Atvinnuleysisbætur stúdenta: Jafnræði, öryggi og hugarró Jóhanna Ásgeirsdóttir skrifar 18. maí 2020 17:00 Kalli stúdenta eftir atvinnuleysisbótum hefur ekki verið svarað. Á blaðamannafundi menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra þann 13. maí voru aðgerðir í þágu stúdenta vegna efnahagslegra afleiðinga heimfaraldurs kórónuveiru kynntar nánar. Farið var yfir fyrirkomulag sumarnáms, breytingar á lánasjóðsreglum og fjölgun starfa hjá hinu opinbera. Þessar aðgerðir munu koma sér vel, en enn á eftir að tryggja fjárhagsöryggi fyrir þá stúdenta sem falla á milli skips og bryggju. Við skrif þessarar greinar hafa tæplega 2400 manns skrifað undir kröfu þess efnis að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. Ríkisstjórnin hefur tekið afstöðu: að það sé betra að skapa störf en að tryggja framfærslu stúdenta. En stúdentar telja að ekki eigi að velja á milli þessara tveggja kosta, stúdentar hafa kallað eftir auknum atvinnumöguleikum og fagna tilkomu þeirra en samhliða slíkum aðgerðum verður að tryggja fjárhagsöryggi stúdenta, sérstaklega í ljósi þess hve alvarleg staða atvinnumarkaðarins er. Þó svo að svartsýnustu spár um atvinnuleysi rætist ekki, eða lagt verði fjármagn í að skapa enn fleiri störf, verður útilokun stúdenta af atvinnuleysisskrá til þess að einhverjir þeirra, líklega mjög margir ef marka má kannanir háskólanna á höfuðborgarsvæðinu, verða gjörsamlega án framfærslu í sumar. Tölfræði sýnir að stúdentar eru alls konar en fyrir marga þeirra hefur eitt sumar án tekna gríðarleg áhrif á stöðu þeirra. Á sumrin safna námsmenn sér tekjum til að eiga fyrir vetri í hlutavinnu með námi, svo tekjumissir í sumar mun draga dilk á eftir sér fram á haustið og næsta ár. Könnun EUROSTUDENT frá 2018 sýnir að námsmenn á Íslandi eru að meðalaldri þrítugir og þriðjungur þeirra á börn. Stúdentar eru oft fólk í námi meðfram vinnu en 70% stúdenta vinna allt árið og 87% á sumrin og hefur því í greitt atvinnuleysistryggingasjóð og ættu að eiga rétt á bótum eins og annað vinnandi fólk. Landsamtök íslenska stúdenta og Stúdentaráð Háskóla Íslands hafa bent á að í áratugi höfðu stúdentar þennan rétt, eða fram að 2010. Borið hefur á misskilningi í umræðu og árétta ég hér að það var ekki þannig að stúdentum bauðst að sækja um atvinnuleysisbætur vegna kreppunnar 2008, heldur höfðu námsmenn í áratugi átt rétt á atvinnuleysisbótum að sumri en svo voru þau réttindi skert í kjölfar efnahagshrunsins. Því væri um leiðréttingu á grundvelli jafnræðis að ræða verði krafa stúdenta um aðgang að atvinnuleysisbótum að veruleika. Krafa stúdenta um atvinnuleysisbætur er ekki heimtufrekja, stúdentar eru ekki að biðja um neitt umfram aðra, heldur um að fá það sama og aðrir. Haldið áfram að skapa atvinnu, en gefið stúdentum sömu hugarró og fjárhagsöryggi og öðrum í samfélaginu, með rétti til atvinnuleysisbóta. Höfundur er verðandi forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Kalli stúdenta eftir atvinnuleysisbótum hefur ekki verið svarað. Á blaðamannafundi menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra þann 13. maí voru aðgerðir í þágu stúdenta vegna efnahagslegra afleiðinga heimfaraldurs kórónuveiru kynntar nánar. Farið var yfir fyrirkomulag sumarnáms, breytingar á lánasjóðsreglum og fjölgun starfa hjá hinu opinbera. Þessar aðgerðir munu koma sér vel, en enn á eftir að tryggja fjárhagsöryggi fyrir þá stúdenta sem falla á milli skips og bryggju. Við skrif þessarar greinar hafa tæplega 2400 manns skrifað undir kröfu þess efnis að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. Ríkisstjórnin hefur tekið afstöðu: að það sé betra að skapa störf en að tryggja framfærslu stúdenta. En stúdentar telja að ekki eigi að velja á milli þessara tveggja kosta, stúdentar hafa kallað eftir auknum atvinnumöguleikum og fagna tilkomu þeirra en samhliða slíkum aðgerðum verður að tryggja fjárhagsöryggi stúdenta, sérstaklega í ljósi þess hve alvarleg staða atvinnumarkaðarins er. Þó svo að svartsýnustu spár um atvinnuleysi rætist ekki, eða lagt verði fjármagn í að skapa enn fleiri störf, verður útilokun stúdenta af atvinnuleysisskrá til þess að einhverjir þeirra, líklega mjög margir ef marka má kannanir háskólanna á höfuðborgarsvæðinu, verða gjörsamlega án framfærslu í sumar. Tölfræði sýnir að stúdentar eru alls konar en fyrir marga þeirra hefur eitt sumar án tekna gríðarleg áhrif á stöðu þeirra. Á sumrin safna námsmenn sér tekjum til að eiga fyrir vetri í hlutavinnu með námi, svo tekjumissir í sumar mun draga dilk á eftir sér fram á haustið og næsta ár. Könnun EUROSTUDENT frá 2018 sýnir að námsmenn á Íslandi eru að meðalaldri þrítugir og þriðjungur þeirra á börn. Stúdentar eru oft fólk í námi meðfram vinnu en 70% stúdenta vinna allt árið og 87% á sumrin og hefur því í greitt atvinnuleysistryggingasjóð og ættu að eiga rétt á bótum eins og annað vinnandi fólk. Landsamtök íslenska stúdenta og Stúdentaráð Háskóla Íslands hafa bent á að í áratugi höfðu stúdentar þennan rétt, eða fram að 2010. Borið hefur á misskilningi í umræðu og árétta ég hér að það var ekki þannig að stúdentum bauðst að sækja um atvinnuleysisbætur vegna kreppunnar 2008, heldur höfðu námsmenn í áratugi átt rétt á atvinnuleysisbótum að sumri en svo voru þau réttindi skert í kjölfar efnahagshrunsins. Því væri um leiðréttingu á grundvelli jafnræðis að ræða verði krafa stúdenta um aðgang að atvinnuleysisbótum að veruleika. Krafa stúdenta um atvinnuleysisbætur er ekki heimtufrekja, stúdentar eru ekki að biðja um neitt umfram aðra, heldur um að fá það sama og aðrir. Haldið áfram að skapa atvinnu, en gefið stúdentum sömu hugarró og fjárhagsöryggi og öðrum í samfélaginu, með rétti til atvinnuleysisbóta. Höfundur er verðandi forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun