Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2020 08:30 Þyrla Norðurflugs á leið niður í toppgíg Eyjafjallajökuls. Jón Kjartan Björnsson þyrluflugstjóri til vinstri og Ólafur Eggertsson bóndi til hægri. Stöð 2/Einar Árnason. Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. Afraksturinn myndatökunnar er meðal þess sem sjá má í tveimur þáttum sem Stöð 2 hefur gert um Eyjafjallajökul. Jón Kjartan Björnsson þyrluflugstjóri.Stöð 2/Einar Árnason. Þyrlan kom frá Norðurflugi en flugstjóri var Jón Kjartan Björnsson. Farþegar um borð voru tveir af viðmælendum þáttanna, þeir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, og Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur, auk Einars Árnasonar, kvikmyndatökumanns Stöðvar 2, og Kristjáns Más Unnarssonar, umsjónarmanns þáttanna. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í viðtali á gígbarminum.Stöð 2/Einar Árnason. Ferðin var farin síðastliðið haust. Fyrst var flogið upp á Eyjafjallajökul og lent á vestanverðum gígbarminum, við Goðastein. Þar var staldrað við í um hálftíma, kvikmyndað og viðtöl tekin, en síðan flogið niður í gíginn. Gígbotn Eyjafjallajökuls. Hann reyndist að mestu snævi þakinn en auður hryggur sást neðst í botninum. Stöð 2/KMU. Gígbotninn reyndist að mestu snævi þakinn en þó sást þar auður kambur. Þar tyllti Jón Kjartan þyrlunni í um eina mínútu og þar var greinilegur hiti. Allt í kringum kambinn sáust íshellar sem jarðhiti myndaði sem streymdi þaðan upp og sá til þess að snjó festi ekki á hryggnum Þyrlan lent á snjólausa kambinum. Jarðhiti streymdi upp allt í kring og myndaði litla íshella.Stöð 2/KMU. Síðan var flogið niður Gígjökull og meðal annars fylgt öðrum meginfarvegi hamfarahlaupanna sem sturtuðust þar niður þegar eldgosið bræddi ísinn. Sérlega athyglisvert var að skoða stórbrotið gljúfrið sem tók við jökulflóðunum. Stórbrotið gljúfur má nú sjá í Gígjökli eftir hamfarahlaupin sem sturtuðust þarna niður í eldgosinu fyrir tíu árum. Fyrir neðan má sjá fyrrum lónbotn Gígjökulslóns og skriðjökullinn, sem þarna lá áður yfir, er einnig horfinn. Tindfjallajökull í baksýn.Stöð 2/KMU. Lent var á fyrrum lónstæði Gígjökulslóns sem fylltist í upphafi eldgossins þann 14. apríl, en gríðarlegur aur barst þá niður úr toppgígnum með bræðsluvatninu. Að mati Páls Einarssonar tók það eldgosið aðeins um hálfa klukkustund að eyða jökullóninu, sem ekki hefur sést síðan. Flogið niður með Gígjökli. Ólafur Eggertsson nær og Jón Kjartan Björnsson fjær.Stöð 2/KMU. Gróðurinn sem tekinn er að vaxa upp á urðinni sem fyllti lónið vakti athygli bóndans á Þorvaldseyri. Þar eru mosi og annar lággróður tekinn að sá sér og spáir Ólafur því að eftir 10-15 ár verði þetta orðinn samfelld gróðurheild. Þættina má nú sjá á Stöð 2 Maraþoni en sá seinni verður auk þess endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag kl. 16.40. Hér má sjá kaflann um þyrluflugið niður í gíginn: Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Rangárþing eystra Þættir á Stöð 2 Tengdar fréttir Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. Afraksturinn myndatökunnar er meðal þess sem sjá má í tveimur þáttum sem Stöð 2 hefur gert um Eyjafjallajökul. Jón Kjartan Björnsson þyrluflugstjóri.Stöð 2/Einar Árnason. Þyrlan kom frá Norðurflugi en flugstjóri var Jón Kjartan Björnsson. Farþegar um borð voru tveir af viðmælendum þáttanna, þeir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, og Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur, auk Einars Árnasonar, kvikmyndatökumanns Stöðvar 2, og Kristjáns Más Unnarssonar, umsjónarmanns þáttanna. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í viðtali á gígbarminum.Stöð 2/Einar Árnason. Ferðin var farin síðastliðið haust. Fyrst var flogið upp á Eyjafjallajökul og lent á vestanverðum gígbarminum, við Goðastein. Þar var staldrað við í um hálftíma, kvikmyndað og viðtöl tekin, en síðan flogið niður í gíginn. Gígbotn Eyjafjallajökuls. Hann reyndist að mestu snævi þakinn en auður hryggur sást neðst í botninum. Stöð 2/KMU. Gígbotninn reyndist að mestu snævi þakinn en þó sást þar auður kambur. Þar tyllti Jón Kjartan þyrlunni í um eina mínútu og þar var greinilegur hiti. Allt í kringum kambinn sáust íshellar sem jarðhiti myndaði sem streymdi þaðan upp og sá til þess að snjó festi ekki á hryggnum Þyrlan lent á snjólausa kambinum. Jarðhiti streymdi upp allt í kring og myndaði litla íshella.Stöð 2/KMU. Síðan var flogið niður Gígjökull og meðal annars fylgt öðrum meginfarvegi hamfarahlaupanna sem sturtuðust þar niður þegar eldgosið bræddi ísinn. Sérlega athyglisvert var að skoða stórbrotið gljúfrið sem tók við jökulflóðunum. Stórbrotið gljúfur má nú sjá í Gígjökli eftir hamfarahlaupin sem sturtuðust þarna niður í eldgosinu fyrir tíu árum. Fyrir neðan má sjá fyrrum lónbotn Gígjökulslóns og skriðjökullinn, sem þarna lá áður yfir, er einnig horfinn. Tindfjallajökull í baksýn.Stöð 2/KMU. Lent var á fyrrum lónstæði Gígjökulslóns sem fylltist í upphafi eldgossins þann 14. apríl, en gríðarlegur aur barst þá niður úr toppgígnum með bræðsluvatninu. Að mati Páls Einarssonar tók það eldgosið aðeins um hálfa klukkustund að eyða jökullóninu, sem ekki hefur sést síðan. Flogið niður með Gígjökli. Ólafur Eggertsson nær og Jón Kjartan Björnsson fjær.Stöð 2/KMU. Gróðurinn sem tekinn er að vaxa upp á urðinni sem fyllti lónið vakti athygli bóndans á Þorvaldseyri. Þar eru mosi og annar lággróður tekinn að sá sér og spáir Ólafur því að eftir 10-15 ár verði þetta orðinn samfelld gróðurheild. Þættina má nú sjá á Stöð 2 Maraþoni en sá seinni verður auk þess endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag kl. 16.40. Hér má sjá kaflann um þyrluflugið niður í gíginn:
Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Rangárþing eystra Þættir á Stöð 2 Tengdar fréttir Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06
Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03