Fasteignamarkaðurinn á tímum Covid-19 Baldur Jezorski skrifar 17. apríl 2020 11:30 Nú er kaupendamarkaður. Á meðan framboð er mikið og flestir halda að sér höndum vegna ástands í samfélaginu leynast ótal tækifæri á fasteigmarkaði. Á fasteignavef Vísis eru u.þ.b. 3.200 eignir skráðar á sölu á höfuðborgarsvæðinu, þar af 1.590 nýbyggingar eða rúmlega helmingur eigna á skrá. Mikið framboð af nýbyggingum hefur valdið því að verðbil á milli nýrri og eldri eigna hefur minnkað undanfarin tvö ár. Margir sjá tækifæri í því að selja eldri eign sem þeir eiga og kaupa nýja eign á svipuðu verði. Stundum eru tækifæri á fasteignamarkaði bundin við sérstakar tegundir eigna eða afmörkuð svæði. Eins og staðan er í dag þá eru tækifærin alls staðar: Mikið af eignum er að koma inn á markaðinn á mjög sanngjörnu verði - Sumar eldri eignir sem hafa verið lengi í sölu bjóðast nú jafnvel á lækkuðu verði. Söluverð nýbygginga lækkaði í byrjun árs og hafa margar þeirra verið á markaðnum í þó nokkurn tíma án þess að seljast. Eins og sjá má af upplýsingum frá Samtökum Iðnaðarins frá því í febrúar á þessu ári (fyrir áhrif Covid-19) voru 42% færri íbúðir á fyrstu byggingarstigum á höfuðborgarsvæðinu miðað við sama tíma í fyrra. Ekki er ólíklegt að þetta geti leitt til þess að umframeftirspurn myndist á næstu 3 árum. Eftirspurn á fasteignamarkaði getur breyst snögglega og þess vegna snaraukist á nokkrum vikum en það tekur byggingariðnaðinn hins vegar alltaf töluvert langan tíma að bregðast við aukinni eftirspurn þar sem byggingatími íbúða er oft 1-2 ár. Það getur margt breyst á þessum tíma. Líkleg ástæða fyrir offramboði nýbygginga í dag er annaðhvort það að eftirspurnin hafi verið ofmetin á sínum tíma og of mikið hafi verið byggt eða það sem er líklegra að eftirspurnin hefur minnkað m.a. vegna falls WOW-Air, minnkandi hagvexti og auknu framboði af eldri eignum sem verið hafa í skammtímaútleigu. Ef ekkert verður að gert mun að öllum líkindum myndast mikill húsnæðiskortur á næstu 3-5 árum eins og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI bendir á. Þetta er vítahringur sem óskandi væri að komast út úr. Nú er staðan þannig fyrir byggingaðila að það borgar sig ekki að byggja fyrr en eftirspurn og verð rýkur upp aftur, vegna skorts á íbúðarhúsnæði. Hvað er til ráða? Hlutdeildarlán gætu t.d. rétt þessar kúrfu af og aukið eftirspurn eftir nýbyggingum. Er fólk að kaupa og selja á tímum Covid-19? Á þessum tímum þegar við gerum öll okkar besta til þess að halda Covid-19 í skefjum hefur starf fasteignasala aldeilis breyst, nú eru gúmmíhanskar og sprittbrúsar staðalbúnaður við sýningar eigna, tveir metrar á milli manna og einum aðila í einu sýnd eign í staðin fyrir opin hús. Eins og flest fyrirtæki á Íslandi reyna fasteignasölur að aðlaga þjónustuna að breyttum tímum m.a. með myndsímtölum. Hingað til hefur fasteignasali alltaf þurft að koma í heimsókn til að finna nákvæmt söluverðmæti eignar en með þessari þjónustu er einfaldlega verið að nútímavæða þennan þjónustuþátt. Þessi þjónusta er fyrst og fremst ætluð þeim sem eru að byrja hugsa sér til hreyfings og vilja vita hvert áætlað söluverð eignarinnar er. Fasteignasalar mæta hins vegar alltaf á staðinn þegar verið er að skrá eign á sölu eða þegar um verðmat fyrir banka er að ræða t.d. vegna endurfjármögnunar. Leigumarkaðurinn á tímum Covid-19 Aukning virðist vera á framboði leiguhúsnæðis vegna mikillar fækkunar ferðamanna á síðustu vikum eftir landnáms Kórónavírusins. Við á 450 Fasteignasölu sjáum mikið af eignum koma inn á leigumarkað sem hafa verið í skammtímaleigu en standa nú tómar. Samkvæmt tölum frá þjóðskrá voru 6,9% fleiri þinglýstir leigusamningar í mars miðað við sama tíma fyrir ári og má reikna með að sú tala verði ennþá hærri í apríl. Leiguverð virðist hafa lækkað á síðustu vikum, það má bæði rekja til fjölda eigna sem koma nú inn á leigumarkað vegna færri ferðamanna, lægri vaxta og hagstæðari lána. Hluti af skýringunni kann að vera sú að leigusalar hafi lækkað verð tímabundið vegna covid-19, fryst vísitölu eða gert aðrar ráðstafanir til þess að koma til móts við leigutaka. Það eru ekki komnar formlegar tölur um hversu mikið leiguverð nýrra leigusamninga hefur lækkað en það má reikna með að það sé hátt í 10%. Þetta er mikil breyting á stuttum tíma en það er fátt sem bendir til þess að leiga komi til með að hækka mikið á næstunni. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Nú er kaupendamarkaður. Á meðan framboð er mikið og flestir halda að sér höndum vegna ástands í samfélaginu leynast ótal tækifæri á fasteigmarkaði. Á fasteignavef Vísis eru u.þ.b. 3.200 eignir skráðar á sölu á höfuðborgarsvæðinu, þar af 1.590 nýbyggingar eða rúmlega helmingur eigna á skrá. Mikið framboð af nýbyggingum hefur valdið því að verðbil á milli nýrri og eldri eigna hefur minnkað undanfarin tvö ár. Margir sjá tækifæri í því að selja eldri eign sem þeir eiga og kaupa nýja eign á svipuðu verði. Stundum eru tækifæri á fasteignamarkaði bundin við sérstakar tegundir eigna eða afmörkuð svæði. Eins og staðan er í dag þá eru tækifærin alls staðar: Mikið af eignum er að koma inn á markaðinn á mjög sanngjörnu verði - Sumar eldri eignir sem hafa verið lengi í sölu bjóðast nú jafnvel á lækkuðu verði. Söluverð nýbygginga lækkaði í byrjun árs og hafa margar þeirra verið á markaðnum í þó nokkurn tíma án þess að seljast. Eins og sjá má af upplýsingum frá Samtökum Iðnaðarins frá því í febrúar á þessu ári (fyrir áhrif Covid-19) voru 42% færri íbúðir á fyrstu byggingarstigum á höfuðborgarsvæðinu miðað við sama tíma í fyrra. Ekki er ólíklegt að þetta geti leitt til þess að umframeftirspurn myndist á næstu 3 árum. Eftirspurn á fasteignamarkaði getur breyst snögglega og þess vegna snaraukist á nokkrum vikum en það tekur byggingariðnaðinn hins vegar alltaf töluvert langan tíma að bregðast við aukinni eftirspurn þar sem byggingatími íbúða er oft 1-2 ár. Það getur margt breyst á þessum tíma. Líkleg ástæða fyrir offramboði nýbygginga í dag er annaðhvort það að eftirspurnin hafi verið ofmetin á sínum tíma og of mikið hafi verið byggt eða það sem er líklegra að eftirspurnin hefur minnkað m.a. vegna falls WOW-Air, minnkandi hagvexti og auknu framboði af eldri eignum sem verið hafa í skammtímaútleigu. Ef ekkert verður að gert mun að öllum líkindum myndast mikill húsnæðiskortur á næstu 3-5 árum eins og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI bendir á. Þetta er vítahringur sem óskandi væri að komast út úr. Nú er staðan þannig fyrir byggingaðila að það borgar sig ekki að byggja fyrr en eftirspurn og verð rýkur upp aftur, vegna skorts á íbúðarhúsnæði. Hvað er til ráða? Hlutdeildarlán gætu t.d. rétt þessar kúrfu af og aukið eftirspurn eftir nýbyggingum. Er fólk að kaupa og selja á tímum Covid-19? Á þessum tímum þegar við gerum öll okkar besta til þess að halda Covid-19 í skefjum hefur starf fasteignasala aldeilis breyst, nú eru gúmmíhanskar og sprittbrúsar staðalbúnaður við sýningar eigna, tveir metrar á milli manna og einum aðila í einu sýnd eign í staðin fyrir opin hús. Eins og flest fyrirtæki á Íslandi reyna fasteignasölur að aðlaga þjónustuna að breyttum tímum m.a. með myndsímtölum. Hingað til hefur fasteignasali alltaf þurft að koma í heimsókn til að finna nákvæmt söluverðmæti eignar en með þessari þjónustu er einfaldlega verið að nútímavæða þennan þjónustuþátt. Þessi þjónusta er fyrst og fremst ætluð þeim sem eru að byrja hugsa sér til hreyfings og vilja vita hvert áætlað söluverð eignarinnar er. Fasteignasalar mæta hins vegar alltaf á staðinn þegar verið er að skrá eign á sölu eða þegar um verðmat fyrir banka er að ræða t.d. vegna endurfjármögnunar. Leigumarkaðurinn á tímum Covid-19 Aukning virðist vera á framboði leiguhúsnæðis vegna mikillar fækkunar ferðamanna á síðustu vikum eftir landnáms Kórónavírusins. Við á 450 Fasteignasölu sjáum mikið af eignum koma inn á leigumarkað sem hafa verið í skammtímaleigu en standa nú tómar. Samkvæmt tölum frá þjóðskrá voru 6,9% fleiri þinglýstir leigusamningar í mars miðað við sama tíma fyrir ári og má reikna með að sú tala verði ennþá hærri í apríl. Leiguverð virðist hafa lækkað á síðustu vikum, það má bæði rekja til fjölda eigna sem koma nú inn á leigumarkað vegna færri ferðamanna, lægri vaxta og hagstæðari lána. Hluti af skýringunni kann að vera sú að leigusalar hafi lækkað verð tímabundið vegna covid-19, fryst vísitölu eða gert aðrar ráðstafanir til þess að koma til móts við leigutaka. Það eru ekki komnar formlegar tölur um hversu mikið leiguverð nýrra leigusamninga hefur lækkað en það má reikna með að það sé hátt í 10%. Þetta er mikil breyting á stuttum tíma en það er fátt sem bendir til þess að leiga komi til með að hækka mikið á næstunni. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun