Inngrip í þágu ungra kvenna Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 22. maí 2020 07:30 Konur í íslenskum fangelsum eru illa staddar. Þær kljást við líkamlega og ekki síður andlega krankleika sem má að miklu leyti rekja til glímu við fíkniefnadjöfulinn. Afskaplega mikilvægt er að hlúa að þessum konum þegar afplánun er lokið því að þær fá enga raunverulega hjálp á bak við fangelsisgirðinguna. Þær eru í geymslu og á meðan fangelsiskerfið er byggt upp þannig að meðferðarstarf er í skötulíki og metnaður til að gera úr kvenföngum nýta samfélagsþegna enginn þá verður að bregðast við á öðrum stöðum. Grípa fyrr inn í. Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, biðlar því til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að taka alvarlega til skoðunar að setja á fót starfshóp sem hefur það markmið að útfæra hugmyndir að snemmtæku inngripi, sérstaklega þegar ungar konur í vímuefnavanda eiga í hlut. En að sjálfsögðu kæmi það einnig ungum karlmönnum í sömu stöðu til góða. Afstaða mun ekki láta sitt eftir liggja og býður starfshópnum að sjálfsögðu aðstoð sína. Að mati Afstöðu mætti til að mynda endurskoða ákvæði 65. greinar almennra hegningarlaga en það veitir heimild til að ákveða í dómi að sakborningur sem ekki hefur hemil á drykkjufýsn sinni skuli lagður inn á viðeigandi hæli til lækningar. Ákvæðið er barn síns tíma og þarfnast uppfærslu við, til dæmis þannig að dómara verði veitt heimild til alls kyns meðferðir, mögulega 20 tíma sálfræðimeðferð, reiðistjórnunarmeðferð, sáttamiðlun, meðferð hjá geðlækni o.s.frv. og eftir því sem talið er henta hverjum og einum. Raunar mætti skoða það að ganga enn lengra og veita lögreglu, til jafns við sektarúrræði, að gera þeim sem teknir eru með vímuefni að leita sér sérfræðiaðstoðar. Það yrði þá í anda þess sem gert var í Portúgal, án þess að lögleyfa vímuefnin. Í þessu samhengi má nefna að á undanförnum vikum féllu fimm dómar í héraði í málum jafn margra kvenna, 25 til 43 ára. Þær voru allar dæmdar fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot og áttu að baki sakarferil vegna sambærilegra brota, sumar hverjar langan. Málin voru afgreidd af aðstoðarmanni dómara og samkvæmt forskrift, 30-90 daga fangelsi. Litlu mun það breyta fyrir framhaldið hjá þessum ágætu konum og því miður ólíklegt að þær komist út úr sínum vítahring. En mögulega væri hægt að bjarga einhverjum með því að víkka út heimildir lögreglu og dómara. Hvað segir þú, Áslaug Arna, er ekki kominn tími til að bretta upp ermar og skoða þessi mál af fullri alvöru? Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Fíkn Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Konur í íslenskum fangelsum eru illa staddar. Þær kljást við líkamlega og ekki síður andlega krankleika sem má að miklu leyti rekja til glímu við fíkniefnadjöfulinn. Afskaplega mikilvægt er að hlúa að þessum konum þegar afplánun er lokið því að þær fá enga raunverulega hjálp á bak við fangelsisgirðinguna. Þær eru í geymslu og á meðan fangelsiskerfið er byggt upp þannig að meðferðarstarf er í skötulíki og metnaður til að gera úr kvenföngum nýta samfélagsþegna enginn þá verður að bregðast við á öðrum stöðum. Grípa fyrr inn í. Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, biðlar því til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að taka alvarlega til skoðunar að setja á fót starfshóp sem hefur það markmið að útfæra hugmyndir að snemmtæku inngripi, sérstaklega þegar ungar konur í vímuefnavanda eiga í hlut. En að sjálfsögðu kæmi það einnig ungum karlmönnum í sömu stöðu til góða. Afstaða mun ekki láta sitt eftir liggja og býður starfshópnum að sjálfsögðu aðstoð sína. Að mati Afstöðu mætti til að mynda endurskoða ákvæði 65. greinar almennra hegningarlaga en það veitir heimild til að ákveða í dómi að sakborningur sem ekki hefur hemil á drykkjufýsn sinni skuli lagður inn á viðeigandi hæli til lækningar. Ákvæðið er barn síns tíma og þarfnast uppfærslu við, til dæmis þannig að dómara verði veitt heimild til alls kyns meðferðir, mögulega 20 tíma sálfræðimeðferð, reiðistjórnunarmeðferð, sáttamiðlun, meðferð hjá geðlækni o.s.frv. og eftir því sem talið er henta hverjum og einum. Raunar mætti skoða það að ganga enn lengra og veita lögreglu, til jafns við sektarúrræði, að gera þeim sem teknir eru með vímuefni að leita sér sérfræðiaðstoðar. Það yrði þá í anda þess sem gert var í Portúgal, án þess að lögleyfa vímuefnin. Í þessu samhengi má nefna að á undanförnum vikum féllu fimm dómar í héraði í málum jafn margra kvenna, 25 til 43 ára. Þær voru allar dæmdar fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot og áttu að baki sakarferil vegna sambærilegra brota, sumar hverjar langan. Málin voru afgreidd af aðstoðarmanni dómara og samkvæmt forskrift, 30-90 daga fangelsi. Litlu mun það breyta fyrir framhaldið hjá þessum ágætu konum og því miður ólíklegt að þær komist út úr sínum vítahring. En mögulega væri hægt að bjarga einhverjum með því að víkka út heimildir lögreglu og dómara. Hvað segir þú, Áslaug Arna, er ekki kominn tími til að bretta upp ermar og skoða þessi mál af fullri alvöru? Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun