Kári telur enga þörf á sóttkví hafi veiran breiðst um allt samfélagið Birgir Olgeirsson skrifar 11. mars 2020 20:30 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Kári Stefánsson segir enga þörf á sóttkví reynist kórónuveiran hafa breiðst út um allt samfélagið. Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. Íslensk erfðagreining hefur fengið öll tæki og tól til að hefja skimunina. Kári vonast til að skimunin verði framkvæmd með slembiúrtaki til að kanna hvernig veiran hefur dreift sér almennt. Áætlanir eru um að skima 3-400 manns á dag. „Við erum búin að fá pinnana sem okkur vantaði, við fengum vél í dag sem þarf að setja upp á morgun. Síðan þarf að ganga frá samskiptum okkar við Landspítalann og Sóttvarnalækni sem verður gert á morgun. Starfsfólk okkar fær leiðbeiningar í sóttvörnum. Svo vonast ég til að það verði hjólað í þetta á föstudag,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Finnst líklegt að veiran hafi dreift sér víðar en menn halda Hann vonast til að Íslensk erfðagreining geti skimað 3-400 manns á dag og að það verði gert með slembiúrtaki. „Vegna þess að við viljum kanna hvernig veiran hefur dreift sér, ekki bara í áhættuhópum heldur samfélaginu almennt.“ Kári veit ekki hversu víða veiran hefur dreift sér. „En mér finnst ekki ólíklegt að hún hafi dreift sér víðar en menn halda í dag. En þetta er eitt af því sem við ætlum að kanna. Ég skal svara þessu eftir svona viku en í dag vitum við þetta ekki.“ Mögulegt að veiran finni leið framhjá ónæmiskerfinu Hann segir Íslenska erfðagreiningu ætla að skima eins marga og þörf er á. „Það fer eftir því hvað við fáum út úr fyrstu nokkur hundruð. Og svo fer það eftir því hvernig sjúkdómurinn þróast í samfélaginu. En við ætlum ekki bara að skima heldur ætlum við að raðgreina erfðaefni veirunnar úr þeim sýnum sem koma til baka jákvæð. Það er mikilvægt til að skrá hvernig stökkbreytingin á sér stað. Stökkbreytingin gerir mönnum kleift að rekja smitið. Sá möguleiki er líka fyrir hendi að veira stökkbreytist með þeim hætti að hún finni leið framhjá ónæmiskerfi okkar. Sem er mikilvægt. Ef svo er gæti veiran orðið föst í samfélaginu. Við skulum vona að það gerist ekki.“ Hann segist verða hissa ef Íslensk erfðagreining mun enn vera í skimun eftir meira en mánuð. „En ég reiðubúinn að verða hissa, ef þörf er á munum við halda áfram.“ Sóttkví íþyngjandi Ef niðurstaða rannsóknar ykkar verður á þá leið að veiran hefur breiðst út um allt samfélagið, hvernig ættu viðbrögð okkar að verða? „Það breytir því að þá verður sóttkvíin gagnslaus og þá hægt að hætta henni. Vegna þess að hún er byrði á stofnunum, fyrirtækjum og fólkinu í landinu.“ En ef hún hefur breitt sér út um allt samfélagið, bæri okkur þá ekki skylda til að loka landinu til að hefta frekari útbreiðslu? „Þetta fer að verða spurning nákvæmlega um þessi lönd eins og hluta af okkar samfélagi. Ef þetta er komið út um allt, ef þetta er í öllum löndum, þá er engin ástæða til að loka landi. Ítalir eru í sérstakri stöðu því veiran náði að breiða sér út hratt og virðist hafa breiðst út fyrr en á öðrum stöðum. Þeir hafa kannski svolitla ástæðu til að loka landinu. En endanlega þegar þetta er komið í flest í lönd í þessum heimi, hættir að vera ástæða til að loka landi eins og okkar,“ segir Kári. Hann telur litlar líkur á að Íslensk erfðagreining muni nýta þessa rannsókn til að koma að þróun bóluefnis gegn veirunni. „Öll gögn sem verða til úr þessu verða sett í gagnabanka sem heimurinn er að búa til í dag um þessa veiru til að hjálpa öllum samfélögum á þessum hnetti að takast á við hana.“ Ætla að fá sýni af landsbyggðinni Hann segir auðveldara að rekja smit á Íslandi en öðrum löndum. Samfélagið lítið og bara eitt hlið inn í landið. „Og eitt sem við komum til með að leitast við er að fá sýni frá fólki úti á landi. Flest smitin hafa greinst á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna er spennandi að sjá þá hvernig veiran breiðir sér út um allt land ef hún gerir það.“ Hver sem er getur skráð sig Þrátt fyrir slembiúrtakið ætla Íslensk erfðagreining að bjóða hverjum sem er að koma í skimun. „Þeim verður boðið upp á ákveðinn tíma þannig að það myndist ekki þröng á þeim stað þar sem við öflum sýna. Ef það myndast þröng getur sá staður stuðlað að smiti. En svo má vera að það vilji svo margir skrá sig í skimun að það komist færri að en vilja.“ Sýni er tekið úr munni og nefholi þegar skimunin fer fram og Kári segir ekkert að óttast. „Þetta er gjörsamlega sársaukalaust og fólk kemur ekki til með að sjá nál.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 16:05 Segir skimunarumræðuna byggja á misskilningi Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að umræða síðastliðinn sólarhring um skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni byggi að hluta til á misskilningi. 8. mars 2020 15:21 Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 12:51 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Kári Stefánsson segir enga þörf á sóttkví reynist kórónuveiran hafa breiðst út um allt samfélagið. Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. Íslensk erfðagreining hefur fengið öll tæki og tól til að hefja skimunina. Kári vonast til að skimunin verði framkvæmd með slembiúrtaki til að kanna hvernig veiran hefur dreift sér almennt. Áætlanir eru um að skima 3-400 manns á dag. „Við erum búin að fá pinnana sem okkur vantaði, við fengum vél í dag sem þarf að setja upp á morgun. Síðan þarf að ganga frá samskiptum okkar við Landspítalann og Sóttvarnalækni sem verður gert á morgun. Starfsfólk okkar fær leiðbeiningar í sóttvörnum. Svo vonast ég til að það verði hjólað í þetta á föstudag,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Finnst líklegt að veiran hafi dreift sér víðar en menn halda Hann vonast til að Íslensk erfðagreining geti skimað 3-400 manns á dag og að það verði gert með slembiúrtaki. „Vegna þess að við viljum kanna hvernig veiran hefur dreift sér, ekki bara í áhættuhópum heldur samfélaginu almennt.“ Kári veit ekki hversu víða veiran hefur dreift sér. „En mér finnst ekki ólíklegt að hún hafi dreift sér víðar en menn halda í dag. En þetta er eitt af því sem við ætlum að kanna. Ég skal svara þessu eftir svona viku en í dag vitum við þetta ekki.“ Mögulegt að veiran finni leið framhjá ónæmiskerfinu Hann segir Íslenska erfðagreiningu ætla að skima eins marga og þörf er á. „Það fer eftir því hvað við fáum út úr fyrstu nokkur hundruð. Og svo fer það eftir því hvernig sjúkdómurinn þróast í samfélaginu. En við ætlum ekki bara að skima heldur ætlum við að raðgreina erfðaefni veirunnar úr þeim sýnum sem koma til baka jákvæð. Það er mikilvægt til að skrá hvernig stökkbreytingin á sér stað. Stökkbreytingin gerir mönnum kleift að rekja smitið. Sá möguleiki er líka fyrir hendi að veira stökkbreytist með þeim hætti að hún finni leið framhjá ónæmiskerfi okkar. Sem er mikilvægt. Ef svo er gæti veiran orðið föst í samfélaginu. Við skulum vona að það gerist ekki.“ Hann segist verða hissa ef Íslensk erfðagreining mun enn vera í skimun eftir meira en mánuð. „En ég reiðubúinn að verða hissa, ef þörf er á munum við halda áfram.“ Sóttkví íþyngjandi Ef niðurstaða rannsóknar ykkar verður á þá leið að veiran hefur breiðst út um allt samfélagið, hvernig ættu viðbrögð okkar að verða? „Það breytir því að þá verður sóttkvíin gagnslaus og þá hægt að hætta henni. Vegna þess að hún er byrði á stofnunum, fyrirtækjum og fólkinu í landinu.“ En ef hún hefur breitt sér út um allt samfélagið, bæri okkur þá ekki skylda til að loka landinu til að hefta frekari útbreiðslu? „Þetta fer að verða spurning nákvæmlega um þessi lönd eins og hluta af okkar samfélagi. Ef þetta er komið út um allt, ef þetta er í öllum löndum, þá er engin ástæða til að loka landi. Ítalir eru í sérstakri stöðu því veiran náði að breiða sér út hratt og virðist hafa breiðst út fyrr en á öðrum stöðum. Þeir hafa kannski svolitla ástæðu til að loka landinu. En endanlega þegar þetta er komið í flest í lönd í þessum heimi, hættir að vera ástæða til að loka landi eins og okkar,“ segir Kári. Hann telur litlar líkur á að Íslensk erfðagreining muni nýta þessa rannsókn til að koma að þróun bóluefnis gegn veirunni. „Öll gögn sem verða til úr þessu verða sett í gagnabanka sem heimurinn er að búa til í dag um þessa veiru til að hjálpa öllum samfélögum á þessum hnetti að takast á við hana.“ Ætla að fá sýni af landsbyggðinni Hann segir auðveldara að rekja smit á Íslandi en öðrum löndum. Samfélagið lítið og bara eitt hlið inn í landið. „Og eitt sem við komum til með að leitast við er að fá sýni frá fólki úti á landi. Flest smitin hafa greinst á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna er spennandi að sjá þá hvernig veiran breiðir sér út um allt land ef hún gerir það.“ Hver sem er getur skráð sig Þrátt fyrir slembiúrtakið ætla Íslensk erfðagreining að bjóða hverjum sem er að koma í skimun. „Þeim verður boðið upp á ákveðinn tíma þannig að það myndist ekki þröng á þeim stað þar sem við öflum sýna. Ef það myndast þröng getur sá staður stuðlað að smiti. En svo má vera að það vilji svo margir skrá sig í skimun að það komist færri að en vilja.“ Sýni er tekið úr munni og nefholi þegar skimunin fer fram og Kári segir ekkert að óttast. „Þetta er gjörsamlega sársaukalaust og fólk kemur ekki til með að sjá nál.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 16:05 Segir skimunarumræðuna byggja á misskilningi Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að umræða síðastliðinn sólarhring um skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni byggi að hluta til á misskilningi. 8. mars 2020 15:21 Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 12:51 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 16:05
Segir skimunarumræðuna byggja á misskilningi Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að umræða síðastliðinn sólarhring um skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni byggi að hluta til á misskilningi. 8. mars 2020 15:21
Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 12:51
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent