Útboð Íslandsstofu á tómum villigötum Ólafur Hauksson skrifar 18. maí 2020 12:30 Það er allt rangt við að velja breska auglýsingastofu fremur en íslenska til að sjá um 300 milljón króna kynningarátak fyrir ferðaþjónustuna. Þekking sem skapast við þetta stóra verkefni verður ekki eftir í landinu, né heldur skattgreiðslur af vinnu eða virðisaukaskattur. Lítil sem engin vinna fer fram hér á landi við þetta verkefni enda er sú íslenska auglýsingastofa sem starfar með þeirri bresku aðeins með örfáa starfsmenn. Ríkiskaup sáu um að bjóða verkefnið út á evrópska efnahagssvæðinu fyrir Íslandsstofu. Dómnefnd gaf tilboðum stig og fékk breska auglýsingastofan 1133 stig en næsta auglýsingastofa á eftir, sem er íslensk, fékk 1122 stig. Munurinn er innan við 1% sem undirstrikar getu innlendra aðila til að gera jafn vel og ein stærsta og þekktasta auglýsingastofa heims. Stóru mistökin eru að í útboðslýsingu er engin krafa gerð um að þessar 300 milljónir króna skilji eitthvað eftir sig hér á landi að loknu átakinu. Það gefur auga leið að slík fjárhæð skapar mikil tækifæri til að safna saman þekkingu á ferðaþjónustunni og leiðum til að miðla þeirri vitneskju erlendis. Í höndum heimamanna getur þessi þekking og reynsla haldið áfram að skila sér. En það fer enginn að hringja í herra Saatchi hinn breska til að spyrja ráða eftir að hann hefur fengið síðasta reikninginn greiddan. Ekkert litið á þjóðhagslegan ávinning Íslensk auglýsingastofa skapar atvinnu hér á landi, sem aftur skilar sér í skatttekjum til ríkis og sveitarfélaga. Sú breska skapar litla sem enga atvinnu hér á landi og skilar engum sköttum. Ef gerðar hefðu verið lágmarks kröfur í útboðinu um vægi fyrir íslenska hagkerfið hefði verkefnið fallið í hlut innlendrar auglýsingastofu. Þá hefur óvissa skapast um skil virðisaukaskatts við þetta verkefni. Íslensk auglýsingastofa skilar virðisaukaskatti af vinnu hér á landi, en sú breska ekki. Ríkiskaup hafa svarað því til að þá eigi breska auglýsingastofan að lækka reikninga sína sem því nemur. Vandséð hvernig hægt er að telja tilboð bresku stofunnar gilt meðan vafi leikur á um þetta atriði. Undarlega lágt vægi tímagjalds Gæði tilboðanna giltu 90% hjá dómnefndinni og tímagjald 10%. Það skýtur skökku við hvað tímagjaldið hefur lítið vægi í þessu útboði, því alla jafna ræður verð niðurstöðu útboða Ríkiskaupa. Satt að segja læðist sá grunur að manni að hið litla vægi tímagjaldsins í einkunnagjöfinni hafi verið ákveðið til að gefa erlendum auglýsingastofum meiri möguleika, þar sem vinna þeirra er alla jafna mun dýrari en hjá íslenskum stofum. Í útboðinu er kveðið á um að framlengja megi vinnunni tvisvar sinnum um eitt ár í senn. Í þrjú ár samtals getur breska auglýsingastofan því verið að senda reikninga vegna vinnu sinnar. En ekki aðeins það, því samkvæmt útboðslýsingunni taka greiðslur til hinnar erlendu auglýsingastofu mið af gengisbreytingum. Ef gengi krónunnar veikist að ráði þarf ríkið að borga meira í krónum talið. Forskot á ensku Til að gera erlendum auglýsingastofum kleift að gera tilboð var útboðslýsingin á ensku. En bara á ensku, ekki íslensku. Vissulega er til fjöldi manna og kvenna hér á landi sem leikur sér að enskri tungu. Engu að síður hefur enskumælandi fólk skýrt forskot á því sviði. Þegar innan við 1% munar á stigagjöf efstu fyrirtækjanna, þá getur það haft úrslitaáhrif, sérstaklega þar sem tillögur um áherslur og kynningarefni eru settar fram á ensku, ekki íslensku. Hvers vegna var flug Icelandair þá ekki boðið út? Fjölmörg rök hníga að því að ekki hafi þurft að bjóða þetta verkefni út erlendis. Íslandsstofa og Ríkiskaup bera fyrir sig að þar sem Ísland er aðili að evrópska efnahagssvæðinu sé skylt að auglýsa útboð þar ef fjárhæðir fara yfir ákveðin viðmiðunarmörk. Samkvæmt því hefði ríkið átt að bjóða út mörg hundruð milljón króna kaup á áætlunarflugi til og frá landinu meðan á heimsfaraldri Covid-19 stendur. En það var ekki gert. Ríkið samdi beint við Icelandair um þessar flugferðir. Án vafa hefðu önnur flugfélög viljað gera tilboð, en á það var ekki látið reyna - af skiljanlegum ástæðum. Það sama á við um kynningarátakið fyrir ferðaþjónustuna. Um afar sérstakar aðstæður er að ræða, varnar- og sóknarbaráttu vegna heimsfaraldurs sem hefur sett íslenska hagkerfið úr skorðum. Við þessar aðstæður hugsar hver og ein þjóð um sinn hag eins og dæmin sanna. Evrópureglur eru þverbrotnar, landamærum lokað og barist um lækningavörur. „Force majeure“ getur útilokað útboðsskyldu Margir telja heimsfaraldurinn vegna Covid-19 vera „force majeure“ eða óviðráðanlegar ytri aðstæður. Í slíkum tilvikum er hægt að víkja ýmsum samningum, réttindum og ákvæðum til hliðar og fresta skuldbindingum. Skýrasta dæmið um þetta í heimsfaraldrinum er lokun landamæra, fyrirmæli um að fólk haldi sig heima, lokanir fyrirtækja og þar fram eftir götunum. Ákveðið var með skömmum fyrirvara við þessar dæmalausu aðstæður að ráðast í kynningarátak fyrir ferðaþjónustuna hér á landi. Með tilliti til „force majeure“ aðstæðnanna má stórlega draga í efa skyldu til að fara með átakið í útboð á evrópska efnahagssvæðinu. Þetta hefði vart átt að fara framhjá Íslandsstofu og Ríkiskaupum, sem sjálf hafa ákvæði um „force majeure“ í útboðslýsingunni. Þar segir að við óviðráðanlegar aðstæður verði hvorugur aðili samnings krafinn um bætur vegna þess sem fer úrskeiðis. Hér á landi og í heiminum öllum hefur meira eða minna allt farið úrskeiðis vegna farsóttarinnar. Við þessar aðstæður var engin ástæða var til að túlka útboðsreglur evrópska efnahagssvæðisins með strangasta hætti. Okkar eigin varnaraðgerð Evrópulöndin ráða miklu um hvort þau bjóða út verkefni í varnarmálum á evrópska efnahagssvæðinu og gera það alla jafna ekki. Þau vilja hafa þekkinguna og getuna í svo mikilvægum málum innan sinna landamæra. Skyldan til að fara í einu og öllu eftir útboðsreglum á evrópska efnahagssvæðinu er því ekki einhlít. Að mörgu leyti er kynningarátakið fyrir íslensku ferðaþjónustuna sambærilegt. Það er stærsta sóknar- og varnaraðgerð sem ráðist hefur verið í hér á landi. Hagur þjóðarinnar er undir. Mikil mistök eru að flytja þessa þekkingu og getu í okkar „varnarmálum“ úr landi. 1,2 milljarðar eru eftir Alls ákvað ríkisstjórnin að verja 1,5 milljörðum króna í kynningarátakið. Núna voru verkefni fyrir 300 milljónir króna boðin út. Síðan eiga 1,2 milljarðar að fara í birtingar auglýsinga og annarra skilaboða. Þann hluta átaksins á eftir að bjóða út á evrópska efnahagssvæðinu - þó að varla sé ástæða til þess í ljósi heimsfaraldursins. Miðað við vinnulag Íslandsstofu og Ríkiskaupa er ástæða til að efast um að þetta stóra verkefni lendi í íslenskum höndum. Ekki vegna þess að íslensk fyrirtæki ráði ekki við það, heldur vegna þess að í næsta útboð verði ekki frekar en í því fyrra tekið mið af heildarhagsmunum þjóðarinnar. Höfundur starfar við almannatengsl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er allt rangt við að velja breska auglýsingastofu fremur en íslenska til að sjá um 300 milljón króna kynningarátak fyrir ferðaþjónustuna. Þekking sem skapast við þetta stóra verkefni verður ekki eftir í landinu, né heldur skattgreiðslur af vinnu eða virðisaukaskattur. Lítil sem engin vinna fer fram hér á landi við þetta verkefni enda er sú íslenska auglýsingastofa sem starfar með þeirri bresku aðeins með örfáa starfsmenn. Ríkiskaup sáu um að bjóða verkefnið út á evrópska efnahagssvæðinu fyrir Íslandsstofu. Dómnefnd gaf tilboðum stig og fékk breska auglýsingastofan 1133 stig en næsta auglýsingastofa á eftir, sem er íslensk, fékk 1122 stig. Munurinn er innan við 1% sem undirstrikar getu innlendra aðila til að gera jafn vel og ein stærsta og þekktasta auglýsingastofa heims. Stóru mistökin eru að í útboðslýsingu er engin krafa gerð um að þessar 300 milljónir króna skilji eitthvað eftir sig hér á landi að loknu átakinu. Það gefur auga leið að slík fjárhæð skapar mikil tækifæri til að safna saman þekkingu á ferðaþjónustunni og leiðum til að miðla þeirri vitneskju erlendis. Í höndum heimamanna getur þessi þekking og reynsla haldið áfram að skila sér. En það fer enginn að hringja í herra Saatchi hinn breska til að spyrja ráða eftir að hann hefur fengið síðasta reikninginn greiddan. Ekkert litið á þjóðhagslegan ávinning Íslensk auglýsingastofa skapar atvinnu hér á landi, sem aftur skilar sér í skatttekjum til ríkis og sveitarfélaga. Sú breska skapar litla sem enga atvinnu hér á landi og skilar engum sköttum. Ef gerðar hefðu verið lágmarks kröfur í útboðinu um vægi fyrir íslenska hagkerfið hefði verkefnið fallið í hlut innlendrar auglýsingastofu. Þá hefur óvissa skapast um skil virðisaukaskatts við þetta verkefni. Íslensk auglýsingastofa skilar virðisaukaskatti af vinnu hér á landi, en sú breska ekki. Ríkiskaup hafa svarað því til að þá eigi breska auglýsingastofan að lækka reikninga sína sem því nemur. Vandséð hvernig hægt er að telja tilboð bresku stofunnar gilt meðan vafi leikur á um þetta atriði. Undarlega lágt vægi tímagjalds Gæði tilboðanna giltu 90% hjá dómnefndinni og tímagjald 10%. Það skýtur skökku við hvað tímagjaldið hefur lítið vægi í þessu útboði, því alla jafna ræður verð niðurstöðu útboða Ríkiskaupa. Satt að segja læðist sá grunur að manni að hið litla vægi tímagjaldsins í einkunnagjöfinni hafi verið ákveðið til að gefa erlendum auglýsingastofum meiri möguleika, þar sem vinna þeirra er alla jafna mun dýrari en hjá íslenskum stofum. Í útboðinu er kveðið á um að framlengja megi vinnunni tvisvar sinnum um eitt ár í senn. Í þrjú ár samtals getur breska auglýsingastofan því verið að senda reikninga vegna vinnu sinnar. En ekki aðeins það, því samkvæmt útboðslýsingunni taka greiðslur til hinnar erlendu auglýsingastofu mið af gengisbreytingum. Ef gengi krónunnar veikist að ráði þarf ríkið að borga meira í krónum talið. Forskot á ensku Til að gera erlendum auglýsingastofum kleift að gera tilboð var útboðslýsingin á ensku. En bara á ensku, ekki íslensku. Vissulega er til fjöldi manna og kvenna hér á landi sem leikur sér að enskri tungu. Engu að síður hefur enskumælandi fólk skýrt forskot á því sviði. Þegar innan við 1% munar á stigagjöf efstu fyrirtækjanna, þá getur það haft úrslitaáhrif, sérstaklega þar sem tillögur um áherslur og kynningarefni eru settar fram á ensku, ekki íslensku. Hvers vegna var flug Icelandair þá ekki boðið út? Fjölmörg rök hníga að því að ekki hafi þurft að bjóða þetta verkefni út erlendis. Íslandsstofa og Ríkiskaup bera fyrir sig að þar sem Ísland er aðili að evrópska efnahagssvæðinu sé skylt að auglýsa útboð þar ef fjárhæðir fara yfir ákveðin viðmiðunarmörk. Samkvæmt því hefði ríkið átt að bjóða út mörg hundruð milljón króna kaup á áætlunarflugi til og frá landinu meðan á heimsfaraldri Covid-19 stendur. En það var ekki gert. Ríkið samdi beint við Icelandair um þessar flugferðir. Án vafa hefðu önnur flugfélög viljað gera tilboð, en á það var ekki látið reyna - af skiljanlegum ástæðum. Það sama á við um kynningarátakið fyrir ferðaþjónustuna. Um afar sérstakar aðstæður er að ræða, varnar- og sóknarbaráttu vegna heimsfaraldurs sem hefur sett íslenska hagkerfið úr skorðum. Við þessar aðstæður hugsar hver og ein þjóð um sinn hag eins og dæmin sanna. Evrópureglur eru þverbrotnar, landamærum lokað og barist um lækningavörur. „Force majeure“ getur útilokað útboðsskyldu Margir telja heimsfaraldurinn vegna Covid-19 vera „force majeure“ eða óviðráðanlegar ytri aðstæður. Í slíkum tilvikum er hægt að víkja ýmsum samningum, réttindum og ákvæðum til hliðar og fresta skuldbindingum. Skýrasta dæmið um þetta í heimsfaraldrinum er lokun landamæra, fyrirmæli um að fólk haldi sig heima, lokanir fyrirtækja og þar fram eftir götunum. Ákveðið var með skömmum fyrirvara við þessar dæmalausu aðstæður að ráðast í kynningarátak fyrir ferðaþjónustuna hér á landi. Með tilliti til „force majeure“ aðstæðnanna má stórlega draga í efa skyldu til að fara með átakið í útboð á evrópska efnahagssvæðinu. Þetta hefði vart átt að fara framhjá Íslandsstofu og Ríkiskaupum, sem sjálf hafa ákvæði um „force majeure“ í útboðslýsingunni. Þar segir að við óviðráðanlegar aðstæður verði hvorugur aðili samnings krafinn um bætur vegna þess sem fer úrskeiðis. Hér á landi og í heiminum öllum hefur meira eða minna allt farið úrskeiðis vegna farsóttarinnar. Við þessar aðstæður var engin ástæða var til að túlka útboðsreglur evrópska efnahagssvæðisins með strangasta hætti. Okkar eigin varnaraðgerð Evrópulöndin ráða miklu um hvort þau bjóða út verkefni í varnarmálum á evrópska efnahagssvæðinu og gera það alla jafna ekki. Þau vilja hafa þekkinguna og getuna í svo mikilvægum málum innan sinna landamæra. Skyldan til að fara í einu og öllu eftir útboðsreglum á evrópska efnahagssvæðinu er því ekki einhlít. Að mörgu leyti er kynningarátakið fyrir íslensku ferðaþjónustuna sambærilegt. Það er stærsta sóknar- og varnaraðgerð sem ráðist hefur verið í hér á landi. Hagur þjóðarinnar er undir. Mikil mistök eru að flytja þessa þekkingu og getu í okkar „varnarmálum“ úr landi. 1,2 milljarðar eru eftir Alls ákvað ríkisstjórnin að verja 1,5 milljörðum króna í kynningarátakið. Núna voru verkefni fyrir 300 milljónir króna boðin út. Síðan eiga 1,2 milljarðar að fara í birtingar auglýsinga og annarra skilaboða. Þann hluta átaksins á eftir að bjóða út á evrópska efnahagssvæðinu - þó að varla sé ástæða til þess í ljósi heimsfaraldursins. Miðað við vinnulag Íslandsstofu og Ríkiskaupa er ástæða til að efast um að þetta stóra verkefni lendi í íslenskum höndum. Ekki vegna þess að íslensk fyrirtæki ráði ekki við það, heldur vegna þess að í næsta útboð verði ekki frekar en í því fyrra tekið mið af heildarhagsmunum þjóðarinnar. Höfundur starfar við almannatengsl.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar