaði. Reikna má með því að fjöldi fyrirtækja leggi upp laupana miðað við núverandi ástand og horfur. 12. apríl 2020 16:07 …..og enginn stöðvar tímans þunga nið. Í þessari þriðju grein minni um tækifærin sem bíða að loknum veirufaraldri langar mig að fara nokkrum orðum um landbúnað, hefðbundinn auk ylræktar kornræktar og skógræktar. 6. apríl 2020 11:30 …….ár og aldir líða……… Í síðustu grein fór ég nokkuð yfir þau líkindi sem mér finnast með núverandi veirufaraldri og heimskreppu og þeim atburðum sem urðu hér og annarsstaðar í heiminum árið 1918. 2. apríl 2020 10:00 Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Þessi grein er hin fimmta í röðinni um tækifæri Íslands og Íslendinga að farsóttinni sem kennd er við kórónu lokinni. Þessi grein fjallar um tækifærin í iðn- og tæknigeiranum. Iðnaður hefur lengi staðið undir stórum hluta útflutningstekna þjóðarinnar. Áliðnaðurinn hefur verið fyrirferðamestur en þar eru blikur á lofti. Svo virðist sem verðlagning orku til orkufreks iðnaðar sé nú úr takti við það sem gerist meðal samkeppnisþjóða okkar á markaði og slæmar markaðshorfur eru á álmarkaði. Gagnaver hrökklast frá landinu vegna verðlagningar orkunnar. Hörmungar og mótlæti gefa stundum tækifæri til nýs upphafs. Ég minntist í fyrri grein á brýna nauðsyn til þess að orka til ylræktar verði verðlögð líkt og til annarrar stóriðju. En leynd og dulhyggja umvefja verðlagningu orku á Íslandi. Ríkisfyrirtækið Landsvirkjun lætur ekkert uppi, ekki einungis um verðlagningu orku til stóriðju. Þjóðkjörnum fulltrúum er meinaður aðgangur að sjálfsögðum upplýsingum. Almenningur sem er eigandi fyrirtækisins fær ekkert að vita. Nú er nauðsyn á að fara vel yfir stöðuna til að koma í veg fyrir lokun fyrirtækja með fylgjandi hópuppsögnum. Nú er tíminn til að blása til sóknar og nýta umframorku raforkukerfisins. Nú er tíminn til að nýta en sóa ekki. Uppbygging íslensks iðnaðar er ekki síst háður uppbyggingu og framboði á iðnnámi sem verið hefur í einskonar frosti í langan tíma og litið verið sinnt. Þessi þróun hefur valdið því að hér á landi hefur verið viðvarandi skortur á iðnaðarmönnum. Hér hefur ekki útskrifast plötusmiður árum saman. Hér er skortur á pípulagningamönnum, rafvirkjum smiðum rafeindavirkjum og mitt í þessu ástandi er fólki sem vill læra iðn vísað frá skólum vegna skorts á húsnæði. Nú er spurt: Hvers vegna fær það fólk sem vísað var frá síðasta haust ekki tækifæri til að byrja á starfsnámi og ljúka bóklegu námi seinna á námstímanum? Hvers vegna er iðnnám ekki kynnt grunnskólanemum með skipulögðum og upplýsandi hætti? Hvers vegna er ekki leitað leiða til að gera iðnmeisturum og iðnfyrirtækjum léttara að taka nema á samning til dæmis með því að ríkið greiði ákveðna upphæð með hverjum iðnnema? Það tekur um það bil fjögur ár að útskrifa hvern iðnaðarmann. Stjórnvöld verða að sýna iðnnámi lágmarks áhuga nú þegar svo ekki fari illa. Við megum engan tíma missa. Við erum svo lánsöm Íslendingar að eiga hátæknifyrirtæki sem eiga erindi á heimsvísu. Ég gæti nefnt Marel Össur Skagann 3X Völku og fleiri slík. Hér starfar fyrirtæki sem smíðar kafbáta, hér starfa fyrirtæki sem hanna og smíða róbóta til starfa í áliðnaði og víðar. Ef þessi fyrirtæki eiga að getað þróast eins og geta þeirra og þekking standa til þarf að tryggja að í landinu sé til vel menntað og vel þjálfað starfsfólk til framtíðar. Það er ekki eftir neinu að bíða að hefja iðn – og tækninám hér á landi til vegs og virðingar. Og ekki bara tala um það heldur hefjast handa. Núna! Nú er rétt að minnast einnig á þekkingariðnaðinn þar sem unnin eru verðmæti úr hráefnum sem hent var áður eða send í bræðslu. Sumum hráefnum var einast dælt í hafið okkur til vansa. Nú er rétt að minnast á fyrirtæki eins og Kerecis, Genis, Orf Líftækni, lyfjafyrirtæki eins og Alvogen og fleiri, rannsóknarfyrirtæki eins og Íslenska Erfðagreiningu. Afþreyingar og leikjafyrirtæki sem fengið hafa vind í seglin í kjölfar þess að fólki er skipað að halda sig heima. Í raun og veru vinna þessi fyrirtæki ,,gull úr grjóti“ ef svo mætti að orði kveða. Hér hefur ekki verið minnst á alla einyrkjana alla sprotana sem bíða eftir að blómstra. Marel Össur Skaginn Valka Kerecis Genis Orf og öll hin voru einu sinni sprotar, voru einu sinni hugmynd. Ríkisstjórnin þarf nú þegar að leggja fram tillögur og lausnir sem tryggja áframhaldandi starf og viðgang nýsköpunar- og sprotafyrirtækja. Það sem öll fyrirtæki sem hér hafa verið nefnd svo og fyrirtæki í ferðamennskunni og fiskvinnslunni og matvælaframleiðslunni eiga sameiginlegt er að þau eru næm fyrir skattlagningu. Eitt stærsta og mikilvægasta skrefið sem stjórnvöld geta stigið nú fyrir atvinnurekstur í landinu er að afnema tryggingagjald tímabundið og lækka það til frambúðar. Hið fyrsta kastið til að lágmarka þann fjölda fyrirtækja sem stefna í þrot. Til langframa til að hvetja fyrirtæki sérstaklega lítil og meðalstór til að fjölga starfsfólki. Nú er einnig tími til að hvetja almenning til þátttöku í atvinnuuppbyggingu með skattafslætti til þeirra sem fjárfesta í hlutabréfum. Fjármálaráðherra hefur líst vilja sínum og ríkisstjórnarinnar til að gera frekar ,,of mikið frekar en of lítið.“ Nú er tækifæri fyrir hann og ríkisstjórnina til að standa við þau orð. Næsta grein mun fjalla um hornstein þjóðfélagsins, heimilin. Höfundur er þingmaður Miðflokksins
,,Í djúpi andans duldir kraftar bíða“ Ævintýralegur vöxtur ferðaþjónustunnar var okkur mikil efnahagsleg búbót eftir fyrra hrunið og líklegt er að hún verði sú grein sem harðast verður úti vegna farsóttarinnar sem nú geysar. Á það jafnt við um flutningafyrirtæki á landi og í lofti svo og hótel og veitingastaði. Reikna má með því að fjöldi fyrirtækja leggi upp laupana miðað við núverandi ástand og horfur. 12. apríl 2020 16:07
…..og enginn stöðvar tímans þunga nið. Í þessari þriðju grein minni um tækifærin sem bíða að loknum veirufaraldri langar mig að fara nokkrum orðum um landbúnað, hefðbundinn auk ylræktar kornræktar og skógræktar. 6. apríl 2020 11:30
…….ár og aldir líða……… Í síðustu grein fór ég nokkuð yfir þau líkindi sem mér finnast með núverandi veirufaraldri og heimskreppu og þeim atburðum sem urðu hér og annarsstaðar í heiminum árið 1918. 2. apríl 2020 10:00
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun