Hlutabréfaútgáfu Norwegian Air lokið Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2020 11:36 Skuldir Norwegian Air voru miklar áður en kórónuveirufaraldurinn brast á. Kapp hefur verið lagt á að bjarga flugfélaginu undanfarnar vikur. Vísir/EPA Virði hlutabréfa í norska lágfargjaldaflugfélaginu Norwegian Air féll um helming eftir að hlutabréfaútgáfu lauk í dag. Einnig stendur til að ljúka því að breyta kröfum í hlutafé til þess að reyna að sigla félaginu í gegnum ólgusjó kórónuveirufaraldursins. Hlutum í Norwegian var fjölgað úr 163,6 milljónum í 3,5 milljarða með hlutabréfaútgáfunni. Með aðgerðunum getur flugfélagið sótt í sjóði norska ríkisins með ábyrgðir fyrir allt að 2,7 milljarða norskra króna, jafnvirði um 39 milljarða íslenskra króna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Frekari endurskipulagning á Norwegian stendur enn fyrir dyrum. Áformað er að 95% flota fyrirtækisins verði kyrrsettur í tólf mánuði og að það reki aðeins sjö vélar þar til uppbyggingin hefst hægt aftur á næsta ári. Norwegian stóð höllum fæti jafnvel áður en kórónuveirufaraldurinn svo gott sem lamaði farþegaflutninga um heiminn. Flugfélagið hefur fært hratt út kvíarnar undanfarin ár og skuldaði fyrir vikið um átta milljarða dollara, jafnvirði hátt í 1.200 milljarða íslenskra króna, í fyrra. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Tengdar fréttir Reyna að bjarga Air France og Norwegian Hluthafar í norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian samþykktu í morgun björgunaraðgerðir, en félagið rambar á barmi gjaldþrots um þessar mundir. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti sjö milljarða evra aðstoðarpakka fyrir Air France. 4. maí 2020 12:00 Samþykktu björgunaraðgerðir til handa Norwegian Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian virðist hafa verið tryggð í morgun, í bili í það minnsta. 4. maí 2020 08:30 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Viðskipti erlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Virði hlutabréfa í norska lágfargjaldaflugfélaginu Norwegian Air féll um helming eftir að hlutabréfaútgáfu lauk í dag. Einnig stendur til að ljúka því að breyta kröfum í hlutafé til þess að reyna að sigla félaginu í gegnum ólgusjó kórónuveirufaraldursins. Hlutum í Norwegian var fjölgað úr 163,6 milljónum í 3,5 milljarða með hlutabréfaútgáfunni. Með aðgerðunum getur flugfélagið sótt í sjóði norska ríkisins með ábyrgðir fyrir allt að 2,7 milljarða norskra króna, jafnvirði um 39 milljarða íslenskra króna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Frekari endurskipulagning á Norwegian stendur enn fyrir dyrum. Áformað er að 95% flota fyrirtækisins verði kyrrsettur í tólf mánuði og að það reki aðeins sjö vélar þar til uppbyggingin hefst hægt aftur á næsta ári. Norwegian stóð höllum fæti jafnvel áður en kórónuveirufaraldurinn svo gott sem lamaði farþegaflutninga um heiminn. Flugfélagið hefur fært hratt út kvíarnar undanfarin ár og skuldaði fyrir vikið um átta milljarða dollara, jafnvirði hátt í 1.200 milljarða íslenskra króna, í fyrra.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Tengdar fréttir Reyna að bjarga Air France og Norwegian Hluthafar í norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian samþykktu í morgun björgunaraðgerðir, en félagið rambar á barmi gjaldþrots um þessar mundir. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti sjö milljarða evra aðstoðarpakka fyrir Air France. 4. maí 2020 12:00 Samþykktu björgunaraðgerðir til handa Norwegian Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian virðist hafa verið tryggð í morgun, í bili í það minnsta. 4. maí 2020 08:30 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Viðskipti erlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Reyna að bjarga Air France og Norwegian Hluthafar í norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian samþykktu í morgun björgunaraðgerðir, en félagið rambar á barmi gjaldþrots um þessar mundir. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti sjö milljarða evra aðstoðarpakka fyrir Air France. 4. maí 2020 12:00
Samþykktu björgunaraðgerðir til handa Norwegian Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian virðist hafa verið tryggð í morgun, í bili í það minnsta. 4. maí 2020 08:30