Fólkið stjórni tækninni en ekki tæknin fólkinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. maí 2020 20:00 Ríkisstjórnin ætlar að verja milljarði króna til ársins 2023 til að styðja við rannsóknir og nýsköpun til að bregðast við samfélagslegum áskorunum. Ráðherrar kynntu áherslur ríkisstjórnarinnar hvað lítur að stuðningi við tækni, vísindi og nýsköpun í gegnum svokallaða markáætlun á blaðamannafundi í dag. „Þar sem lögð verður áhersla á samfélagslegar áskoranir, þær voru unnar í miklu samráði og snúast um loftslagsvána, heilbrigðisvísindi og fjórðu iðnbyltinguna og tæknibreytingar. Hvernig ætlar samfélagið að takast á við þær með vísindi og rannsóknir að vopni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Samtímis var kynnt áætlun sem felur í sér 27 aðgerðir sem stjórnvöld hyggjast ráðast í er varða fjórðu iðnbyltinguna. „Þar eru til að mynda ýmis siðferðileg álitamál sem kalla á að Ísland móti sér stefnu í málefnum gervigreindar, hvernig við ætlum að nýta þessa nýju tækni, hvaða mörk við ætlum að setja þessari nýju tækni og tryggja að tæknin verði ekki sú sem stjórnar, heldur að fólkið stjórni tækninni og að hún nýtist okkur öllum,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylgist af athygli með erindi Tryggva Þorgeirssonar, formanns Tækniþróunarsjóðs.Vísir/Vilhelm Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður verkefnisstjórnar um fjórðu iðnbyltinguna, fjallaði einnig um málið á blaðamannafundinum í dag. „Íslensk stjórnvöld þurfa að liðsinna fólki við það að komast í gegnum þessar tæknibreytingar. Efla færni fólks, það þarf að aðlaga menntakerfið og stofnanir samfélagsins að því að tæknin mun breyta verulega því hvernig við höfum byggt upp okkar samfélag,“ segir Héðinn í samtali við fréttastofu. „Við eigum ekki að hugsa það þannig að sjálfvirknivæðingin láti störfin hverfa, heldur eiga aðgerðirnar að miða að því að fjölga störfum á Íslandi,“ bætir hann við. Menntamálaráðherra telur menntakerfið nokkuð vel í stakk búið. „Það sem við ætlum að gera núna til framtíðar það er að styrkja stoðirnar enn frekar og ég tel að við höfum algjörlega alla burði í það að verða framúrskarandi menntakerfi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fór yfir áherslur ráðuneytisins hvað varðar menntun og vísindi í dag.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, segir ýmis fjölbreytt verkefni vera í gangi er tengjast aðgerðum í þágu nýsköpunar. „Ég er mjög stolt af þessum aðgerðum. Það eru áfram heilmikil tækifæri, Twitter er að gefa út að allir starfsmenn þeirra geti unnið hvar sem er og stór fyrir tæki önnur, og smærri fyrirtæki,“ nefnir Þórdís sem dæmi. „Mér finnst þetta vera tækifæri sem aðvið getum ekki látiðfram hjá okkur fara. Ef við getum reynt aðsækja einhvern veginn öflugt fólk um víða veröld sem getur hugsað sér aðsetjast að hér, tímabundiðeða varanlega,“ segir Þórdís. Nýsköpun Vísindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tækni Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Ríkisstjórnin ætlar að verja milljarði króna til ársins 2023 til að styðja við rannsóknir og nýsköpun til að bregðast við samfélagslegum áskorunum. Ráðherrar kynntu áherslur ríkisstjórnarinnar hvað lítur að stuðningi við tækni, vísindi og nýsköpun í gegnum svokallaða markáætlun á blaðamannafundi í dag. „Þar sem lögð verður áhersla á samfélagslegar áskoranir, þær voru unnar í miklu samráði og snúast um loftslagsvána, heilbrigðisvísindi og fjórðu iðnbyltinguna og tæknibreytingar. Hvernig ætlar samfélagið að takast á við þær með vísindi og rannsóknir að vopni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Samtímis var kynnt áætlun sem felur í sér 27 aðgerðir sem stjórnvöld hyggjast ráðast í er varða fjórðu iðnbyltinguna. „Þar eru til að mynda ýmis siðferðileg álitamál sem kalla á að Ísland móti sér stefnu í málefnum gervigreindar, hvernig við ætlum að nýta þessa nýju tækni, hvaða mörk við ætlum að setja þessari nýju tækni og tryggja að tæknin verði ekki sú sem stjórnar, heldur að fólkið stjórni tækninni og að hún nýtist okkur öllum,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylgist af athygli með erindi Tryggva Þorgeirssonar, formanns Tækniþróunarsjóðs.Vísir/Vilhelm Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður verkefnisstjórnar um fjórðu iðnbyltinguna, fjallaði einnig um málið á blaðamannafundinum í dag. „Íslensk stjórnvöld þurfa að liðsinna fólki við það að komast í gegnum þessar tæknibreytingar. Efla færni fólks, það þarf að aðlaga menntakerfið og stofnanir samfélagsins að því að tæknin mun breyta verulega því hvernig við höfum byggt upp okkar samfélag,“ segir Héðinn í samtali við fréttastofu. „Við eigum ekki að hugsa það þannig að sjálfvirknivæðingin láti störfin hverfa, heldur eiga aðgerðirnar að miða að því að fjölga störfum á Íslandi,“ bætir hann við. Menntamálaráðherra telur menntakerfið nokkuð vel í stakk búið. „Það sem við ætlum að gera núna til framtíðar það er að styrkja stoðirnar enn frekar og ég tel að við höfum algjörlega alla burði í það að verða framúrskarandi menntakerfi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fór yfir áherslur ráðuneytisins hvað varðar menntun og vísindi í dag.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, segir ýmis fjölbreytt verkefni vera í gangi er tengjast aðgerðum í þágu nýsköpunar. „Ég er mjög stolt af þessum aðgerðum. Það eru áfram heilmikil tækifæri, Twitter er að gefa út að allir starfsmenn þeirra geti unnið hvar sem er og stór fyrir tæki önnur, og smærri fyrirtæki,“ nefnir Þórdís sem dæmi. „Mér finnst þetta vera tækifæri sem aðvið getum ekki látiðfram hjá okkur fara. Ef við getum reynt aðsækja einhvern veginn öflugt fólk um víða veröld sem getur hugsað sér aðsetjast að hér, tímabundiðeða varanlega,“ segir Þórdís.
Nýsköpun Vísindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tækni Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu