Áttu skilið að eignast svona draumadís Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. mars 2020 15:30 Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason giftu sig síðasta sumar og tilkynntu þar kynið með bleiku konfettí eftir athöfnina. Mynd/Eygló Gísla „Við hljótum að hafa átt hana inni í karmanu sko af því að það var svo ótrúlega erfitt að fá hana inn, að verða ólétt og svo var svo ógeðslega erfitt að fæða hana líka og koma henni út. Þannig að við áttum eiginlega skilið að eignast svona draumadís,“ segir leik- og tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld um dóttur sína. Salka Sól var gestur í sérstökum aukaþætti af hlaðvarpinu Kviknar. Salka Sól og Arnar Freyr Frostason eiginmaður hennar hafa verið saman síðan árið 2015. Þau glímdu við ófrjósemisvandamál og þurftu því að bíða lengi eftir dóttur sinni, Unu Lóu, sem fæddist 29. desember 2019. Salka Sól segir á einlægan hátt frá sínu barneignarferli og sinni óútskýrðu ófrjósemi. Hún segir að í hvert skipti sem hún byrjaði á blæðingum, hafði það verið erfitt, því þetta var staðfesting á því að hún væri enn ekki orðin ófrísk. „Þetta var ástarsorg.“ Biðin og óvissan erfið „Ég var miklu helteknari af þessari hugsun en hann gerði sér grein fyrir, sem ég held að sé raunin með margar konur,“ segir Salka Sól um áhyggjur sínar þegar þau höfðu reynt í eitt ár. Í kjölfarið fór Salka til kvensjúkdómalæknis og voru prófuð ýmis lyf og svo fór hún í aðgerð þar sem blöðrur á eggjastokkum voru fjarlægðar. „Svo þegar maður fer að átta sig á því, heyrðu já ég þarf örugglega meiri utanaðkomandi hjálp, þá verður maður svo ógeðslega stressaður og þetta var mjög erfitt tímabil og þá meira að sega reyndi það dálítið á sambandið, því þetta varð eiginlega bara þráhyggja. Maður verður bara heltekinn af þessari hugsun.“ Salka Sól segir að þessi endalausa bið í byrjun, óvissan í kringum þetta og að komast að ófrjóseminni hafi verið mun erfiðari heldur en tæknifrjóvgunartímabilið sjálft. „Mér fannst uppgötvunin á ófrjóseminni miklu, miklu erfiðari. Manni finnst maður bara gölluð kona.“ Salka Sól tók óléttuprófið á meðan Arnar svaf á hótelherbergi þeirra í Berlín. Hann var þó fljótur að vakna þegar hún byrjaði að öskra að prófið hefði verið jákvætt.Mynd/Eygló Gísla „Við“ erum ófrjó Hún segir að fólk hafi oft spurt þau hvenær þau ætluðu að koma með barn og þá hafi hún svarað „það væri komið ef það væri auðvelt.“ Þetta ferli hafði áhrif á líðan þeirra og kynlífið byrjaði að snúast bara um að búa til barn. Þau stóðu samt þétt saman og Salka Sól segir að það hafi breytt miklu fyrir þau að byrja að tala um að þau væru ófrjó, í stað þess að tala um að hún væri ófrjó. Sú orðræða sé mun betri fyrir báða aðila. „Við erum að díla við ófrjósemi.“ Salka Sól hvetur konur til að bíða ekki of lengi með að láta kvensjúkdómalækni skoða sig, athuga frjósemina, sérstaklega ef þær eru að pæla í barneignum eða grunar að eitthvað gæti verið að. Að hennar mati ætti ríkið að niðurgreiða kostnaðinn ef konur velja að fara og láta frysta egg. „Tæknifrjóvgun er ekki niðurgreidd því að það er í rauninni ekki mannréttindi að eignast börn, það eru forréttindi.“ Salka Sól segir í þættinum að hún hafi átt erfitt með að samgleðjast öðrum pörum sem áttu von á barni, þegar hún hafði reynt að verða ólétt í mörg ár án árangurs. Mynd/Eygló Gísla Gátu ekki beðið Í þættinum segir Salka Sól frá því augnabliki sem hún komst að því að hún væri loksins orðin ófrísk. Eftir frjósemismeðferðirnar, höfðu þau bara eitt egg til uppsetningar. Nokkrum dögum eftir aðgerðina pissaði Salka Sól á óléttupróf á hóteli í Berlín. Hún vakti svo eiginmanninn með því að kalla á hann. „Ég er ólétt Arnar, ég er ólétt. Mér fannst svo óraunverulegt að ég væri að segja þetta.“ Spenningurinn var það mikill að þau voru fljót að láta fjölskyldur sínar vita. „Við vorum búin að bíða svo lengi og reyna svo lengi að ég tók mynd af óléttuprófinu og sendi á mömmu og pabba. Það er enginn sem segir frá óléttu um leið og það er pissað á prófið en við gátum ekki beðið.“ Hægt er að hlusta á þennan sérstaka aukaþátt af Kviknar í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Kviknar mun annars birtast á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins og hver þáttur hefur sitt þema. Fyrstu tvo þættina má finna hér! Hlaðvarpið fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Hlaðvarpið Kviknar fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
„Við hljótum að hafa átt hana inni í karmanu sko af því að það var svo ótrúlega erfitt að fá hana inn, að verða ólétt og svo var svo ógeðslega erfitt að fæða hana líka og koma henni út. Þannig að við áttum eiginlega skilið að eignast svona draumadís,“ segir leik- og tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld um dóttur sína. Salka Sól var gestur í sérstökum aukaþætti af hlaðvarpinu Kviknar. Salka Sól og Arnar Freyr Frostason eiginmaður hennar hafa verið saman síðan árið 2015. Þau glímdu við ófrjósemisvandamál og þurftu því að bíða lengi eftir dóttur sinni, Unu Lóu, sem fæddist 29. desember 2019. Salka Sól segir á einlægan hátt frá sínu barneignarferli og sinni óútskýrðu ófrjósemi. Hún segir að í hvert skipti sem hún byrjaði á blæðingum, hafði það verið erfitt, því þetta var staðfesting á því að hún væri enn ekki orðin ófrísk. „Þetta var ástarsorg.“ Biðin og óvissan erfið „Ég var miklu helteknari af þessari hugsun en hann gerði sér grein fyrir, sem ég held að sé raunin með margar konur,“ segir Salka Sól um áhyggjur sínar þegar þau höfðu reynt í eitt ár. Í kjölfarið fór Salka til kvensjúkdómalæknis og voru prófuð ýmis lyf og svo fór hún í aðgerð þar sem blöðrur á eggjastokkum voru fjarlægðar. „Svo þegar maður fer að átta sig á því, heyrðu já ég þarf örugglega meiri utanaðkomandi hjálp, þá verður maður svo ógeðslega stressaður og þetta var mjög erfitt tímabil og þá meira að sega reyndi það dálítið á sambandið, því þetta varð eiginlega bara þráhyggja. Maður verður bara heltekinn af þessari hugsun.“ Salka Sól segir að þessi endalausa bið í byrjun, óvissan í kringum þetta og að komast að ófrjóseminni hafi verið mun erfiðari heldur en tæknifrjóvgunartímabilið sjálft. „Mér fannst uppgötvunin á ófrjóseminni miklu, miklu erfiðari. Manni finnst maður bara gölluð kona.“ Salka Sól tók óléttuprófið á meðan Arnar svaf á hótelherbergi þeirra í Berlín. Hann var þó fljótur að vakna þegar hún byrjaði að öskra að prófið hefði verið jákvætt.Mynd/Eygló Gísla „Við“ erum ófrjó Hún segir að fólk hafi oft spurt þau hvenær þau ætluðu að koma með barn og þá hafi hún svarað „það væri komið ef það væri auðvelt.“ Þetta ferli hafði áhrif á líðan þeirra og kynlífið byrjaði að snúast bara um að búa til barn. Þau stóðu samt þétt saman og Salka Sól segir að það hafi breytt miklu fyrir þau að byrja að tala um að þau væru ófrjó, í stað þess að tala um að hún væri ófrjó. Sú orðræða sé mun betri fyrir báða aðila. „Við erum að díla við ófrjósemi.“ Salka Sól hvetur konur til að bíða ekki of lengi með að láta kvensjúkdómalækni skoða sig, athuga frjósemina, sérstaklega ef þær eru að pæla í barneignum eða grunar að eitthvað gæti verið að. Að hennar mati ætti ríkið að niðurgreiða kostnaðinn ef konur velja að fara og láta frysta egg. „Tæknifrjóvgun er ekki niðurgreidd því að það er í rauninni ekki mannréttindi að eignast börn, það eru forréttindi.“ Salka Sól segir í þættinum að hún hafi átt erfitt með að samgleðjast öðrum pörum sem áttu von á barni, þegar hún hafði reynt að verða ólétt í mörg ár án árangurs. Mynd/Eygló Gísla Gátu ekki beðið Í þættinum segir Salka Sól frá því augnabliki sem hún komst að því að hún væri loksins orðin ófrísk. Eftir frjósemismeðferðirnar, höfðu þau bara eitt egg til uppsetningar. Nokkrum dögum eftir aðgerðina pissaði Salka Sól á óléttupróf á hóteli í Berlín. Hún vakti svo eiginmanninn með því að kalla á hann. „Ég er ólétt Arnar, ég er ólétt. Mér fannst svo óraunverulegt að ég væri að segja þetta.“ Spenningurinn var það mikill að þau voru fljót að láta fjölskyldur sínar vita. „Við vorum búin að bíða svo lengi og reyna svo lengi að ég tók mynd af óléttuprófinu og sendi á mömmu og pabba. Það er enginn sem segir frá óléttu um leið og það er pissað á prófið en við gátum ekki beðið.“ Hægt er að hlusta á þennan sérstaka aukaþátt af Kviknar í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Kviknar mun annars birtast á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins og hver þáttur hefur sitt þema. Fyrstu tvo þættina má finna hér! Hlaðvarpið fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Hlaðvarpið Kviknar fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning