Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar 27. desember 2024 07:33 Andrés Pétursson fjallar um stöðu smáþjóðar í Evrópusambandi í Vísi 11. desember 2024. Tilefnið er að líkindum að Hjörtur J. Guðmundsson hefur í ýmsu samhengi minnt á að örþjóð á borð við Íslendinga sé að heita má valdalaus í Evrópusambandinu. Í grein Andrésar er fjallað um fögrum orðum um ýmis konar evrópsk samvinnuverkefni í vísindum og listum, hversu góð þau séu og að í þeim verkefnum séu menn alls ekki vondir við Íslendinga eða menn af öðrum smáþjóðum og allir jafnir. Tvennt ættu lesendur að íhuga í sambandi við þessi skrif. Í fyrsta lagi er ekkert samhengi milli verklags í einstökum verkefnum sem Evrópusambandið styrkir og stjórnarhátta Evrópusambandsins. Í verkefni um æviskeið ánamaðka er hlustað af athygli á líffræðing frá Möltu, ef hann hefur eitthvað merkilegt að segja. Við stjórn Evrópusambandsins hefur Malta hins vegar lítil sem engin völd. Maltverjar verða að búa við löggjöf sem mótuð er að þörfum stórveldanna, hvort sem hún hentar þeim eða ekki. Reyndar má segja að annað væri ólýðræðislegt. Í öðru lagi hafa mörg Evrópuverkefni í vísindum, menntun og annarri menningu sjálfsagt skilað einhverju, og sum ef til vill miklu. Ekkert vitum við þó um hversu miklu verkefnin hefðu skilað ef Evrópusambandið hefði ekki haft milligöngu um fjármögnun verkefnanna, tekið sér bita til eigin þarfa og sett stimpil sinn á þau. Það eru ýmsar leiðir til að borga fyrir vísindi og listir og engin ástæða til að ætla að besta leiðin sé fundin í sjóðum Evrópusambandsins. Staðreyndin er eftir sem áður að örþjóð á borð við Íslendinga hefur lítil sem engin völd þegar kemur að stjórn og löggjöf Evrópusambandsins. Annað væri svo ólýðræðislegt að meira að segja Evrópusambandið gæti ekki verið þekkt fyrir slíkt. Höfundur er formaður Heimssýnar, félags um fullveldi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Andrés Pétursson fjallar um stöðu smáþjóðar í Evrópusambandi í Vísi 11. desember 2024. Tilefnið er að líkindum að Hjörtur J. Guðmundsson hefur í ýmsu samhengi minnt á að örþjóð á borð við Íslendinga sé að heita má valdalaus í Evrópusambandinu. Í grein Andrésar er fjallað um fögrum orðum um ýmis konar evrópsk samvinnuverkefni í vísindum og listum, hversu góð þau séu og að í þeim verkefnum séu menn alls ekki vondir við Íslendinga eða menn af öðrum smáþjóðum og allir jafnir. Tvennt ættu lesendur að íhuga í sambandi við þessi skrif. Í fyrsta lagi er ekkert samhengi milli verklags í einstökum verkefnum sem Evrópusambandið styrkir og stjórnarhátta Evrópusambandsins. Í verkefni um æviskeið ánamaðka er hlustað af athygli á líffræðing frá Möltu, ef hann hefur eitthvað merkilegt að segja. Við stjórn Evrópusambandsins hefur Malta hins vegar lítil sem engin völd. Maltverjar verða að búa við löggjöf sem mótuð er að þörfum stórveldanna, hvort sem hún hentar þeim eða ekki. Reyndar má segja að annað væri ólýðræðislegt. Í öðru lagi hafa mörg Evrópuverkefni í vísindum, menntun og annarri menningu sjálfsagt skilað einhverju, og sum ef til vill miklu. Ekkert vitum við þó um hversu miklu verkefnin hefðu skilað ef Evrópusambandið hefði ekki haft milligöngu um fjármögnun verkefnanna, tekið sér bita til eigin þarfa og sett stimpil sinn á þau. Það eru ýmsar leiðir til að borga fyrir vísindi og listir og engin ástæða til að ætla að besta leiðin sé fundin í sjóðum Evrópusambandsins. Staðreyndin er eftir sem áður að örþjóð á borð við Íslendinga hefur lítil sem engin völd þegar kemur að stjórn og löggjöf Evrópusambandsins. Annað væri svo ólýðræðislegt að meira að segja Evrópusambandið gæti ekki verið þekkt fyrir slíkt. Höfundur er formaður Heimssýnar, félags um fullveldi Íslands.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar