Landsmenn hamstra sem aldrei fyrr Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2020 23:15 Frystivara selst einna mest á óvissutímum sem þessum. Myndiner tekin í Bónus í Skeifunni í kvöld. Vísir/Sunna Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss man ekki eftir öðru eins ástandi í verslunum fyrirtækisins og nú ríkir en viðskiptavinir hafa hamstrað mat og aðrar vistir vegna kórónuveirunnar. Guðmundur segir mikilvægt að fólk haldi ró sinni, nóg sé til af mat í landinu. „Það eru ákveðnir vöruflokkar sem seljast meira en aðrir undir venjulegum kringumstæðum og fólk er að kaupa vörur með lengra geymsluþol, þurrvörur og frystivöru. En það er alveg óþarfi, fólk getur alveg haldið ró sinni. Það er nóg til af mat, við erum ekkert að óttast það,“ segir Guðmundur. Það sé óhjákvæmilegt að hillur tæmist en verslanir fái nýjar vörur á hverjum einasta degi. „Það hefur komið fyrir að ákveðnir vöruflokkar klárist þann daginn en svo er bara fyllt á aftur.“ Klósettpappírinn skammtaður í Costco í dag.Vísir Guðmundur segir að tekið hafi að bera á þessari breyttu kauphegðun landsmanna í beinu framhaldi af daglegum upplýsingafundum almannavarna vegna veirunnar í síðasta mánuði. „Þetta byrjaði með krafti þegar fundirnir byrjuðu. Síðan dró aðeins úr en síðustu daga hefur þetta aukist aftur.“ Fjallað var um tómar hillur og stórinnkaup á höfuðborgarsvæðinu þegar rauð veðurviðvörun tók þar gildi í fyrsta sinn nú í febrúar. Guðmundur man þó ekki til þess að fólk hamstri mat og vistir í þessum mæli í þetta langan tíma, líkt og nú. „Ég var framkvæmdastjóri líka þegar hrunið var en það var allt annað eðlis, þá var veruleg hætta á að greiðslumiðlun myndi liggja niðri og það væri ekki hægt að flytja inn vörur en það hefur ekkert borið á því enn þá. Og auðvitað getur komið vöruskortur í einhverja vöruflokkum en yfirleitt eru til staðgönguvörur í þeim flokkum. Ef eitt klárast þá tekur bara annað við.“ Kerrurnar fylltar.Vísir/Sunna Frá Bónus í Skeifunni í kvöld.Vísir/Sunna Wuhan-veiran Neytendur Verslun Tengdar fréttir Þúsundir skráðu sig í skimun og kerfið hrundi Álag á bókunarkerfi Íslenskrar erfðagreiningar var svo mikið að það hrundi fyrst um sinn en vefnum hefur nú verið komið í samt lag og fleiri tímar standa til boða. 12. mars 2020 22:06 Átta smit til viðbótar í kvöld Heildarfjöldi tilfella er því orðinn 117. 12. mars 2020 21:16 Áætlanir um samkomubann kynntar fljótlega Víða hafa borist fregnir af því síðustu daga að stjórnvöld í Evrópu grípi til þess ráðs að setja á samkomutakmarkanir í tilraun til þess að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 21:04 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss man ekki eftir öðru eins ástandi í verslunum fyrirtækisins og nú ríkir en viðskiptavinir hafa hamstrað mat og aðrar vistir vegna kórónuveirunnar. Guðmundur segir mikilvægt að fólk haldi ró sinni, nóg sé til af mat í landinu. „Það eru ákveðnir vöruflokkar sem seljast meira en aðrir undir venjulegum kringumstæðum og fólk er að kaupa vörur með lengra geymsluþol, þurrvörur og frystivöru. En það er alveg óþarfi, fólk getur alveg haldið ró sinni. Það er nóg til af mat, við erum ekkert að óttast það,“ segir Guðmundur. Það sé óhjákvæmilegt að hillur tæmist en verslanir fái nýjar vörur á hverjum einasta degi. „Það hefur komið fyrir að ákveðnir vöruflokkar klárist þann daginn en svo er bara fyllt á aftur.“ Klósettpappírinn skammtaður í Costco í dag.Vísir Guðmundur segir að tekið hafi að bera á þessari breyttu kauphegðun landsmanna í beinu framhaldi af daglegum upplýsingafundum almannavarna vegna veirunnar í síðasta mánuði. „Þetta byrjaði með krafti þegar fundirnir byrjuðu. Síðan dró aðeins úr en síðustu daga hefur þetta aukist aftur.“ Fjallað var um tómar hillur og stórinnkaup á höfuðborgarsvæðinu þegar rauð veðurviðvörun tók þar gildi í fyrsta sinn nú í febrúar. Guðmundur man þó ekki til þess að fólk hamstri mat og vistir í þessum mæli í þetta langan tíma, líkt og nú. „Ég var framkvæmdastjóri líka þegar hrunið var en það var allt annað eðlis, þá var veruleg hætta á að greiðslumiðlun myndi liggja niðri og það væri ekki hægt að flytja inn vörur en það hefur ekkert borið á því enn þá. Og auðvitað getur komið vöruskortur í einhverja vöruflokkum en yfirleitt eru til staðgönguvörur í þeim flokkum. Ef eitt klárast þá tekur bara annað við.“ Kerrurnar fylltar.Vísir/Sunna Frá Bónus í Skeifunni í kvöld.Vísir/Sunna
Wuhan-veiran Neytendur Verslun Tengdar fréttir Þúsundir skráðu sig í skimun og kerfið hrundi Álag á bókunarkerfi Íslenskrar erfðagreiningar var svo mikið að það hrundi fyrst um sinn en vefnum hefur nú verið komið í samt lag og fleiri tímar standa til boða. 12. mars 2020 22:06 Átta smit til viðbótar í kvöld Heildarfjöldi tilfella er því orðinn 117. 12. mars 2020 21:16 Áætlanir um samkomubann kynntar fljótlega Víða hafa borist fregnir af því síðustu daga að stjórnvöld í Evrópu grípi til þess ráðs að setja á samkomutakmarkanir í tilraun til þess að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 21:04 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Þúsundir skráðu sig í skimun og kerfið hrundi Álag á bókunarkerfi Íslenskrar erfðagreiningar var svo mikið að það hrundi fyrst um sinn en vefnum hefur nú verið komið í samt lag og fleiri tímar standa til boða. 12. mars 2020 22:06
Áætlanir um samkomubann kynntar fljótlega Víða hafa borist fregnir af því síðustu daga að stjórnvöld í Evrópu grípi til þess ráðs að setja á samkomutakmarkanir í tilraun til þess að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 21:04
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum