Sænskur klósettpappírsrisi þakkar hömstrun fyrir methagnað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2020 15:47 Það þurfa flestir á klósettpappír að halda. Vísir/AP Hlutabréf í sænska fyrirtækinu Essity, eins stærsta klósettpappírsframleiðanda heims, hækkuðu mjög í sænsku kauphöllinni í dag eftir að fyrirtækið tilkynnti að hagnaður þess á fyrsta ársfjórðungi hefði vaxið um 67 prósent. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu ýmissa hreinlætisvara, þar á meðal klósettpappírs. Víða um heim gripu óttaslegnir einstaklingar einmitt til þess ráðs að hamstra klósettpappír í kórónuveirufaraldrinum sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Og nú virðist sem þessi hjarðhegðun hafi skilað sér beint í kassann hjá Essity sem tilkynnti sænsku kauphöllinni það í dag að hagnaður fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi yrði nálægt 5,3 milljörðum sænskra króna, um 75 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Þar með jókst hagnaðurinn um 67 prósent á milli ársfjórðunga en í tilkynningu Essity er hagnaðurinn helst rakinn til þess að víða um heim hafi klósettpappírinn sem fyrirtækið framleiðir verið hamstraður grimmt. Forsvarsmenn fyrirtækisins gera þó ráð fyrir að hömstrunin geti haft slæm áhrif á sölu fyrirtækisins á klósettpappír í náinni framtíð, þar sem margir sitji nú upp með töluverðar birgðir af klósettpappír. Þá reiknar fyrirtækið með að minni ferðalög og færri heimsóknir á veitingastaði muni skila sér í minnkandi sölu á vörum fyrirtækisins. Svíþjóð Tengdar fréttir Hvetja Breta til þess að hætta að hamstra Verslunareigendur á Bretlandi líkja kaupæðinu vegna kórónuveirufaraldursins við jólaörtröðina. Svo rammt kveður að því að fólk hamstri nauðsynjar að stærstu verslunarkeðjur landsins hvetja fólk opinberlega til að hemja sig. 15. mars 2020 12:42 Landsmenn hamstra sem aldrei fyrr 12. mars 2020 23:15 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hlutabréf í sænska fyrirtækinu Essity, eins stærsta klósettpappírsframleiðanda heims, hækkuðu mjög í sænsku kauphöllinni í dag eftir að fyrirtækið tilkynnti að hagnaður þess á fyrsta ársfjórðungi hefði vaxið um 67 prósent. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu ýmissa hreinlætisvara, þar á meðal klósettpappírs. Víða um heim gripu óttaslegnir einstaklingar einmitt til þess ráðs að hamstra klósettpappír í kórónuveirufaraldrinum sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Og nú virðist sem þessi hjarðhegðun hafi skilað sér beint í kassann hjá Essity sem tilkynnti sænsku kauphöllinni það í dag að hagnaður fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi yrði nálægt 5,3 milljörðum sænskra króna, um 75 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Þar með jókst hagnaðurinn um 67 prósent á milli ársfjórðunga en í tilkynningu Essity er hagnaðurinn helst rakinn til þess að víða um heim hafi klósettpappírinn sem fyrirtækið framleiðir verið hamstraður grimmt. Forsvarsmenn fyrirtækisins gera þó ráð fyrir að hömstrunin geti haft slæm áhrif á sölu fyrirtækisins á klósettpappír í náinni framtíð, þar sem margir sitji nú upp með töluverðar birgðir af klósettpappír. Þá reiknar fyrirtækið með að minni ferðalög og færri heimsóknir á veitingastaði muni skila sér í minnkandi sölu á vörum fyrirtækisins.
Svíþjóð Tengdar fréttir Hvetja Breta til þess að hætta að hamstra Verslunareigendur á Bretlandi líkja kaupæðinu vegna kórónuveirufaraldursins við jólaörtröðina. Svo rammt kveður að því að fólk hamstri nauðsynjar að stærstu verslunarkeðjur landsins hvetja fólk opinberlega til að hemja sig. 15. mars 2020 12:42 Landsmenn hamstra sem aldrei fyrr 12. mars 2020 23:15 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hvetja Breta til þess að hætta að hamstra Verslunareigendur á Bretlandi líkja kaupæðinu vegna kórónuveirufaraldursins við jólaörtröðina. Svo rammt kveður að því að fólk hamstri nauðsynjar að stærstu verslunarkeðjur landsins hvetja fólk opinberlega til að hemja sig. 15. mars 2020 12:42